Skuldir og verðbólga

Eins og flestir vita og hafa líklega orðið áþreifanlega varir við, hefur verðbólga stóraukist víða um heim, ekki síst í hinum Vestræna hluta hans.

Það ætti í raun ekki að koma á óvart, enda hafa "peningprentvélar" verið stöðugt í gangi og skuldasöfnun margra ríkja vaxið með ótrúlegum hraða.

Hér á neðan má sjá í hvaða ríkjum Evrópu (ég þori nú ekki að fullyrða að þau séu öll tekin með), skudlir stjórnvalda hafa aukist hraðast og hvar minnst.

Infographic: How European Government Debt Grew During the Pandemic | Statista You will find more infographics at Statista

Það er vert að taka eftir hvaða ríki raða sér í neðstu sætin. Þar eru þau ríki sem oft eru kölluð "skattaparadísir" Evrópusambandsins, og eitt til viðbótar, Svíþjóð.

Þau ríki sem hafa góðar tekjur frá risafyrirtækjum (sem mjög mörg hafa gert það gott í faraldrinum) sem takmarkanir hafa lítil áhrif á, vegna þess að starfsemi þeirra eru lítil, en skatttekjurnar skila sér sem aldrei fyrr.

En það á eftir að koma í ljós hvernig eða hvort leysist úr þeirri skuldakreppu sem framundan er.

Það hjálpar vissulega að vextir eru lágir og verðbólga há.  Verðbólgan eykur skatttekjur á meðan virði skuldanna rýrnar.

Spurningin er hvort að það verði eina leiðin sem verður talin fær?

 

P.S. Bæti hér við tengil á nýja frétt Viðskiptablaðsins um skuldastöðu Bandaríkjanna sem er langt frá því að vera glæsileg hefur aukist um 50% á fáum árum.  En verðbólga er þar hærri en hún hefur verið undanfarin næstum 40 ár. En þeir hafa þó sinn eigin gjaldmiðil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband