4.8.2021 | 16:10
Að upplifa Nýsjálensku leiðina
Það hefur all mikið verið rætt um "Nýsjálensku leiðina" á Íslandi undanfarna mánuði hvað sóttvarnir varðar.
Sitt hefur oft sýnst hverjum, eins og eðlilegt getur talist, en Íslendingar virðast gjarna vera hrifir af "erlendum leiðum", og telja oft að hægt sé að yfirfæra þær yfir á Íslenskt samfélag án mikillar "staðfærslu".
Nú fyrir stuttu birtist grein á vef Vísis, þar sem upplifun heimamanns á Nýja Sjálandi er lýst.
Það er ekki hægt að segja að hann telji aðgerðir þarlendra stjórnvalda til fyrirmyndar.
Ef til vill er lykilsetningin í greininni:
"Mér finnst því rétt, ef ætlunin er að skoða nýsjálensku leiðina af alvöru, að tína til sumar fórnirnar sem við Nýsjálendingar höfum þurft að færa og gerum enn."
En ég hvet alla sem hafa áhuga á slíkum aðgerðum að lesa greinina og kynna sér sjónarhorn höfundar hennar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Fín grein, skýr og skilmerkileg, og hárrétt athugað hjá höfundi að það er slæmt þegar sóttvarnir eru ákvarðaðar af pólitíkusum. Betra að fylgja ráðum vísindamanna.
Kristján G. Arngrímsson, 4.8.2021 kl. 19:35
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Greinin er góð og segir vel frá þeim aðstæðum sem höfundurinn sér í kringum sig.
Að sjálfsögðu hvorki eini né endanlegi sannleikurinn en ákaflega gott innlegg í umræðuna.
En rétt eins og á Íslandi þá eru ákvarðanir í Nýja Sjálandi teknar af pólítíkusum.
Pólítíkusarnir hafa að sjálfsögðu fjölmarga vísindamenn til að ráðleggja sér og "teikna upp sviðsmyndir (mikið tískuorð).
Hér má finna upplýsingar um vísindamenn sem Nýsjálenska ríkisstjórnin styður sig við, en þeir kunna að vera fleiri, því ég hef svo sem ekki lagst í mikla rannsóknarvinnu.
https://www.health.govt.nz/about-ministry/leadership-ministry/expert-groups/covid-19-technical-advisory-group
Að hve miklu leyti ráðstafanir stjórnvald þarna hinum megin á hnettinum byggir á ráðleggingum vísindamannanna treysti ég mér hins vegar ekki til að segja, enda ekki fylgst svo náið með málum þar.
G. Tómas Gunnarsson, 4.8.2021 kl. 21:20
Ja samkvæmt því sem þessi greinarhöfundur segir þá er þetta einn helsti munurinn á nýsjálensku leiðinni og "íslensku leiðinni" einmitt að þar eru ákvarðanir teknar af pólitíkusum miðað við Ísland sem hefur þríeykið.
Kristján G. Arngrímsson, 4.8.2021 kl. 21:44
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Mér þykir lýsingar af sinni upplifun góðar og trúverðugar.
Sjálfsagt upplifa aðrir Nýsjálendingar þetta ýmist svipað eða öðruvísu.
En "troikan" á Íslandi undirritar engar reglugerðir eða ákveður aðgerðir. Hún leggur þær til.
Pólítíkusarnir taka ákvarðanir.
Þannig er það líka á Nýja sjálandi reikna ég með, en ég þekki ekki að hve miklu leyti ákvarðanirnar þar eru byggðar á ráðgjöf vísindamannana.
Munurinn á Íslandi og öðrum löndum er að mér sýnist ekki mikill.
Þar sem Ísland sker sig úr (að ég tel) var hinn svo gott sem daglegi sjónvarpsþáttur "trokunnar". Mjög víða hefur vísindmönnunum verið hleypt mun minna í fjölmiðla.
Þó er það misjafnt og Ferguson í Bretlandi hefur oftar en einu sinni vakið athygli fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar og svo eigin hegðun.
En ákvörðunin er að ég tel alls staðar stjórnmálamannana. Hvað þeir gefa eftir af sviðsljósinu er annað mál og líklega hvergi eins mikið og á Íslandi.
En pólítíkin tekur ákvarðanir og ber á þeim ábyrgð.
G. Tómas Gunnarsson, 4.8.2021 kl. 22:21
Mikið rétt. Íslendingar eru heppnir með sóttvarnalækni. Og hin tvö. Um daginn vildu einhverjir Svíar fá Þórólf lánaðan til að taka við af þeirra alræmda sóttvarnalækni.
En þetta hefur nú samt ekki stöðvað suma bloggvini okkar hérna í því að saka Þórólf og hin tvö um að drepa fólk.
Kristján G. Arngrímsson, 4.8.2021 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.