1.7.2021 | 11:46
Flug og bíll eða fljúgandi bíll?
Það hefur oft og um all nokkra hríð verið spáð að innan tíðar komi til sögunnar fljúgandi bílar. Einhverjir hafa reyndar verið smíðaðir, en nú hefur athyglisverður flugbíll tekið sig á loft í Slovakíu.
Skemmtilegir samanbrotnir vængir og útlitið nær bíl en flugvél. BMW mótor og farartækið sýnist auðvelt í notkun.
En vænghafið gerir það að verkum að ekki verður tekið á loft eða lent á helstu umferðaræðum og flugbrautir ennþá nauðsynlegar.
En þetta gæti verið þægilegt til að skreppa á milli borga.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
Notar hann bara venjulegt 95/98 OCT. Bensín?
Jón Þórhallsson, 1.7.2021 kl. 12:06
@Jón, þakka þér fyrir þetta. Án þess að taka nokkra ábyrgð á upplýsingum, þá er eftir því sem mér skilst 1.6 litra BMW bensínvél í farartækinu sem notar venjulegt eldsneyti.
Eitthvað í kringum 150 hestöfl og er reiknað með því að drægi eigi að geta verið í kringum 1000 kílómetr í loftinu. Flughæðin (enn sem komið er) miðast við ca 8000 fet ef ég hef skilið rétt.
Síðar meir er stefnt að 3 til 4 manna farartæki.
G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2021 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.