28.6.2021 | 01:26
Ef til vill fyrst og fremst ósigur lýðræðisins
Það er mér að meinalausu að flokkar Macron og Le Pen bíði ósigur og atkvæðin færist heldur hægra megin við miðjuna.
Reyndar virðist Franski Sósíalistaflokkurinn ætla að fá ágætis kosningu sömuleiðis, þannig að úrslitin eru "hefðbundnari" en undanfarið ef svo má segja.
En það sem stendur ef til vill upp úr er áætluð kjörsókn. Þegar þetta er skrifað er talað um að hún hafi verið eitthvað rétt yfir 30%.
Tveir þriðju Franskra kjósenda virðast hafa hundsað þessar kosningar. Þátttakan er talinn enn lægri á meðal ungra kjósenda (undir 35) eða í kringum 23%.
Þetta eru svipaðar tölur og í fyrri umferðinni, en fyrir þá seinni eru þær ekki endanlegar þegar þetta er skrifað.
Vissulega er það svo í þessum kosningum sem öðrum að það eru þeir kjósendur sem nota réttindi sín sem ráða niðurstöðunni.
En það er óneitanlega vert að gefa því gaum þegar kjörsókn er jafn lítil og raunin er nú i Frakklandi.
Hvort það er skortur á trú kjósenda á lýðræðinu eða á frambjóðendum ætla ég ekki að fullyrða um, ef til vill hvoru tveggja, eða aðrar ástæður sem blasa ekki við.
Það má einnig velta því fyrir sér hvort að aukin hætta sé á að einstaklingar og hópar leiti annara leiða en að greiða atkvæði til að finna óánægju sinni farveg.
Léleg kosningaþátttaka enda ekki eina "aðvörunin" sem hefur komið fram í Frakklandi að undanförnu.
En hins vegar er enn býsna langt til næstu forsetakosninga og margt getur breyst á þeim tíma. En það er ljóst að "hefðbundnu" flokkarnir eru að ná vopnum sínum, en hvort að þeir hafi "svörin" sem Frakkland þarfnast er önnur spurning.
Ósigur Macron og Le Pen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sveitarstjórnarkosningar, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Ef það er rétt sem þú segir að "hefðbundnir" flokkar séu að sækja í sig veðrið þá er það jákvætt. Eiginlega sama hvoru megin miðjunnar þeir eru, nú eða á henni.
Þetta bendir til að öfgaflokkum fatist flugið, sem er jú alltaf til bóta.
Hitt er svo annað að sumir flokkar sem byrja sem mjög óhefðbundir sjóast fljótlega og bindast hefðunum, sbr. Pírata hérna á Íslandi, sem eru orðnir óskup venjulegur borgaraflokkur heldur vinstra megin við miðju.
Miðflokkurinn, sem verið hefur heimili fyrir svolítið öfgakennt þjóðernisíhald, virðist vera að dala. Vonandi heldur það áfram og verður sem mest. Allt er betra en Miðhaldið, svo maður snúi nú aðeins útúr.
Kristján G. Arngrímsson, 28.6.2021 kl. 12:28
PS: mér dettur í hug að kannski séu það einmitt fylgjendur öfgaflokka sem helst sleppi því að greiða atkvæði því að þeir kjósa jú einmitt öfgaflokka vegna þess að þeir hafa innst inni ekki trú á lýðræðinu því að þeir eru ekki til í málamiðlanir - bara my way or the highway.
Kristján G. Arngrímsson, 28.6.2021 kl. 12:30
Aðalatriðið er samt að héraðsstjórnirnar hafa svo lítil völd. Þetta eru EKKI bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Frakklandi er miðstýrt frá París næstum eins og okkur frá Rvík. Það er eina stóra landið í heiminum sem ekki hefur neitt fylkjaskipulag.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 13:39
Frakkland, vagga lýðræðisins eins og Grikkland, alltaf merkilegt hvað gerist þar.
Ég var að lesa hlekkinn sem er undirstrikaður í "Enda ekki eina "aðvörunin"," þessa grein um að franskir hermenn vari við borgarastyrjöld. Það er áhugavert þetta samband sem talað er um á milli lélegrar kosningaþátttöku og óánægju með lýðræðið svo útbreidda að hætta sé á slíkum hamförum innanlands.
Frakkar eru með sínar sérstöku hefðir í mótmælum sem eru algengari en hér á landi. Annars er spurning hvort áhrifin af Covid-19 á heimsvísu verði þau að hefðbundnir flokkar sæki í sig veðrið. Miðað við árið í fyrra sem var uppfullt af Trump og hans boðskap er búið að kæla andrúmsloftið mikið með því að fjarlægja mikið af því sem trumpistarnir héldu fram á netinu. Þeir eru komnir neðanjarðar, orðnir andfélagslegri en nokkrusinni fyrr, en ég efast um að það sé til bóta.
Ætla Frakkar þá aftur að kjósa yfir sig vinstristjórn fyrst Sósíalistar stækka þar? Annars má búast við að þetta fari í hringi. Ef slík stjórn verður óvinsæl má búast við að Le Pen græði á því þar á eftir.
Ingólfur Sigurðsson, 28.6.2021 kl. 13:45
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég held að það sé rétt að "hefðbundnir" flokkar hafi unnið all nokkurn sigur í þessum sveitarstjórnakosningum í Frakklandi.
Mér skylst að Le Monde hafi orðað það svo að "gamli heimurinn" hafi sigrað. Er ekki "fjórflokkurinn" að síga á á Íslandi?
Hvort að "öfgaflokkum" hafi fatast flugið er önnur saga. Hvað gerir flokk Le Pen að "öfgaflokki" og að hvaða marki er hann enn einn vinstri/miðflokkurinn? Svona rétt eins og Píratar.
BBC fjallaði ágætlega um þetta fyrir nokkrum árum: https://www.bbc.com/news/world-europe-38321401
Ef til vill höfðar Le Pen og flokkur hennar einfaldlega ekki til fyrri kjósenda?
Stærstu vonbrigðin eru líklega hjá flokki Macron forseta. Engin telur hann öfgaflokk, en það má líklega setja hann í svipaðan "populistadilk" og Le Pen.
Hitt er svo að það er líklega ekki endalaust hægt að "draga" fólk á kjörstað með loforðum um "ný stjórnmál", breytingar og svo framvegis.
Ætli það geti verið hluti skýringar á því hve Macron og flokki hans gangi illa?
Hvaða flokkar skyldu nú vera síst gefnir fyrir "málamiðlanir" í Íslenskum stjórnmálum? Eru þeir að vinna á?
G. Tómas Gunnarsson, 28.6.2021 kl. 13:57
@Ingibjörg, þakka þér fyrir þetta. Frakkland er með miðstýrðari ríkjum, enda forsetinn valdamameiri en víða. En héraðstjórnir leggja á skatta tengda fasteignum og stjórna býsna mikilvægum málaflokkum s.s.
Regional transport, including regional transport plans, civil airports, non-autonomous harbours;
Departmental transport, including school transport, interurban transports, passenger transport, roads, commercial and fisheries ports, civil airports, non-autonomous harbours and railways;
Education, in particular high schools (lycées);
Vocational training and apprenticeship;
Culture, including cultural heritage and monuments, museums, archives, artistic vocational training and learning;
Regional planning;
Economic development;
Environment, and
Scientific development.
En þær hafa engin lagasetningarvöld eða því um líkt. Völd héraðsstjórna voru efld seint á síðustu öld og síðan styrktust þær ef eitthvað er þegar þeim var fækkað um miðjan síðast áratug.
Sögulega séð hafa þær gefið vísbendingar um úrslit komandi forsetakosninga, en það breyttist árið 2017, enda flokkur Macron ekki til í héraðskosningum þar á undan.
@Ingólfur, þakka þér fyrir þetta. Það er erfitt að spá fyrir um úrslit forsetakosninganna, en ef taka á mark nýafstöðnum kosningum, þá standa Republikanar nær sigri en Sósialistar.
En skoðanakannanir eru ennþá með Le Pen og Macron á toppnum í fyrri umferð.
En það er rétt að Frakkar hafa alltaf verið gefnir fyrir mótmæli, en hvort að vagga lýðræðis sé þar, er önnur saga. Lýðveldissaga þeirra er nokkuð skrykkjótt.
Víða hefur "kófið" eflt ríkjandi stjórnvöld, en hvort það endist er önnur saga.
G. Tómas Gunnarsson, 28.6.2021 kl. 14:59
Takk f. þetta, Tómas. Ég hafði greinilega ekki fylgst nógu vel með því sem gerst hefur síðustu áratugi.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 29.6.2021 kl. 18:17
Ingibjörg, þakka þér fyrir þetta. Ýmislegt hefur breyst í Franskri stjórnsýslu, ef til vill má segja sem betur fer. Ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að "forsetaræðið" var of mikið. Meðal annars vegna þess var kjörtímabil forseta stytt úr sjö árum í fimm.
Áður hafði því verið breytt, 1962 að forsetinn væri kjörinn af almenningi, en ekki "electoral college", eða sveitar- og héraðstjórnarfólki. Áður en það "system" ríkti, hafði forsetinn verið kosinn af þingmönnum ef ég man rétt.
Þannig að það hefur vissulega tekið tíma fyrir Frakka að "treysta lýðræðin", ef til vill gera þeir það ekki enn. LOL
G. Tómas Gunnarsson, 30.6.2021 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.