Trú á að veiran gæti hafa sloppið af rannsóknarstofu í Wuhan virðist vera að styrkjast

Persónulega hef ég aldrei haft sterka trú á því að veiran hafi sloppið út af rannsóknarstofu, en ég hef svo sem aldrei haft sérstakan grunn til að segja að það gæti ekki verið.

En á undanförnum viku hef ég séð æ sterkari "undiröldu" sem krefst frekari rannsókna og telur þann möguleika þurfa frekari skoðunar við, jafnvel líklegan.

Það eru heldur ekki eingöngu einhverjir "samsæriskenningavefir", sem eru í þeim hóp.

Hér og hér má sjá nýlega umfjöllun Wall Street Journal (krefst áskriftar) um málið, Washington Post  hefur fjallað um málið og hér má sjá aðra grein af þeirri vefsíðu.

Hér má sjá umfjöllun hjá NBC, og hér frá Reuters. Meira að segja Fauci virðist ekki eins viss í sinni sök og oft áður.

Kínversk stjórnvöld neita þessu staðfastlega, rétt eins og ávallt áður og varla þarf að eiga von á mikilli samvinnu úr þeirri átt.

Ekki ætla ég að fella neinn dóm hér, en vissulega er þörf á frekari rannsóknum hvað varðar uppruna veirunnar.

En samsæriskenningar ganga auðvitað í báðar áttir, og sjálfsagt finnst einhverjum að eingöngu sé verið að reyna að koma sök á Kína.

Ólíklegt að óvefengjalegur sannleikur eigi eftir að koma í ljós, allra sist sem allir munu standa að baki.

En það er merkilegt að fylgjast með hvernig þessum kenningum skýtur upp aftur og aftur, jafnvel sterkari en áður.

Það er líka athyglivert hve "meginstraumsmiðlar" taka jákvæðara á málinu en á síðasta ári.

 


mbl.is Krefjast ítarlegri rannsóknar á upphafi faraldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þegar veiran "slapp út" - var það fyrir mistök eða var um að ræða vísvitandi gjörning einhvers?

Kristján G. Arngrímsson, 26.5.2021 kl. 10:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eins og umfjöllunin er þá er talað um að starfsfólk veirurannsóknarstofunar hafi verið þeir fyrstu sem sýktust (patient 0).  Því snúa ásakanirnar ekki að því að "veirunni" hafi verið "sleppt lausri" ef svo má að orði komast.

En auðvitað er það nógu alvarlegt ef öryggi hefur verið ábótavant og svo hitt að upplýsa ekki um slysið og æskja aðstoðar ef þörf hafi verið á.

En viðbrögðin gætu hafa verið önnur ef ljóst hefði verið frá upphafi hvers kyns væri.

En mér sýnist að þetta sé ekki að hverfa úr umræðunni og verður vissulega fróðlegt að fylgjast með hvernig hún þróast.

G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2021 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef geislavirkni myndi finnast í nágrenni kjarnorkuvers þá myndu flestir grunna kjarnorkuverið um að vera uppsprettuna en ekki að hún sé tilkomin af einhverri langsóttri tilviljun úr náttúrunni.

Hef aldrei skilið hvers vegna eitthvað annað geti átt við um veiru sem hefur aldrei fundist í náttúrunni og skýtur svo skyndilega upp kollinum við næstu hús frá veirurannsóknarstofu alþýðuhersins.

Veiran byrjaði að dreifast í manngerðri borg, ekki í náttúrunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2021 kl. 20:57

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur þakka þér fyrir þetta.  Það hafa margir bent á þá "tilviljun" að veiran hafi átt upptök sín í borg þar sem rannsóknir á slíkum veirum á sér heimili.

En við erum langt í frá að hafa þekkingu á öllum veirum í heiminum, nú eða að ná að fylgjast með öllum þeim breytingum sem verða á þeim veirum sem lifa í dýrum hér og þar, stundum jafnvel í okkar næsta nágrenni.

"Okkur" hættir oft til að ofmeta þekkingu okkar og vísindin.

SARS 1.0 (eða þannig) og MERS t.d. áttu sér (ef ég hef skilið rétt, án þess vilja fullyrða um of) upptök sín í náttúrunni.  Það er heldur ekki eins og að SARS 2.0, sé eitthvað einsdæmi ef hún er alfarið "náttúrusmíð".

En hitt er svo að margir vísindamenn sem hafa undirritað yfirlýsingar eða viðhaft stórar fullyrðingar um "náttúrulegan" uppruna veirunnar þurfa ef til vill að "hugsa um stöðu sína" ef hið gagnstæða sannaðist, því margir hafa tekið býsna stórt til orða.

En hitt er svo, að ólíklegt er að mínu mati að þetta sannist með óvéfengjanlegum hætti.

Margir fjölmiðlar og "fact checkerar" myndu einnig fá "egg á andlitið", því þeir eins og margir aðrir hafa skilið eftir lítinn vafa og hafa talið sig geta gefið út fullyrðingar sem í raun hefur verið lítil innistæða fyrir.

Ef til vill spilaði þar inn í löngun þeirra til dæmis til að fullyrða að Trump hefði rangt fyrir sér, þegar hann talaði um að veiran hefði sloppið frá rannsóknarstofunni í Wuhan.  En hann lagði heldur ekki fram neinar sannanir.

En við vitum ekki hvort að veiran hafði dreifst í náttúrunni (í dýrum) áður en hún "flutti" til Wuhan.

Ég hef í það minnsta ekki séð neitt sem gefur tilefni til að fullyrða um slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2021 kl. 22:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Allir sem ekki töldu nokkuð öruggt um mitt ár 2020 að Kínapestin ætti upptök sín á rannsóknastofu í Wuhan eru fórnarlömb falsfrétta kínverskar kommúnista,  þar með talið eru allir íslenskir fréttamiðlar.

Hvor þetta var slys eða glæpur gegn mankyni er verra að átta sig á en ég hallast á það þetta hafi verið slys.

Guðmundur Jónsson, 26.5.2021 kl. 22:41

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Jóns, þakka þér fyrir þetta. Það er alltaf hressandi að lesa að ég sé fórnarlamb falsfrétta Kínverskra kommúnista.

Í hitabylgjunni er kuldahrollur eins og ferskur andblær.

En það eru sterkar vísbendingar í báðar áttir. 

Persónulega finnst mér bæði fróðlegt og upplýsandi að hafa fylgst með hvernig "pendúllinn" hefur sveigst til undanafarnar vikur.

"Vandráður" væri ekki í vandræðum með að túlka það á þann veg að Glerskeggur væri sekur.

En mótþrói Kínverskra yfirvalda við því að almennileg rannsókn færi fram og hve lengi þeir töfðu og hindruðu vísindamenn í að komast að "uppsprettunni" setur þau ekki í "gott ljós".

En það verður án efa enginn skortur á "verjendum" þeirra.  En ég er ekki bjartsýnn á að óvéfengjanalegur sannleikur komi í ljós í þessu frekar en ýmsu öðru.

Sumir hafa kallað það að lifa í "post truth" tímabili. 

Svo má aftur velta því fyrir sér hvers vegna "veiran" virðist hafa verið mun minna smitandi í Kína en víða annars staðar.

Hafi hún "gengið laus" í Wuhan einhverja mánuði, en aðeins smitað ca. 90.000, manns í Kína á 17 mánuðum, er hún ekki jafn "lævís og lúmsk" og margir vilja meina.

G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2021 kl. 23:21

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Jóns, þakka þér fyrir þetta.  Rannsóknir á "vírusbreytingum" voru bannaðaðar í Bandaríkjunum árið 2013 eða 14. 

https://www.npr.org/sections/health-shots/2014/11/07/361219361/how-a-tilt-toward-safety-stopped-a-scientists-virus-research?t=1622076057314

Það er ekki alveg ljóst, en ýmsar meiningar hafa verið uppi að aðilar í Bandaríkjunum (hugsanlega Fauci þar á meðal, en engan veginn ljóst eða staðfest) hafi þótt þær nauðsynlegar og "outsourcað" þeim til annara landa (með fjárstuðningi), þar á meða Kína, sem hafði "vægari reglur".

En þetta eins og margt annað kemur, eða ekki í ljós.

G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2021 kl. 00:46

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ekkert óljóst varandi þátttöku Bandaríska ríkisins og dr Fauci í rannsóknum í Wuhan. Sá sem heldur það enn, 2021 er stútfullur af áróðri og lygum.

Fauci dældi peningum í þetta frá 2014 og alveg þangað til faraldurinn stoppaði hann af 2019 og engin neitar því.  Þetta kom fyrst fram í yfirherslum í bandaríska þinginu apríl eða maí 2020 og hefur ítrekað verið staðfest, þar með talið af Dr Fauci.

Eina málsvörn hans í dag er að það hafi ekki verið vegna gain-of-function research, sem er átaklega mátlaust því þetta Wuhan lab var set á upp til að vera í gain-of-function researc.

Guðmundur Jónsson, 27.5.2021 kl. 10:08

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég hugsa að afstaða Þórólfs sé afstaða margra - það skiptir ekki höfuðmáli nákvæmlega núna hvaðan veiran kom. Og hingað til hefur ekki verið skynsamlegt að eyða orku og peningum í þá spurningu. 

En kannski fyrst núna, þegar bólusetning fer smám saman að verða almenn, að tími og orka gefst í þessa spurningu. Sem vissulega skiptir máli í sjálfri sér.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/27/skiptir_ekki_hofudmali_hvernig_veiran_vard_til/

Kristján G. Arngrímsson, 27.5.2021 kl. 19:12

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Jóns, þakka þér fyrir þetta. Bandaríska ríkið bannaði slíkar rannsóknir og því bendir margt til þess að farnar hafi verið krókaleiðir til að fjármagna slíkar rannsóknir í öðrum löndum.

En hver vissi hvað og hvernig nákvæmlega var staðið að málum, hef ég ekki séð óvéfengjanlega nokkurs staðar.  En þú póstar ef til vill inn einhverjum linkum, því ég er ekki að segja að slíkt sé ekki til, en hef takmarkaðan tíma eins og margir.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég get alveg skilið afstöðu Þórólfs, enda ekki hans verkahring að finna uppruna veirunnar, heldur að berjast gegn henni innanlands.

En mér finnst afstaðan sem þú setur fram í heild arfaslök og raunar vitlaus.

Það er ekki eins og veröldin ráði eingöngu við eitt í einu, enda hafa margir vísindamenn og flestir fjölmiðlar ekki sparað tíma í það að sannfæra "okkur" og "factchecka" að það sé "enginn" möguuleika á að "veiran" hafi verið "manngerð".

Sá tími hefði ekkert síður dugað til að rannsaka málið.

Ef (og það er auðvitað stórt ef) "veiran" er manngerð hefði það hugsanlega getað hjálpað mikið í upphafi baráttunnar að vita hvað hefði "raunverulega" gerst á rannsóknarstofunni, hvers eðlis rannsóknirnar hefðu verið, hverju "splæst" saman o.s.frv.

Ef það kemur einhverntíma í ljóa að Kínverjar og einhverjir meðreiðarsveinar þeirra hafi reynt að leyna slíku, verður skömm þeirra ævarandi.

Fjölmiðlar þurfa sömuleiðis að athuga sinn gang verulega, því á síðasta ári virðist sem svo að það hafi meira máli skipt hverjir voru að segja hlutina en hvaða hluti var verið að segja.

Sömuleiðis má velta því fyrir sér hvernig fjölmiðlar þóttust geta "factcheckað" þessi mál? 

Á hvaða staðreyndum byggðu þeir?

Það er eitt að "trúa" einhverju og segja það "staðreynd".

G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2021 kl. 20:52

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég hef grun um að margir sem vilja endilega komast til botns í því hvort veiran sé manngerð hafi fyrst og fremst áhuga á að koma höggi á Kínverja, þannig að áhuginn á því að komast að "sannleikanum" í málinu er í rauninni ekki áhugi á sannleikanum heldur fyrst og fremst áhugi á að fá tækifæri til að gera lítið úr Kínverjum. 

Án þess að ég hafi neinn sértakan áhuga á að bera blak af Kínverjum.

Kristján G. Arngrímsson, 27.5.2021 kl. 22:24

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En af hverju heldurðu að margir vísindamenn og fjölmiðlar hafi lagt allt kapp á að sannfæra okkur um að það sé útilokað að veiran sé manngerð?

Heldurðu að vísindamenn og fjölmiðlar hafi gert það af óheilindum?

Kristján G. Arngrímsson, 27.5.2021 kl. 22:30

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að einhverjir vilji komast að uppruna veirunnar til að koma höggi á Kínverja.  Aðrir vilja einfaldlega læra af "ferlinu".

Heldur þú að Biden hafi snúist hugur í þessu máli, fyrst og fremst til að koma höggi á Kínverja, eða talaði hann gegn eigin "trú" til að koma höggi á Trump áður?

Eða voru honum einfaldlega sýnd betri gögn en áður?  Eitthvað sem honum þótti ástæða til að rannsaka nánar?

Ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt í þessum efnum.

Ég ætla ekki að alhæfa um vísindamenn og fjölmiðlafólk, en mér þykir eiginlega einsýnt að einhverjir þeirra hafi lagt kapp á málefnið af óheilindum.

Ef fjölmiðill segist hafa "staðreyndatjékkað" eitthvað sem hann hefur í raun ekki gert, heldur velur einhvern sem hann telur trúverðugan er hann að ljúga að lesendum sínum og það eru ekki heilindi.

Ef vísindamenn fullyrða eitthvað um slíka hluti sem þeir hafa ekki rannsakað, eða hafa rannsakað og fullyrða eitthvað sem þeim þykir líklegt er það rangt. 

Það eru óheilindi.

Vissulega kann það að vera að vísindamönnum eða fjölmiðlum hafi þótt það "pöpulnum" fyrir bestu að vera ekki að "ýfa slíkt upp", en það er ekki hlutverk þeirra og slíkt eru ekki heilindi.

Mér finnst einnig blasa við að ýmsir gerðu það í þeim tilgangi að hafa áhrif á stjórnmál.  Það eru ekki heilindi.

Nú þykir mér persónulega ósennilegt að "allur sannleikurinn" verði leiddur í ljós.

Það þýðir ekki að það að hafa fundið sannleikann, séu enn vafaatriði til staðar, eru óheilindi.

Það er hins vegar ekkert að því að fjalla um málin og telja eitt líklegra en annað.

En fjölmiðlar hæddu þá sem héldu því fram að allt eins líklegt væri að "veiran" hefði komið frá rannsóknarstofu, og samfélagsmiðlar bönnuðu minni fjölmiðla sem heldu slíku fram.

Allt í nafni hvers?  Sannleikans?  Réttlætisins? Eða þeirri trú að "þeir einir vissu"?

G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2021 kl. 23:28

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er svo auðvitað ekki ólíklegt að ýmsum hafi talið sér ófært að segja annað en að veiran væri "náttúrusprottin" og allt tal um manngerð hennar væri út í hött vegna þess að annars áttu þeir á hættu að verða sakaðir um að vera sammála Trump, og það náttúrulega gekk ekki. Hvorki fyrir virta vísindamenn né New York Times.

Núna er kannski að verða óhætt að segja annað.

Svona víkur sannleikurinn og skynsemin oft fyrir pólitískum hagsmunum. Það er ný og gömul saga og alltaf jafn dapurleg.

Kristján G. Arngrímsson, 28.5.2021 kl. 10:13

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég get tekið undir með þér að það sé eins líklegt að margir hafi talið það "pólítískan ómöguleika" að taka undir málflutning Trump.

Það er heldur ekkert ólíklegt að aðrir hafi ákveðið að ekki mætti gefa honum, eða hans hugmyndum neitt kredit.  Það hentaði einfaldlega ekki þeirra pólítísku "agendu".

Enn ein ástæða kann að vera að oft er auðveldara að taka afstöðu með því sem virðist vera "meirihlutinn".

En þetta sýnir líka hvað það getur verið hættulegt þegar það verður of einfalt að "banna" skoðanir sem ekki taldar æskilegar.

G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2021 kl. 13:58

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Í Frelsinu segir John Stuart Mill eitthvað á þá leið að rangar hugmyndir séu bráðnauðsynlegar til að gera réttar hugmyndir öflugri og leiða þær þannig betur í ljós.

En núna er stundum talað um það að "markaðstorg hugmyndanna" eigi undir högg að sækja.

Kristján G. Arngrímsson, 28.5.2021 kl. 18:04

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vitanlega augljóst að það skiptir afar miklu að vita hvar veiran er upprunnin. Ekki til að refsa Kínverjum, enda er það ekki pólitískt mögulegt, heldur til að skilja betur hverju við getum átt von á í framtíðinni og hvernig við getum minnkað líkurnar á að svona lagað gerist aftur.

Það er "understatement" Kristján að markaðstorg hugmyndanna eigi undir högg að sækja. Nær væri að segja að verið sé að loka því.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.5.2021 kl. 10:58

19 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján og Þorsteinn, þakka ykkur fyrir þetta. Það eru mörg dæmi um að "rangar" hugmyndir eða skoðanir verði ágætar með ekkert svo miklum breytingum.

Það er einmitt "galdurinn" við "markaðstorgið".

Ég tek undir með Þorsteini að ég get ekki séð fyrir mér einhverjar gríðarlegar refsingar gegn Kínverjum, þó að þeir kunni að vera sekir um yfirhylmingu.

En það yrði auðvitað gríðaleg hneysa (loss of face) fyrir þá og þeir sem þekkja betur til hjá þeim en ég, segja flestir að ekkert óttist þeir meira.

Ef sýnt yrði fram á "rannsóknarstofu uppruna", þá yrði það líka ákveðin hneysa fyrir "vísindasamfélagið". Það yrði jafnframt (ef til vill tímabundin) umræða um öryggi (sem eðli málsins samkvæmt er líklega aldrei 100%) og ekki ólíklegt að eitthvað yrði erfiðara um fjármagn.

Ég tek líka undir það að "markaðstorgið" á almennt undir högg að sækja, ekki bara hvað varðar hugmyndir.

Það hefur í sjálfu sér aldrei skort þá sem telja "markaðstorgið" óþarft og þeir séu fullfærir um að ákveða hvað það er sem "pöpullinn" þarfnast og þarf að vita.

Áhrif þeirra eru svolítið eins og tunglið, vaxandi og dvínandi.  Við verðum að vona að "tunglið þeirra" sé í það minnsta næstum fullt nú.

G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2021 kl. 13:36

20 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er ekki alveg svona svartsýnn á markaðstorgið - er þetta ekki bara frekar þannig að þegar manns eigin hugmyndir verða undir á því fer manni að finnast vitlaust gefið? Ásakanir um "forsjárhyggju" eru með algengari umkvörtunarefnum sem heyrast í þá veru.

Ég held að þeir séu í rauninni frekar fáir sem t.d. vilja í raun og veru skerða málfrelsi eða telja einhverja orðræðu beinlínis hættulega eða jafngilda ofbeldi. Svoleiðis fólk er held ég aðallega í háskólum í enskumælandi löndum núna.

Ekki þar fyrir, þeir voru margir í Þýskalandi sem töluðu svona eins og ég geri hérna þegar Hitler var fyrst að gera sig gildandi. 

Hvað Kína varðar þá held ég að það verði aldrei sýnt fram á svo óyggjandi sé hver uppruni veirunnar var. Og þótt Bandaríkjamenn muni sjálfsagt gera hvað þeir geta til að nota þetta í hugmyndafræðibaráttunni munu kínversk yfiröld aldrei gangast við neinu og þar af leiðandi aldrei missa andlitið útávið.

Það verður því seint nokkur vísindaleg lexía dregin af upprunaspurningunni enda er það ekki markmiðið - heldur er markmiðið einfaldlega að valda Kínverjum hneysu og koma á þá hugmyndafræðilegu höggi (kannski réttlæta hernaðarátök við þá - hver man ekki eftir "gereyðingarvopnum" Saddams?).

Kristján G. Arngrímsson, 30.5.2021 kl. 07:12

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er einn af þeim sem telja að Þórólfur og hin tvö í þríeykinu, hafi staðið sig mjög vel sem embættismenn við erfiðar aðstæður. Þegar hann hinsvegar fór að tjá sig sem stjórnmálamaður, þá fór álit mitt á honum lengst niður í kjallara.

Embættismenn eiga ekki að skipta sér eða tjá sig um stjórnmál í nafni embættis síns. Það kaus enginn Þórólf sem utanríkisráðherra. Hans skoðun er ekki meira virði en mín, þó hann hafi fínan titil fyrir framan nafnið sitt.

Raunar er mín skoðun enn meira virði, vil ég meina því hans skoðun er arfavitlaus. Það er margt sem bendir til að Kínverjaer hafi framið glæp gegn mannkyninu með ábyrgðarlausum rannsóknum, ef þeir hafa ekki sleppt veirunni lausri viljandi.

Síðan þegar þeir komust að því að hvað þeir hefðu gert (ef þeir gerðu það ekki viljandi) þá gerður þeir allt til að hylma yfir klúðrið/glæpinn og drápu þá sem vildu láta heiminn vita.

Þórólfur á ekki að bera blak af svoleiðis mönnum, þó hann vilji komast inn á Kínamarkað með íslenskar vörur, ekki frekar en það hefði verið rétt að bera blak af stríðsglæpamönnum nasista á sínum tíma, með þeim rökum að það skipti ekki máli að 5 milljónum Gyðinga væri útrýmt, af því skaðinn væri hvort eð er skeður.

Theódór Norðkvist, 30.5.2021 kl. 12:19

22 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Trúin á markaðstorgið (eins og áður er ég ekki bara að tala um hugmynda), hefur alltaf sveiflast til, þó líklega misjafnt eftir hvað svið er talað um.

En líklega má halda því fram að markaðstorgið sé mikilvægara hvað varðar hugmyndir og vísindi en á nokkrum öðrum stöðum.

En eins og þú nefnir, þá er það líklega í hvað mestri hættu, þar sem þess er mest þörf, þ.e.a.s. í háskólum og ekki bara Enskumælandi.

Telur þú Kristján að það skipti engu máli hvort að vitum hvort að "veiran" hafi verið "manngerð" eða ekki?

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það skipti all miklu máli og að það sé þess virði að leita að sannleikanum, jafnvel þó að talið sé að hann finnist ekki.

Það hefur oft verið minnst á "gereyðingarvopn" Saddams.  Það hefur hins vegar margt "gleymst" í þeirri umræðu.  Meðal annars sú staðreynd að Saddam réð yfir gereyðingarvopnum, hann meira að segja notaði þau.  Við vitum líka að það var unnið að úranauðgun í Írak.  

Það sem við vitum hins vegar ekki hvað varð um allt þetta, því vissulega fundust þau ekki.

Nú er að hluta til það sama uppi á teningnum í nágrannalandinu.  Er það allt ein stór tilviljun?

@Theódór, þakka þér fyrir þetta.  Það má vissulega deila um hvað vel ""troikan" hafi staðið sig, en ég held að Þórólfur hafi ekkert með að gera hvaðan "veiran" hafi komið.  Það er einfaldlega ekki á hans "borði".

Ég held sömuleiðis að hann sé ekkert innvinklaður í að koma Íslenskum vörum á Kínamarkað, en þekki það svo sem ekki til hlýtar.

Uppruninn á að sjálfsögðu að vera á borði stjórnvalda, ekki heilbrigðisyfirvalda, líklega fyrst og fremst á borði forsætis og utanríkisráðherra.

G. Tómas Gunnarsson, 30.5.2021 kl. 14:38

23 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Væntanlega er veiran annaðhvort manngerð eða ekki (nema hún sé einhver útgáfa af ketti Schrödingers!) og því í prinsippinu hægt að komast að staðreyndum málsins. Ég er þeirrar skoðunar að það eigin alveg endilega að reyna allt sem hægt er til að komast að þeim staðreyndum.

En raunin verður þó að líkindum sú að staðreyndir sem öllum eru kunnar í þessu máli koma seint fram. Þar af leiðandi mun ekki takst að valda Kínverjum hneysu. Þannig að ef markmiðið er fyrst og fremst að valda Kínverjum hneysu held ég að það væri best að sleppa því. 

Ef markmiðið er aftur á móti í raun og veru að komast að sannleikanum ætti endilega að leggja mikið í sölurnar til að ná því markmiði.

En ég held að hið eiginlega markmið t.d. Bandaríkjastjórnar sé að koma hugmyndafræðilegu höggi á Kína, en ekki að komast að sannleikanum, þótt að sjálfsögðu segist Bandaríkjamenn vera að þessu af sannleiksástinni einni saman. En það er lygi. 

Og ef markmið þeirra er ekki að koma höggi á Kína þá að minnsta kosti er það markmið þeirra að komast eins nálægt því og unnt er að fá aðgang að Kína. 

Meint sannleiks- og staðreyndaást bandarískra stjórnvalda er auðvitað bara yfirvarp. 

Kristján G. Arngrímsson, 30.5.2021 kl. 15:43

24 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það eru jú ekki nema tveir möguleikar í þessu.

Svona "amatörar" eins og ég hafa auðvitað enga möguleika á því að komast að sannleikanum.

En ég hef verið að lesa ýmislegt upp á síðkastið. Ég hef til dæmis lesið grein sem fullyrðir að í nágrenni Wuhan hafi engir "náttúrulegir millistig" á milli "veirunnar" sem finnst í einhverjum frægum "leðurblökuhellum" þarna í nágenninu og svo fyrstu "kórónuveirunnar" (án afbrigða).

Það væri heldur ekki einsdæmi að slys hendi á rannsóknarstofum.

Í raun, eins og oft gerist, er "hugsanlegi glæpurinn", í raun ekki "hugsanlegur leki", heldur "hugsanleg yfirhylming".

Staðreyndin er sú að hefði Kína strax komið fram og sagt frá "leka" (ef sú hefði verið raunin) og beðið t.d. um aðstoð og skýrt frá hvað hefði verið gert, hefði fáir haft svo mikið um það að segja.

Því það sem margir (hvernig þetta allt skiptist er ekki meginmálið) vilja koma á framfæri hvernig stjórnvöld í Kína eru og hvað margt virðist ef eitthvað er færst í "gamla farið" þar.

Þar virðist klukkan að hluta til snúast afturábak, mannréttindi eiga meira undir högg að sækja, spenna gagnvart Taiwan að aukast og fleira mætti til telja.

Ég held að augu æ fleiri séu að opna augun fyrir "vinnubrögðum" Kínverja.

G. Tómas Gunnarsson, 30.5.2021 kl. 16:11

25 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, eins og ég nefndi þá held ég að margir sjái þarna tækifæri til að koma upp um Kínverja og vinnubrögð þeirra.

En hættan er sú, að þar verði sannleikurinn fórnarlambið, eða öllu heldur að hann hætti að skipta máli - eða mætti segja að hann fari að skipta minna máli en að tukta Kínverja til.

Ekki að ég sé að halda því fram að það megi ekki vera vondur við þá eða að hjá þeim sé allt kosher. En sporin hræða. Íraksstríðið var hafið á mjög vafasömum forsendum (fullyrðingum um gereyðingarvopn sem síðan komu aldrei í ljós).

Það eru áreiðanlega einhverjir sem sjá fram á að gera grætt ofboðslega á hernaði gegn Kína og leggja allt kapp á að fundinn verði höggstaður á þeim og farið í stríð. Þá er "manngerð veira" ágæt ástæða, svona eins og "gereyðingarvopn".

Úr yrði enn eitt tilgangslausa stríð Bandaríkjamanna ala Víetnam og Írak. Að vísu vill svo heppilega til að Biden er forseti en ekki Trump.

Kristján G. Arngrímsson, 30.5.2021 kl. 17:56

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Er þörf á því að sverta Kínverja?  Heldur þú að frásagnir af meðferð þeirra á Uyghurum (held að þetta sé rétt skrifað) sé svona áróðurstrix?  Það sama gildir um meðferð þeirra á Tíbetum, heldur þú að sannleikurinn sé fórnarlamb þar?

Heldur þú að fréttir að hörku þeirra í Hong Kong sé eingöngu til að finna "höggstað" á Kína?

Hvað um "hefndarhandökur" þeirra á t.d. Kanadískum ríkisborgurum?  Heldur þú að þetta séu allt njósnarar?

Heldur þú að fréttir af yfirgangi Kína t.d. á hafssvæðum sem deilt er um sé eingöngu "ímyndum" nágranna þeirra?

Svona má lengi halda áfram.

En því miður tel ég að líkur á stríði hafi frekar aukist með tilkomu Biden.

Trump var nefnilega alls ekki svo herskár.

G. Tómas Gunnarsson, 31.5.2021 kl. 01:18

27 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, þú misskilur herfilega. Allt eru þetta góðar og gildar ástæður til að hafa horn í síðu Kínverja. Og ég er ekki að segja fullyrðingar þínar um hörku þeirra rangar.

Allt eru þetta góðar og gildar ástæður til að gagnrýna Kínverja. 

Það sem ég var að gagnrýna var að grunur um að veiran væri manngerð yrði notað sem afsökun til að hefja aðgerðir gegn þeim. Leitin að "manngerðri veiru" sé því ekki leit að sannleikanum heldur leit að höggstað á Kína til að hefja aðgerðir gegn þeim. 

Þá er ég ekki að meina að engin ástæða sé til aðgerða. 

Anyway. Trump var fyrst og fremst alveg óútreiknanlegur. Sagði eitt í dag og annað á morgun. Það var aldrei hægt að vita hvort hann meinti eitthvað með því sem hann sagði. 

Kristján G. Arngrímsson, 31.5.2021 kl. 13:38

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég held reyndar að miskilningur minn hafi ekki verið stór, ef nokkur.

Ég er einfaldlega að benda á að það er enginn skortur á ástæðum til að gagnrýna eða hefja aðgerðir gegn Kínverjum.

Enda eru þær hafnar að einhverju marki. Biden hefur verið rólegri í því að afnema þær sem Trump kom á, en margir reiknuðu með.

Sjálfur er ég með mínar "prívat aðgerðir" og sneyði hjá öllu Kínversku eins og mögulegt er.  Það er reyndar ekki jafn erfitt og margir halda.  En ég er svo sem ekki í neinni herferð.  Geri þetta einfaldlega hljóðlega en segi svona þeim sé ég þekki frá og sumir hafa eitthvað fylgt í humáttina.

En harðastur er ég hvað varðar matvöru.  Ég treysti þeim einfaldlega ekki.

En í sjálfu sér er ekkert þörf á því að leita að fleiri "höggstöðum".  Það er yfrið af þeim.  En ef sannleikurinn yrði sá að "veiran" væri manngerð, væri það ekki glæpurinn, heldur yfirhylmingin og þöggunin.

Ef þú spyrð mig, er enginn skortur á sekt Kínverja hvað varðar yfirhylminug og þöggun, og málalistinn langur.

En tjónið af þeim yfirhylmingum og þöggunum er líklega ekki sambærilegur, alla vega ekki hvað Vesturlandabúa áhrærir.

G. Tómas Gunnarsson, 1.6.2021 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband