Forvirkt gæsluvarðhald ólögmætt

Ég get ekki neitað því að mér fannst gleðilegt að heyra að ákvörðun um að að hluti þeirra sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að sæta forvirku gæsluvarðhaldi/sóttkvíarhús hafi verið hnekkt fyrir dómstólum.

Það virðist einfaldlega hafa verið gengið út frá því að ákveðin áhætta væri á því að einstaklingar brytu af sér.

Sú meginregla réttaríkja að í það minnsta rökstuddur grunur þurfi að vera um afbrot, til að megi svipta einstaklinga frelsi var að engu hafður.

Það virðist hafa verið talin hætta á að viðkomandi einstaklingar brytu af sér.  Gæsluvarðhald/sóttkví verður því talin forvirk aðgerð.

Vissulega geta verið rök fyrir því að gera ákveðnar kröfur til dvalarstaðar þeirra sem ætlað er að vera í sóttkví.

Það kann jafnvel að vera talið sé nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem í sóttkví dvelja.

Allt þarf það þó að byggjast á lögum.

Það er hálf skrýtið að sjá alla þá sem hafa stigið fram og talið að lögmenn og dómstólar ættu að fara eftir einhverju öðru en þeim lögum sem gilda í landinu.

Að lög gildi í landinu eða að grundvallarregla sé að einstaklingar séu saklausir þangað til sekt sé sönnuð, hvað þá að ekki sé ástæða til að refsa þeim sem ekkert hafa brotið af sér, virðist ekki vefjast fyrir þeim sem þannig tala.

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ég finn alveg rosalega mikið traust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að þú hefur aldrei þurft að sæta gæsluvarðhaldi, en það er greinilegt fyrst þú sérð ekki muninn á því og sóttkví, þó á hóteli sé.

Það getur (og gat) hver sem er labbað út úr þessu hóteli ef hann vill.

Þessi samlíking er jafn röng og að segja að dómstólar séu að vinna gegn sóttvörnum, eða að þeir sem voru óánægðir með dvölina væru sérlega hættulegir svo dæmi séu tekin. Bull á öðrum kantinum réttlætir ekki bull á hinum.

ls (IP-tala skráð) 9.4.2021 kl. 21:18

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nú verð ég að vera sammála síðasta ræðumanni. Það er einfaldlega út í hött að líkja dvöl á sóttvarnahóteli við gæsluvarðhald. Þarf ekki einu sinni að útskýra það mál frekar.

Alveg magnað hvað fólk er orðið upptekið af réttindum sínum og búið að steingleyma skyldum sínum við náungann.

Fyrr má nú vera sjálfhverfan.

Kristján G. Arngrímsson, 9.4.2021 kl. 21:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það ekki skylda við náungann að brjóta ekki mannréttindi hans?

Getur veira afnumið réttarríkið?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2021 kl. 23:41

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, og Kristján.  Þakka ykkur fyrir þetta. Ég gleðst auðvitað yfir því að að þið séuð sammála, því þó að það kunni að hafa gerst áður, þykist ég vita að það hafi ekki gerst oft.

Hver er munurinn á gæsluvarðhaldi og sóttkví?

Fá ekki báðir mat? Á gæsluvarðhaldseinstaklingur ekki rétt á því að fá ferskt loft, í það minnst einu sinni á sólarhring?  Það á "sóttkvíareinstaaklingur" ekki ef ég hef skilið rétt.

"Sóttkvíareinstaklingur" getur að vísu notað tölvu og sjónvarp, sem einstaklingar í gæsluvarðhaldi eiga ekki rétt á.

Eru einhver dæmi um að einstaklingar hafi verið dæmdir í gæsluvarðhald með ungabörnum eða táningum sem eru íf fjölskyldunni?  Og að ungabörnin eða táningarnir þurfi að "deila klefa" með foreldrum sínuM?

Eins og málið var sett upp gat engin yfirgefið "gæsluvarðhaldshótelið/fangelsið" án frekari refsinga/sekta.

Alveg magnað hvaað margir eru reiðubúnir til að "yfirgefa" það að lög gildi í þjóðfélaginu.

En "fasistarnir" eru víða, sem telja að yfirvöld geti stjórnað með tilskipunum/reglugerðum/neyðarlögum.

Það fyllir mig kvíða.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2021 kl. 23:42

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta.  Get tekið undir málflutning þinn, en þvi miður virðast margir ekki þeirrar skoðunar að mannréttindi gildi lengur.

Það að einhver sé hugsnalega, líklegur til að brjóta reglugerðir nægir til að hann skuli úrskurðaður í  gæsluvarðhald.

Það að hafa brotið eitthvað af sér er ekki skilyrði refsingar lengur.

"Heykvíslarnar" skulu ráða ferðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2021 kl. 23:46

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Guðmundur, að segja sóttkvíarskylduna vera afnám réttarríkisins er nú kannski full mikið drama - að ég segi ekki bull. Hvernig væri nú að hugsa lífið út frá kannski örlítið fleiru en manns eigin réttindum? Draga hausinn útúr eigin rassgati.

Ég á satt best að segja erfitt með að trúa því að ykkur finnist í alvöru að það séu alvarleg brot á réttindum - að ég segi ekki mannréttindum - fólks að skylda það í sóttkví.

Er þetta ekki soldið mikil sjálfhverfa? Come on, take one for the team. Að einn maður dvelji fimm daga á hóteli er alvarlegra mál en að hætta á Covid-smiti aukist í samfélaginu? Í alvöru?

Eða er prinsippið mikilvægara en raunveruleikinn?

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 08:58

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég kann því miður ekki að setja myndir inn í athugasemd þannig að hérna er hlekkur á skopmynd sem nær kannski best utan um málið (eins og svo oft er það húmorinn sem nær kjarna málsins)

https://www.reddit.com/r/LeopardsAteMyFace/comments/hr51mf/i_told_him_as_an_expert_in_the_field_that_i/

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 09:10

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eftir minni bestu vitneskju snýst málið ekki um sóttkví. 

Dómurinn gerði sóttkví ekki ólöglega.

Allir þeir sem fóru með mál sitt fyrir dómara (og líklega einhverjir fleiri) fóru heim til sín og luku sinni sóttkví þar.

Um það snerist málið.

Enginn komst undan því að vera í sóttkví vegna dómsins.

Sóttkvíarskylda er enn í fullu gildi.

Einhverjir kunna að vera undanþegnir henni, en þetta mál snerist ekki um það.

En þeir sem kærðu töldu sig hafa fullgóða aðstöðu til að vera í sóttkví og á það féllst Héraðsdómur.

Viðkomandi einstaklingar fengu ekki að sleppa við sóttkví.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 13:09

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Enda er "fangelsið" núna smekkfullt af fólki sem fasísk stjórnvöld eru að brjóta mannréttindi á. 

En án gamans: þetta hlýtur að fara nærri því að vera stærsti stormur í minnsta vatnsglasi í Íslandssögunni. Kannski á endanum runnið undan rifjum lögfræðinga sem sáu þarna færi á að krækja sér í feitan tékka frá ríkinu. (Mér skilst að í USA séu svona lögfræðingar kallaðir ambulance chasers og þykja ekki merkilegur pappír). 

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 15:06

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta á í sjálfu sér lítið skylt við "sjúkrabílahlaupara", þeir sérhæfa sig í bótum, sem er ekki aðalmáliið hér.  En það er nóg af slíkum lögfræðingum á Íslandi ef ég hef skilið rétt.

Jafn sjálfsagt og það er að bjóða upp á "sóttkvíarhótel" fyrir þá sem hafa ekki samastað á Íslandi, geta ekki verið í sóttkví á heimili sínu, o.s.frv, er algerlega ónauðsynlegt og lögbrot að neyða þá sem hafa góður aðstæður til að vera í sóttkví á heimili sínu, "vista" þá gegn vilja sínum.

Það að vilja að lögum sé framfylgt er ekki stormur í vatnsglasi að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 15:15

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sko, ef sóttvarnayfirvöld telja að það dragi úr hættu á útbreiðslu smits að skylda fólk í sóttkví á fyrstaflokks hóteli, fremur en að það fari heim til sín, þá finnst mér að fólk eigi bara að taka því og sitja í þessu "fangelsi" ef það mætti verða til þess að draga úr smithættu.

Fólk ætti bara að setja sín ýtrustu réttindi til hliðar og "taka þetta á kassann" eins og einn lögfræðingur orðaði það um leið og hann sagðist ekki taka í mál að reka svona mál. Gera þannig skyldu sína við samfélagið. En nein, mín persónulegu einstaklingsréttindi eru mikilvægari. Því segi ég að þetta sé sjálfhverfa. 

Að tala um þessa skyldu sem réttindabrot og jafnvel mannréttindabrot er frekar langt seilst í "réttindabaráttunni". 

Hvort þessi hótelskylda er brot á lögum er svo auðvitað túlkunaratriði, og nú hefur einn dómari túlkað á þann veg. Hver verður afleiðingin? Að því er virðist engin, nema að það er núna að mati sóttvarnayfirvalda aðeins meiri hætta á smiti.

En það skiptir auðvitað engu ef mín réttindi eru virt. 

Var einhver að tala um snjókorn?

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 16:15

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það eigi að taka öllu því sem sóttvarnaryfirvöld segja með fyrirvara, rétt eins og öllu öðru.

Ég held reyndar að  fleiri séu að komast á þá skoðun.  Til dæmis vegna þess að sóttvarnaryfirvöld virðast telja að ásættanlegt að hundruðir frá því svæði sem smit eru útbreiddust, safnist saman og horfi á eldgos, en það sé stórhættulegt að fólk renni sér niður skíðabrekkur t.d. fyrir norðan og austan þar sem svo gott sem engin smit hafa verið.

Það hafa fáir dregið sóttkvínna í efa, en "gæsluvarðhaldið" hefur vakið upp spurningar, enda að mörgu leyti skynsamlegra að hafa þetta dreifðara.

Þegar lög eru brotin, eru það brot.

Persónulega finnst mér ummæli lögmannsins sem þú vitnar til með þeim heimskulegustu sem ég hef heyrt frá lögmanni og þarf þó nokkuð til.

Í minum huga eiga allir rétt á því að lögmaður aðstoði þá við að setja fram sín mál, ef þeir telja á sér brotið.

Viðkomandi lögmaður hefur líklega aldrei varið neiin sem hann hefur talið sekan, eða aðstoðað sekan einstakling við að minnka eða sleppa við refsingu.

Hann hefur líklega talið það "samfélagslega skyldu" sína.

Það er ekkert túlkunaratriði að ekki megi frelissvipta neinn lengur en 24 tíma, án þess að hann komi fyrir dómara.

Fyrst þú ert að tala um "snjókorn", þá útskýrir þú líklega hvaða lögvörðu réttindi "snjókorn" eru að berjast fyrir og telja sig svipt?

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 18:19

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þótt útskýringar mínar á réttindabaráttu snjókorna yrði án efa bæði lærð og skemmtileg biðst ég undan verkinu því að það yrði ekki tilað fleyta þessari umræðu hérna uppá hærra plan, eins og skáldið sagði.

Talandi um gagnrýni þá komu nokkrar hræður saman á Austurvelli í dag og mótmæltu meitum, óvísindalegum sóttvarnaðgerðum stjórnvalda. Fyrir einhverja tilviljun reyndist talsmaður mótmælendanna vera formaður í frjálshyggjufélagi.

Það læðist náttúrulega að manni sá órökstuddi grunur að andstaðan við sóttvarnaaðgerðir sé af pólitískum rótum runninn og snúist fyrst og fremst um að ekki megi setja neinar hömlur - bönn eru bönnuð.

Annars hef ég kannski haft snjókorn fyrir rangri sök:

https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/thau-eru-ad-mislesa-forrettindi-sin

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 20:30

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þér var nær að koma með "snjókornin" inn í umræðuna.  lol

Ég þekki ekki nógu mikið til umræðunnar á Íslandi til að draga stórar ályktanir þar af, þó virðist mér mun fleiri vera á hugsandi um sóttvarnarákvarðanir, en láta hug sinn í ljós.

"Umræðufasisminn" er einfaldlega á þann veg að mörgum finnst þægilegra að standa utan "umræðunnar".

Annars staðar sem ég þekki til færast hlutir meira "underground".  "Underground" klipparar, líkamsrækt, naglapússarar o.s.frv.

"Snjókornafréttn" sem þú vísar til finnst mér ekki merkileg, svona "þægilegt" bergmál af því sem "fjölmiðlar segja og því sem fjölmiðlar vilja koma á framfæri.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 20:39

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér má sjá býsna marga sem virðast ekki sammála því sem sóttvarnaryfirvöld telja nauðsynlegt.

https:https://www.akureyri.net/is/mannlif/adstaedur-eins-og-eg-myndi-velja-ur-pontunarlista

Hvort að þeir myndu síðan stíga fram og lýsa yfir vanþóknun sinni á sömu yfirvöldum er annað mál.

En þau "greiddu atkvæði með fótunum", eins og stundum er sagt.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 21:38

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér má svo lesa um hvernig standa má að málum og virða réttindi einstaklinga:

https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/fyrri-skimun-allra-farthega-norraenu-reyndist-neikvaed

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 21:57

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ef snjókornafréttin er "það sem fjölmiðlar vilja koma á framfæri" af hverju eru þá fjölmiðlarnir sem þú vitnar í ekki að koma sömu skilaboðum á framfæri?

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2021 kl. 22:09

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Hefur "RUV" verið gagnrýnt á aðgerðir stjórnvalda?

Hvar skyldu opinberar auglýsingar/auglýsingar almannavarna vera á lista yfir stærstu auglýsendur undanfarinna mánaða?

Ég setti inn hlekki á akureyri.net og ruv.is. Ruver vissulega stór partur af fjölmiðlaflórunni, enda fær stofnunin ótrúlegt forskot með skylduáskrift, það þýðir ekki að allar fréttir stofnunarinnar séu "litaðar2.

En það er virðst verða æ algengaraað einstaklingar velja að segja "könnunarfyrtirtækjum" ekki rétta skoðun sína, vegna vantrausts.

Flestir fjölmiðlar sem ég hef séð á Íslandi segja "svipaða sögu", "raunverulega lífið" í Hlíðarfjalli segir að í það minnsta hluti til aðra.

Fær það þig til að hugsa?

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2021 kl. 22:29

19 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú átt við, en mér finnst þó svolítið eins og þú sért að ýja að því að eitthvað samsæri sé í gangi. Og það fæ ég bara ekki séð, og ef það þýðir að ég er bláeygur þá bara verður að hafa það. 

Þessar þrjár fréttir sem um ræðir hérna draga ekki upp neina sérstaka mynd, sýnist mér og vekja mig ekki til neinna sérstakra hugsana. Heldurðu að auglýsingamagn hins opinbera í Rúv og öðrum miðlum hafi áhrif á fréttaflutning þessara miðla? Ef þú heldur það þá held ég að þú sért alveg úti á túni, amk. hvað varðar Rúv.

Aftur á móti held ég að Moggi muni seint gagnrýna útgerðarfyrirtæki enda er honum haldið uppi af einu slíku.

Það er einfaldlega staðreynd að Rúv er eini frjálsi fjölmiðillinn á Íslandi.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 08:05

20 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS: reyndar held ég að ég sé ekki bláeygur, þvert á móti. Ég fylgist með fréttum Rúv alla daga (of mikið, eiginlega) og hef bókstaflega áratuga reynslu af störfum við fjölmiðla þannig að ég held að ég sé í alveg sérstaklega góðri aðstöðu til að leggja mat á það hvort fréttaflutningur sé hlutlaus eður ei.

Eitt af því sem reynslan hefur kennt mér er að fjölmiðlum (fréttastofum, þ.e.) er ekki nærri því eins mikið miðstýrt og samsæriskenningasmiðir á blog.is vilja vera láta (enda hafa þeir held ég fæstir ef nokkrir reynslu af því að vinna á Íslenskum fjölmiðlum og vita þannig eiginlega lítið hvað þeir eru að tala um) heldur hefur fréttanef, reynsla og fagmennska einstakra fréttamanna og kvenna mest að segja um hvaða fréttir eru fluttar og hvernig.

Svo dæmi sé nefnt þykist ég viss um að Samherjaumfjöllun Kveiks er að langmestu leyti gerð að frumkvæði og stjórn Helga Seljan. Ritstjórn þáttarins hefur örugglega aðhaldshlutverk en t.d. stjórn Rúv hefur nákvæmlega enga aðkomu að málinu.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 08:13

21 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PPS: og svo því sé nú til haga haldið þá nær téð áratugareynsla mín af fjölmiðlastöfum m.a. til fréttastofu Rúv.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 08:19

22 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PPPS: bráðathyglisvert viðtal í Silfrinu í dag við íslenskan prófessor í Ástralíu, sem virðist vera orðin að hinu herfilegasta fasistaríki sem fremur mannréttindabrot á báða bóga. Og Ástralir elskusáttir.

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2021 kl. 11:51

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Líkingin er hárrétt. Með þessu var verið að taka fólk úr umferð til að fyrirbyggja að það bryti af sér. Forvirkt gæsluvarðhald er því góð lýsing.

En dómurinn grundvallaðist á skilgreiningunni á sóttvarnarhúsi, sem stað þar sem þeir gætu dvalist sem ekki gætu verið í sóttkví heima hjá sér. Og þar sem fólkið gæti verið í sóttkví heima hjá sér stæðist ekki að skylda það í sóttvarnarhúsið. Einfaldur og rökréttur dómur.

Þegar mikið af fólki hefur sannfært sjálft sig um að neyðarástand ríki, hvað þá þegar framkvæmdavaldið hefur líka sannfært sjálft sig um það, er enn mikilvægara en áður að þrískipting ríkisvaldsins haldi, sér í lagi að dómsvaldið haldi sjálfstæði sínu og láti ekki háværar kröfur um að vikið sé frá lögum og rétti hafa áhrif á sig. Þessa skyldu rækt héraðsdómur með prýði í þessu máli.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2021 kl. 15:34

24 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi eða átrúandi "stórra samsæriskenning", er það heldur ekki nú.

Það þýðir ekki að ég trúi á óskorað hlutleysi fjölmiðla eða þeirra sem þar starfa, þó að ég efist ekki um að margir reyni svo eftir fremsta megni.

En dæmin um hið gagnstæða hafa vissulega komið fram.

En ég myndi telja fráleitt að halda því fram að stjórn RUV sé eitthvað að væbblast í slíku, enda þarf ekki nema að skoða hvernig hún er samsett til að sannfærast um sð slíkur málflutningur er hæpinn, svo vægt sé til orða tekið.

Hins vegar eru "lekar" þess eðlis að hagsmunir búa þar að baki, en það er önnur saga.

Svo getur það verið allt annað hvort að umfjöllun er vel "balanseruð", hvernig val og hlutfall viðmælenda er o.s.frv.

Ég hlustaði á viðtalið frá Ástralíu og þótti ekki sérstaklega mikið til koma.

En hvorki Ástralíu né Nýja Sjáland hafa verið "veirufrí", að ég best veit og engin dagur án smita í April.

En því þarf að taka með fyrirvara, vegna þess að ég hef ekki séð upplýsingar sem sundurgreina smit "innanlands" frá smitum "á landamærum" frá þessum löndum.

En í rauninni er engin ástæða til að telja smit á landamærum til nýgengis eins og gert er víðast hvar, þar með talið á Íslandi held ég.

Því þau eru í raun "smit í öðru landi", sem ætti ekki að skapa hættu þar sem það hefur uppgötvast á landamærunum.

En ég tók eftir því að í Ástralíu hefur verið tekið jafn hart á ferðalögum milli fylkja. 

Líklega væri best að banna "slöttólfum" eins og þér og Þorsteini, sem búið í pestarbælinu á S-A-horninu, að vera að fara út á land.  Þá gætu þeir sem búa á t.d. Norður og Austurlandi strokið um nokkuð frjálst höfuð.

Gæslu á Holtavörðuheiðina og Austan við Hornafjörð. Og hólfa af Vestfirðina líka.

En auðvitað gæti hið opinbera splæst í sóttvarnarhótel

(Rétt að taka fram að það er engin ástæða til þess að taka þessu sem alvarlegri tillögu lol).

En það er heldur ekki svo að það hafi ekki verið mótmælt duglega í Ástralíu og hafa hundruðir einstaklinga verið handteknir.

Þannig að það er eitthvað misjafnt þar, rétt eins og annarsstaðar hvort að Ástralir eru "elskusáttir".

En þar var hart gengið fram og fjöldi einstaklinga sem komst ekki heim til sín.

Mörgum finnst slíkt alvarlegt og jafnvel brot á Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en líklega ættu þessir einstaklingar "bara að taka þetta á kassann".

Mannréttindi eru í eittvað sem þarf að hugsa um, hvað þá lög, ekki þegar veiran er annars vegar?

https://www.france24.com/en/asia-pacific/20210406-stranded-abroad-australians-lodge-un-petition-against-govt-for-right-to-return-home

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2021 kl. 20:51

25 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má bæta því við hér að notkun mín á forvirku gæsluvarðhaldi, er í raun ekkert flóknara en þýðing mín á "protective custody", úr Enskunni.

Í Þýskalandi um miðbik fjórða áratugarins varð til hugtakið "Schutzhaft", þar var ekki krafist dómsúrkurðar, ekki heldur gert ráð fyrir því eftir því sem ég best þekki til að hægt væri að krefjast þess að koma fyrir dómara.

Engin lögmaður var reiðubúin til að aðstoða, þeir sem urðu fyrir slíkum úrskurði, urðu einfaldlega "að  taka hann á kassann".

Það er það sem gerist ef lög eru aftengd, nú eða réttindi einstaklinga.

G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2021 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband