20.3.2021 | 13:48
Ein gata - 64 myndir
"Heimsfaraldurinn" hefur haft margvísleg áhrif. Víða hafa lokanir verið strangar og bitnað hvað harðast á smáum sérverslunum, veitingahúsum, litlum þjónustuaðilum og þeim sem hjá þeim starfa.
Hér má sjá seríu 64. mynda sem allar eru nýlega teknar á Queen Street í Toronto.
Samtök sjálfstæðra Kanadískra fyrirtækiseigenda segir ástandið svart á meðal félagsmanna sinn og að einn af hverjum 6 þeirra séu í óvissu um hvort að fyrirtæki sitt lifi af.
Það er fjöldi upp á u.þ.b. 181.000 fyrirtæki sem gætu lokað, sem hefði í för með sér atvinnumissi fyrir allt að 2.4, milljónir einstaklinga.
Ef svo illa færi, bættist sá fjöldi við þau 58.000, fyrirtæki sem lokuðu á árinu 2020. En talað er um að í meðalári verða u.þ.b. 7000 fyrirtæki í landinu gjaldþrota.
Það virðist því margt benda til að smærri fyrirtæki, sérstaklega í verslunar- og þjónustugeiranum, og starfsfólk þeirra, fari áberandi verst út úr lokunaraðgerðum stórnvalda um víða veröld.
Stórfyrirtæki og keðjur virðast almennt komast betur frá aðgerðunum, svo ekki sé minnst á opinber fyrirtæki.
Ef til vill eru aðgerðir frekar sniðnar að stærri fyrirtækjum og/eða að þau eiga auðveldar með að uppfylla þau skilyrði og skila upplýsingum og umsóknum um styrki til hins opinbera.
Það eru því sjáanleg merki um að flóra fyrirtækja verði mun fátæklegri og einhæfari þegar aðgerðum stjórnvala linnir, hvenær sem það verður.
Ég á ekki pening fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ljósmyndun, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Athyglisvert orðaval - "aðgerðir stjórnvalda". Það er semsé "hið opinbera" sem er að ganga af öllum þessum fyrirtækjum dauðum.
Áttu við að þetta séu tilefnislausar aðgerðir? Hefði mátt sleppa þeim og þá hefði allt haldið áfram í blóma?
Ertu ekki að gleyma dotlu?
Kristján G. Arngrímsson, 20.3.2021 kl. 21:10
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað má alltaf deila um orðalag.
En aðgerðir stjórnvalda skipta meginmáli. Er hættulegra að kaupa föt í fataverslunum, en Costco eða Walmart? Svo það sé yfirfært upp á Íslenskar aðsætður má spyrja hvort að hættulegra sé að versla föt í t.d. 17, en Hagkaup?
Samt er staðreyndin að víða um lönd hafa sérverslanir neyðst (eða verið neyddar til að loka) en stór "magasín" sem selja sömu vörur en jafnframt matvörur verið opnar.
Sem betur fer hafa stjórnvöld t.d í Ontario séð að sér og nú er öllum verslunum leyft að hafa opið. Þó er munur á, t.d. mega sérverslanir eingöngu hleypa inn 25% af leyfðum hámarksfjölda inn í einu.
Matvöruverslanir (þar á meðal "allsherjarverslanir" s.s. Costco og Walmart) og lyfjaverslanir mega hins vegar hleypa inn 50% af leyfðum hámarksfjölda.
Persónulega finnst mér það mikið skynsamlegra viðhorf. Vissulega dregið úr þeim fjölda sem getur verið í verslunum, en öllum leyft að vera opnum.
Aðgerðir stjórnvalda (er einhver annar sem stendur fyrir þeim?), verða að stjórnast af skynsemi og jafnræðisreglu, í það minnsta að minni skoðun, en vissulega kunna að vera skiptar skoðanir um slíkt.
G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2021 kl. 22:38
Einhver orðaði það þannig að ástandið núna væri að valda mestu tilfærzlu auðs frá lág og miðstátt til þeirra ofurríku frá upphafi mannkyns.
Og það stenst nánari skoðun.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.3.2021 kl. 07:11
Ásgrímur, það er ekki nóg að fullyrða bara að það sem þú heldur fram standist nánari skoðun, þú verður að útskýra það og sýna fram á þessa nánari skoðun. Annars er hægt að svara fullyrðingu þinni með annarri fullyrðingu og ef hvorug er rökstudd og útskýrð eru þær alveg jafn trúlegar báðar.
Tómas, hvort einhver annar en stjórnvöld stendur fyrir sóttvörnum, tja, þá virðist nú sem meirihluti Íslendinga sé fylgjandi jafnvel hertari aðgerðum en stjórnvöld, þannig að það má nú alveg deila um þetta atriði. En ég skal ekki segja um Kanadani.
Kristján G. Arngrímsson, 21.3.2021 kl. 08:43
Gildir ekki hagkvæmni stærðarinnar þarna eins og í íslenskum sjávarútvegi? Eru þessi störf merkilegri en störf í fiskvinnslu?
ls (IP-tala skráð) 21.3.2021 kl. 10:27
Það er erfitt að finna einn tiltekinn sökudólg. Hér er um vítahring að ræða, ótti almennings drífur áfram aðgerðir stjórnvalda og aðgerðirnar sjálfar drífa svo aftur óttann. Stjórnvöld sem ekki hafa brugðist við óttanum með lokunum og þvíumlíku sitja gjarna undir gríðarmikilli gagnrýni.
Svo virðist litlu breyta þótt pestin réni, bólusetningar fari á fullt og rökin fyrir áframhaldandi aðgerðum verði því sífellt fátæklegri. Jafnvel fremur eins og því minni ástæða sem er til aðgerða, þeim mun ofsafyllri verði þær. Þetta held ég að sé skýr vísbending um að vítahringurinn er drifinn áfram af einhvers konar hópsálsýki samfara algerri vangetu til að sjá samhengi hlutanna og þar með afleiðingar aðgerðanna.
Svo lengi sem þessi sálsýki varir breytir engu hvað gerist í raunveruleikanum. Við höldum áfram að grafa okkur þessa gröf, eins og læmingjarnir þegar þeir hlaupa þúsundum saman í sjóinn og drukkna.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2021 kl. 16:30
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Það er rétt að flest bendir til þess að þeir sem verra eru settir fyrir, hvort sem viðmiðið er innan einstakra landa eða á milli landa, verði fyrir meira áfalli efmahagslega.
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er í raun enn of snemmt að fella endanlegan dóm, en það er enginn skortur á greinum í blöðum, tímaritum, vefsíðum o.s.frv. um hvenig fátækari ríki og efnaminni hópar þjóðfélaga fari verr út úr "kófinu" efnahagslega og jafnvel líkamlega. Þú þarft ekki að leita lengra en greinina sem upphaflega færslan er hengd við.
Enga grein hef ég séð sem heldur hinu gagnstæða fram.
Eins og oft áður er Hr. Google traustur vinur og það er ekki flókið fyrir þig að efna niður í eina leit.
Það getur meira en verið að meirihluti Íslendinga sé hlynntur aðgerðum yfirvalda, svona á heildina litið. Það þýðir þá að þeir standa að baki þeim en ekki fyrir þeim.
@ls, þakka þér fyrir þetta. Ég er alls ekki að halda því fram að störf í litlum verslunum eða þjónustufyrirtækjum séu merkilegri en önnur störf, né heldur tala ég gegn samkeppni í verslun, eða því að banna eigi "súpermarkaði" eða "allaherjarverslanir".
Ég held einnig að flestir eigendur (og mikið af starfsfólki) hafi ekki verið á móti því að þar giltu fjöldatakmarkanir, eins og t.d. hefur nú verið ákveðiið í Ontario ao þar megi 25% af hámarksfjölda vera inni. Í stóru verslunum má hins vegar vera 50% af hámkarksfjölda.
Þeim mun hef ég ekki heyrt neinn mótmæla.
Á hinn veginn voru gríðarlega margir ósáttir þegar littlu verslunum var gert að loka alveg en stóru verslanirnar gætu verið opnar.
Það er þá sem spurningin hvort að það sé á einhvern hátt hættulegra að kaupa t.d. glös í lítilli sérverslun (með 25% fjöldatakmörkunum) en að kaupa þau í "allaherjarverslun" (þar sem gidlir 50% fjöldatakmörkun)?
Það eru margir sem finna ekki rök fyrir fyrri lokunum, en eru sáttir nú. Þó kom breytingin of seint fyrir marga.
Þetta er eingöngu saga af littlum hluta heimsins. En þetta er ekki spurning um stærðarhagkvæmni, heldur hvort hví einum er bannað að hafa opið en öðrum ekki. "Kvótinn" á leyfilegt hlutfall (svo haldið sé líkingamáli svið sjávarútveg) er heldur ekki það sem flestir deila um, heldur nauðsynina að loka alveg.
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Aðgerðirnar eru stjórnvalda. Auðvitað verða þau fyrir þrýstingi frá ótal aðilum. Það er eðlilegt. En aðgerðirnar eru stjórnvalda, jafnt í formi lokana, takmarkana, eða fjárstuðnings.
G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2021 kl. 19:37
Aðgerðirnar eru stjórnvalda, segirðu tvisvar og með alvöruþunga. Væntanlega er þá undirskilið að ábyrgðin sé líka stjórnvalda.
En ekki hvað? Eru ekki stjórnvöld til þess gerð að grípa til aðgerða, nú eða ekki? Varla gæti nokkur annar ákveðið t.d. að verslanir skuli loka.
Og á hinn bóginn - aðgerðaleysi væri líka stjórnvalda, og ábyrgðin á því sömuleiðis.
Blasir svo auðvitað við að margumrædd stjórnvöld starfa í umboði almennings, ekki satt? Þannig að á endanum eru aðgerðirnar almennings, svona strangt til tekið. (Nema kannski helst í Pútínlandi, en ég veit það þó ekki til að fullyrða).
Kristján G. Arngrímsson, 22.3.2021 kl. 11:53
Vissulega eru aðgerðirnar stjórnvalda. Ef aðgerðirnar gerðu meira gagn en tjón væri væntanlega enginn að velta fyrir sér ábyrgðinni á þeim. En það er að koma sífellt betur í ljós hversu gríðarlegt tjónið er og hversu sáralítil, ef nokkur, gagnsemin er. Allar lokanirnar innan samfélaga skila einfaldlega engum árangri við að hefta útbreiðslu pestarinnar. Það eina sem skilar árangri er einangrun samfélaga og mjög ítarleg rakning á smitum hjálpar til. En afleiðingarnar eru líka geigvænlegar.
Ábyrgðin? Liggur hún ekki í rauninni á endanum í því kerfi sem við höfum? Stjórnmálamenn starfa í umboði almennings. Þrýstingurinn á aðgerðir kemur frá almenningi. Stjórnmálamönnum er umhugað um að halda völdum. Þeir verða því að gera eitthvað frekar en ekki neitt, því þeir sem gera ekki neitt fá að finna fyrir því. Þeir gera því eitthvað og verða um leið að sýna að þeir trúi á það sem þeir gera. Það gera þeir með því að reka áróður fyrir nauðsyn þess, og áróðurinn magnar aftur upp óttann hjá almenningi. Það er ekki hægt að benda á einhvern tiltekinn sökudólg. Þetta er vítahringur og hann á sér rót í tilteknu kerfi sem virkar á tiltekinn hátt.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2021 kl. 13:26
Varla er þetta kerfi sjálfsprottið og með sjálfstæðan vilja. Er þetta ekki bara ósköp venjulegt lýðræði?
Kristján G. Arngrímsson, 22.3.2021 kl. 16:14
Akkúrat. Venjulegt lýðræði. En hver er forsendan sem þarf að vera til staðar til að venjulegt lýðræði rati ekki í svona ógöngur? Eða, með öðrum orðum, hvað er steinninn sem kerfið steytir á? Hvar er Valli?
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2021 kl. 19:32
Do tell ...
Kristján G. Arngrímsson, 22.3.2021 kl. 20:25
Já, hvar er Valli?
Ég held, í einfeldni minni kannski, að til að lýðræði virki í raun þurfi fólk að vera bærilega upplýst og hafi getu og vilja til að hugsa sjálfstætt. Auk þess held ég að miklu skipti að almenningur standi vörð um grundvallarréttindi sín. Ef þetta vantar getur lýðræðið auðveldlega breyst í skrílræði, auðræði eða blöndu af þessu tvennu.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2021 kl. 23:40
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Samspil stjórnvalda og almennings er nú reyndar dulítið flóknara en þetta.
Almenningur kýs ekki ráðherra, það gera í raun alþingismenn sem afutr eru kosnir af þjóðinni. En reyndar hafa stjórnvöld verið gagnrýnd (að mörgu leyti réttilegar, að mínu mati), fyrir að hafa haldið þeim sem eru kosnir beinni kosningu af almenningi (Alþingi) frá umræðu og ákvarðanatöku.
Þú lýtur þá líklega svo á að almenningur standi fyrir rýmkunum á landamærunum (sem ákveðin eru 1. maí) og "litakóðanum"?
Þó eru vissulega skiptar skoðanir um þær aðgerðir, en ég ætla ekkert að fullyrða um hvað stór hluti kjósenda eru með eða á móti.
En almenningur kýs sér vissulega fulltrúa á (oftast nær) 4. ára fresti. Eftir þær kosningar eru alþingismenn (hvað þá ráðherrar) á engan hátt bundnir vilja kjósenda, eða því sem þeir lofuðu til að ná kosningu, ´né heldur þeim flokki sem þeir voru kosnir fyrir.
Þeir eru eingöngu bundnir samvisku sinni.
En ef þetta er stærsta mál samtímans og allur almenningur stendur að baki aðgerðum stjórnvalda hlýtur að blasa við að ríkisstjórnarflokkarnir vinna yfirburðasigur í haust.
Þó er eitthvað sem segir mér að svo fari ekki, enda að sjálfsögðu ótal önnur mál sem munu hafa áhrif, og svo að ég held að ánægja með aðgerðir stjórnvalda sé hvorki jafn mikil eða almenn og margir halda.
En það er vissulega alltof snemmt að spá af einhverri alvöru um úrslit kosninganna.
G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2021 kl. 02:04
Þorsteinn, hvað eigum við að gera ef þessum skilyrðum sem þú setur er ekki fullnægt? Taka Pútín á þetta?
En það sem gerir okkur erfitt fyrir er að það er líklega ekki einhugur um hvað það merkir að hafa getu til að hugsa sjálfstætt. (Bendi á að það getur alveg verið sjálfstæð og ígrunduð ákvörðun að hlýða Víði).
Ég hugsa að flest fólk telji sig skynsamt og sjálfstætt í hugsun. Eigum við að hafna því?
Tommi, það er ágætt að fá kosningar í haust. En heldurðu að þótt einhverjir aðrir komist að kjötkötlunum muni þeir haga "vírusvörnum" öðru vísi en nú er?
(Eins og ég hef nefnt á öðrum vettvangi er útlit fyrir að Framsókn ætli að taka þetta!)
Kristján G. Arngrímsson, 23.3.2021 kl. 10:12
Ég hef ekki lausnina á göllum lýðræðisins þótt ég leyfi mér að benda á forsendur þess að það virki almennilega, því miður. Menntakerfið er til þess hugsað að tryggja sem best að forsendurnar séu til staðar.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2021 kl. 13:43
Áttu við að ef forsendurnar eru ekki til staðar þá hafi menntakerfið brugðist? Ef þú átt við það, þá ertu væntanlega búinn að finna steininn sem kerfið steytir á, ekki satt?
Kristján G. Arngrímsson, 23.3.2021 kl. 16:29
Menntakerfinu er ætlað að tryggja að forsendurnar séu til staðar. Séu þær ekki til staðar getur tvennt komið til. Annars vegar að menntakerfið hafi brugðist. Hins vegar að óraunsætt sé að ætla menntakerfinu að tryggja þetta - þ.e. að gott menntakerfi sé ekki nægjanleg forsenda. Sé raunin hins vegar sú að kerfið hafi brugðist þarf að komast að því hvers vegna það er. Ég er því ekki viss um að steinninn sem kerfið steytir á sé fundinn. Á endanum gætum við komist að því að mannleg náttúra sé einfaldlega svo ófullkomin að alvöru, virkt lýðræðissamfélag sé draumsýn fremur en raunhæfur möguleiki.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2021 kl. 18:52
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Kosningar eru réttilega á dagskrá í haust. Enda rétt og æskilegt að kjósa á 4ja ára fresti eins og kveðið er á um.
Eins og staðan er nú, myndi ég álykta að ef núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndi hryggjarstykkið í komandi ríkisstjórn verði hert á sóttvarnaraðgerðum. Þeir tala á þann veg nú.
Svo gæti Kári farið í framboð fyrir Sósíalistaflokkinn og sópað að honum atkvæðum, myndi almenningur ekki flykkja sér að baki honum?
Ekki myndi draga úr lokunum við það lol.
En svo er eins víst að úrslit kosninganna fari þó nokkuð eftir hver gangur og framþróun verður í bólusetningum.
En það er t.d. ein af aðgerðum stjórnvalda sem ég efast um að almenningur/kjósendur telji að sé á sína ábyrgð eða þeir standi fyrir eða séu sammála um framkvæmdina á.
En hve stuðningurinn er raunverulega við bólusetningaraðgerðir og framkvæmd hennar er eitthvað sem ég get ekkert fullyrt um.
G. Tómas Gunnarsson, 24.3.2021 kl. 13:55
Eitthvað er það nú skringilegur sósíalistaflokkur sem er leiddur af kapítalistum og þýjum þeirra.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2021 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.