Eðlilegt

Það verður að teljast eðlilegt að Alcan velti þeim möguleika fyrir sér að flytja álver sitt úr Hafnarfirði.  Fyrirtæki vilja jú undir flestum kringumstæðum starfa þar sem íbúarnir eru sáttir við að viðkomandi fyrirtæki sé.

Því virðist ekki að heilsa nú um stundir í Hafnarfirði.

Mér þætti ekki ólíklegt að þetta mál eigi eftir að verða Samfylkingunni afar erfitt í næstu bæjarstórnarkosningum í Hafnarfirði, gæti trúað því að þetta yrði til að fella meirihluta þeirra.

Ef álverið ákveður að flytja úr Hafnarfirði þurfa starfsmenn auðvitað að leita sér að nýrri vinnu og það mætti segja mér að það sama gilti um einhverja af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar.

En þeir liggja líklega undir feldi þessa dagana og reyna að finna "eitthvað annað".


mbl.is Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé hræðslupólitík af sama meiði og þegar Alcan lýsti því yfir hér um daginn að þeir þyrftu að losa sig við starfsemi sína á Íslandi ef ekki yrði af stækkuninni.

Einnig má túlka niðurstöður kosninganna á marga vegu. Sumir á þann veg að fólk væri á móti stækkuninni fremur en fyrirtækinu í heild sinni.

Annars skil ég ekki af hverju þetta þarf alltaf að snúast um Álver. Það er þverpólitísk samstaða um að hátækni- og ferðaiðnaðurinn (svo gamlar tuggur séu notaðar) standi styrkum fótum í íslensku atvinnulífi og að fjölmörg tækifæri liggi þar á bæ ef áhugi er fyrir hendi. En alltaf er það blessað álið.

Sigurður Arent (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband