19.3.2021 | 02:19
Stórhættulegir bólusettir ferðamenn, en "litakóði" í lagi?
Það er býsna merkilegt að fylgjast með umræðum um hvort að óhætt sé að hleypa bólusettum einstaklingum sem koma utan Schenge svæðisins inn til Íslands.
Það er rétt að hafa í hyggju að eingöngu er að ræða um bóluefni sem hafa hlotið samþykki innan Evrópusambandsins sem Ísland hefur ákveðið að tengja sig við, sem vissulega væri þarft að ræða.
Skyldu þingmenn eins og t.d. Guðmundur Andri, telja að bólusettur einstaklingur frá Bretlandi sé hættulegri en bólusettur einstaklingur frá Belgíu?
Er bólusettur Íri hættulegri en bólusettur Lithái?
Er það ekki bólusetninging sem skiptir máli fremur en búsetan?
Hins vegar er sú ákvörðun að leyfa íbúum á Scengen svæðinu að koma til Íslands byggt á "litakóðum" skiljanleg, en þó mikið umdeilanlegri.
En þá bregður svo við að stór hluti stjórnarandstöðunnar lætur sig það littlu skipta, enda í raun verið að framselja vald til að ákvaða hverjir geti komið til Íslands í hendur stofnunar Evrópusambandsins.
Og í mörgum flokkum stjórnarandstöðunnar þykir ekki tilhlýðilegt að tala á móti slíku fyrirkomulagi.
Þannig blandast saman pólítík og sóttvarnir, þó að flestir reyni að klæða slíkt í "vísindalegan búning".
Það er hins vegar flestum ljóst að "litakóðinn" byggir á hæpnum grunni, enda ekki til nein ein aðferð sem notuð er til skrásetningar á þeim tölum sem hann byggir á.
Skimanir eru mis víðtækar, og "áreiðanleiki" heilbrigðiskerfa einnig.
En allir vilja trúa vísindamönnunum, bara ekki nauðsynlega þeim sömu, enda skoðanir þar skiptar eins og víða annars staðar.
En það styttist vissulega í kosningar.
P.S. Hér má hlusta á viðtal við Guðmund Andra á Bylgjunni um málið. Þar hamrar hann enn á því vafasamt sé að hleypa einstaklinum utan Schengen svæðisins til Íslands, en ekkert er talað um "litakóðann" væntanlega.
Þar er haft eftir Guðmundi Andra í fyrirsögn, að hann vilji að "Þórálfur" ráði þessu. Ég ætla ekki að dæma um hvort að þar er um "Freudian slip" að ræða hjá þeim Bylgjumönnum.
Brot á sóttvarnalögum eða eðlileg ráðstöfun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
Athugasemdir
Þetta litakóða-kerfi er bara afrakstur einhvers föndurs. Slíkt á allt uppruna sinn af leikskólum, en á slíkum stofnunum er einmitt að finna fólk á sama þroska-leveli og ráðamenn landsins.
Því miður.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2021 kl. 05:53
Mig minnir að það hafi verið Már á Landspítalanum sem sagði að bólusetning væri bólusetning og vottorð vottorð og engu skipti hvaðan í heiminum þetta væri. Það er held ég hin "vísindalega" afstaða.
Held líka að litakóðakerfið hafi ekki verið frá Þórálfi (er hann skyldur Gandálfi?) komið heldur Svandísi að undirlagi ferðamannaiðnaðarins.
Kristján G. Arngrímsson, 21.3.2021 kl. 08:46
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Að ég best veit er "litakóðinn" upprunnin frá stofnun "Sambandsins" um heilbrigði sem ég man ekki nafnið á í svipinn.
Ekkert verra en hvað annað, en ekkert betra eða áreiðanlegra en aðildarþjóðirnar gefa upp og er sett í formúluna.
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég held að flestir skynsamir menn sjái að bólusetning er bólusetning sama hvar hún á sér stað, séu notuð sömu efnin.
"Þórálfur" tók það samt fram að ekki hefði verið haft samráð við hann þegar ákveðið var að opna fyrir bólusetningar "3ju" landa.
Hann sá heldur ekkert athugavert við að bólusetningarvottorð frá Bandaríkjunum væru ekki gild, í viðtali fyrir fáum vikum. Þar var um að ræða bóluefni frá Moderna sem er viðurkennt og notað á Íslandi.
Vísindin rist ekki dýpra en það, enda virðist "Þórálfur" ógjarna vilja víkja frá þeim "tölvupóstum" sem hann fær frá "Sóttvörnum Sambandsins" eða WHO, nema þá til að vera strangari, það er alla vegna sú tilfinning sem ég fæ, þegar ég hef hlustað á það sem hann hefur sagt.
"Litakóðakerfið" er svo aftur komið frá "Sambandinu" að ég tel, en Íslendingum ber í sjálfu sér ekki skylda, að ég tel, til að fara eftir því.
G. Tómas Gunnarsson, 21.3.2021 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.