18.7.2006 | 19:02
Flutt
Og þá erum við flutt að Bjórá. Enn sem komið er kemur þó bloggið ekki þaðan, heldur sit ég hér í auðri íbúðinni og hamra á lyklaborðið. Enn er ekki búið að ganga frá sjónvarps og internetmálum að Bjórá, en það verður vonandi í vikunni. Það er auðvitað stór spurning hvað öflugan internetpakka verðu splæst í og ekki stíður hvað stóran sjónvarpspakka á að kaupa. Símamálin bíða reyndar líka úrlausnar og er vonin bundin við að þetta verði allt saman leyst í einum pakka.
En þetta gekk allt vel fyrir sig. Leigðum bíl frá U-Haul og var farið með allt í einni ferð, ja nema alls kyns smádót sem farið var með á fjölskyldubílnum. Laugardagurinn var að vísu heitur, rétt um 30 stig, og jafngilti víst um 35 stigum með rakanum, þeir "köldu" komu sér því vel.
En á sunnudag og mánudag brast svo á með 35 stiga hita sem jafngilti 43 stigum með rakanum, þannig að við gátum þakkað okkur sæla fyrir að hafa flutt á laugardeginum. Svona fær maður alltaf litla hluti til að gleðjast yfir.
En ég reyni að bæta úr þessum bloggskorti á næstu dögum......
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.