Miðlar og "sníkjulíf".

Það er mikið rætt um alls kyns miðla og svo aftur málfrelsi þessi misserin.  Það er vel enda báðir hlutirnir mikilvægir í nútíma samfélagi.

Og oftast eiga þessir hlutir samelið, góðir miðlar og málfrelsi.

Nú er býsna merkilegt mál í Ástralíu, en þar hefur Facebook ákveðið að loka fyrir þann möguleika notenda sinna að "deila" fréttum, frekar en að greiða fjölmiðlum fyrir notkunina. 

En ákvæði um slíkar greiðslur er að finna í frumvarpi sem Ástralska ríkisstjórnin beitir sér fyrir.

En megn óánægja er yfir þvía að "deilimöguleikinn" hafi verið aftengdur.

En er ekki eðlilegt að fyrirtækið velji á milli að greiða fyrir "deilingu" eða að loka möguleikanum?

Er í raun ekki aðeins um þessa tvo möguleika að ræða?

Er ekki eins og þegar Twitter lokaði á Trump, aðeins um ákvörðun einkafyrirtækisins að ræða?

Eiga notendur Facebook, sem þeir greiða ekkert fyrir, einhverj heimtingu á því að geta "deilt" fréttum?

En auðvitað er eðlilegt að fjölmiðlum sé ekki sama hvernig efni þeirra er dreift og hver dreifir því og eðlilega finnst þeim erfitt að sjá aðra selja auglýsingar út á þeirra efni.

En "sníkjulífið" er að hluta gagnkvæmt, því þeir eru orðnir ófáir dálksentrimetrarnir sem fjölmiðlar skrifa upp eftir samfélagsmiðlum, t.d. Facebook.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessu máli vindur fram og hvernig málin þróast, ekki eingöngu í Ástralíu heldur um heim allan.

En það er reyndar þarft að ræða hvernig meta eigi höfundarrétt fjölmiðla.  Það er ótrúlega algengt finnst mér t.d. á Íslenskum fjölmiðlum að þeir "endursegi" fréttir úr öðrum Íslenskum fjölmiðlum, með ótrúlega littlum breytingum.

Þannig hef ég t.d., sem er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu, oft getað lesið nokkuð ítarlega endursögn á frétt eða grein úr Morgunblaðinu í öðrum fjölmiðlum.

Er það rökrétt?

Stundum hef ég lesið fréttir þar sem ég fæ það á tilfinninguna að sé nokkurn veginn "copy/paste" úr öðrum Íslenskum miðlum, sem hafa þó þýtt fréttina úr erlendum miðli.

Allt þetta tengist þetta vaxandi erfiðleikum fjölmiðla að afla sér tekna, t.d. með áskrifum.  Það er erfitt að "selja fréttir" ef aðrir aðilar "endursegja" þær ókeypis.

Stundum draga slíkar "endursagnir" án efa athygli að upphaflegu fréttinni en allt slíkt er erfitt að meta, sama gildir um "deilingar" á samfélagsmiðlum.

 


mbl.is Fréttabann á Facebook í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband