Demókratar glutruðu niður gullnu tækifæri

Þó að ég hafi ekki haft eins mikinn tíma og ég vildi til að fylgjast með réttarhöldum Bandarísku Öldungadeildarinnar yfir Donald Trump, þá var það sem ég sá á margan hátt athyglisvert.

Stærsta ályktunin sem ég dreg af þessum réttarhöldum er að Demókratar glutruðu niður gullnu tækifæri.

Þeir hefðu aldrei átt að efna til réttarhaldanna.

Þeir eru nýbúnir að vinna forsetakosningar, hafa meirihluta í bæði Fulltrúa- og Öldungadeild þegar það er nauðsynlegt.

Þeir hefðu getað staðið keikir og sagt, við vitum að hann er sekur (sem ég er þó ekki sammála), við getum líklega fengið hann dæmdan (sem var aldrei líklegt), en í þágu sátta og sameiningu þjóðarinnar höfum við ákveðið að ákæra ekki.

Þeir hefðu staðið uppi sem "hinir sáttfúsu", þeir sem vilja sameina þjóðina að baki Biden.

En þeir gátu ekki stillt sig.

Og í "leðjuslagnum" fengu þeir líklega á sig jafn mikið ef ekki meira af aurnum en DJ Trump.

Þeir gáfu Trump og lögfræðingum hans risa púlt til að sýna hvernig stjórnmálumræðan hefur verið undanfarin ár.

Hvernig Demókratar véfengdu kosningarnar 2016 og hvernig þeir höguðu sér við talningu atkvæða kjörmanna í janúar 2017.  Hvernig þeir marglýstu því yfir að kosningunum 2016 hefði verið "stolið".

Þess utan að það fór, eins og flestir gerðu ráð fyrir, að sakfelling náðist ekki og Trump gekk í raun saklaus frá réttarhöldunum.

En "skotgrafirnar" eru líklega dýpri en áður, ef til vill var það tilgangur einhverra aðila, um slíkt er erfitt að fullyrða.

En Demókratar töpuðu réttarhöldunum.

Þeir komu til þeirra uppfullir af heift, hefnigirni og hræsni.

Þeir settu DJ Trump enn einu sinni í sviðsljósitð (þar sem hann þrífst hvað best).

Þeir misstu af gullnu tækifæri til að taka "the high road".

Í staðinn stukku þeir í foraðið og voru "baðaðir í þvi".

Ég hugsa að Biden hefði getað óskað sér betra upphafs á forsetatíð sinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband