29.1.2021 | 16:57
Borgaði "Sambandið" ekki allan "bóluefnareikninginn" frá Astra/Zeneca?
Það hefur verið dulítið skrýtið að fylgjast með heiftarlegri deilu Evrópusambandsins og lyfjaframleiðands Astra/Zeneca.
Ég ætla mér ekki að skera úr um þá deilu, eða að túlka samninginn öðrum hvorum aðilanum í hag.
Líklega verður her lögfræðinga í því verkefni.
Mér finnst þó athyglisverðar greinar samningsins vera t.d. liðir 1.9, 5. og 7. En býsna mikið af lið 7. í samningum er skyggt, en þar er fjallað um greiðslur.
En umræða um fragöngu "Sambandsins" hvað varðar bóluefni vekur upp margar spurningar, sem margar hverjar setja það ekki í jákvætt ljós.
Víða hefur verið fullyrt að lagt hafi verið meiri áhersla á verð en nokkuð annað, en jafnframt hafi þurft að gæta "jafnvægis" á milli Þýskra og Franskra framleiðenda!!
En frétt á Evrópsku síðu Politico vakti vissulega athygli mína. Þar segir ma.a.:
"EU officials were angered after AstraZeneca CEO Pascal Soriot disclosed a number of conditional parts of the contract in an interview Tuesday with La Repubblica.
EU officials then confirmed on Wednesday that the Commission agreed to give the company a 336 million down payment to secure manufacturing capacity for the 27 EU member states. But a significant portion of that sum hasn't been paid out."
Líklega verður stál í stál á milli aðila um all nokkra hríð, hvernig allt endar byggist líklega ekki síst á hvaða skilgreining á "best effort" verður ofan á.
En persónulega fæ ég það á tilfinninguna að Evrópusambandið sé að reyna að koma "sökudólgshlutverkinu", sem það situr uppi með, yfir á AstraZeneca.
Samþykkja bóluefni AstraZeneca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.