"Nýting" atkvæða skiptir sömuleiðis miklu máli. "Nýtingin" skapar núverandi borgarstjórnarmeirilhluta

Það er erfitt að búa til kosningakerfi sem býður ekki stundum upp á skringilegar niðurstöður, það er svo margt sem getur ráðið úrslitum.

Eftir því sem fleiri flokkar bjóða fram, aukast líkur á því að atkvæði falli "dauð".  Það þarf ekki einu sinni að koma til "þröskuldur" eða lágmark.

Þannig féllu á milli 5 og 6% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum "dauð", það er að segja að þau féllu á flokka sem náðu ekki borgarfulltrúa.

En það skiptir ekki síður máli að atkvæðin "nýtist" vel.  Þannig getur stundum munað 1. atkvæði, hvort að flokkur fær (víðbótar) fulltrúa eða ekki.

Þannig er það "nýtingin" sem raun skapar núverandi borgarstjórnarmeirihluta.

Núverandi meirihluti er með minnihluta greiddra atkvæða, en það þarf ekki að vera óeðlilegt ef nokkur hluti fellur "dauður".

En meirihlutinn hefur færri greidd atkvæði að baki sér, en fulltrúar minnihlutans hafa.  Þar kemur "nýtingin" til sögunnar.

Meirihlutaflokkarnir hafa samtals 27.328 atkvæði en minnihlutaflokkarnir 28.028.

Þannig telst mér til að 72% fleiri atkvæði séu að baki þess borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem hlaut 3.578 atkvæði og 1. fulltrúa, og borgarfulltrúum Samfylkingar, þar sem (að meðaltali) hver fulltrúi hefur 2.180 atkvæði að baki sér, en flokkurinn hlaut 15.260 atkvæði og 7.fulltrúa.

En listinn er eftirfarandi, flokkar, fjöldi borgarfulltrúa og svo meðaltal atkvæða að baki hvers þeirra:

Sósíalistaflokkurinn         1. fulltrúi              3.758

Miðflokkurinn                1. fulltrúi              3.615

Vinstri græn                 1. fulltrúi              2.700

Flokkur Fólksins             1. fulltrúi              2.509

Viðreisn                     2. fulltrúar             2.406

Píratar                      2. fulltrúar             2.278

Sjálfstæðisflokkurinn        8. fulltrúar             2.268

Samfylking                   7. fulltrúar             2.180

 

Átta flokkar fengu kjörna borgarfulltrúa en aðrir átta flokkar fengu engan fulltrúa.

Gamla sagan um að hvert atkvæði skipti máli er engin bábylja, því meirihluti getur tapast á örfáum atkvæðum, jafnvel einu, eins og má lesa hér og hér.

 

Byggt á tölum frá mbl.is

 

 


mbl.is Hvað verður um dauð atkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband