Af Covid, með Covid, af bóluefni, með bóluefni, eða hrein tilviljun?

Það er býsna merkilegt að fyljgast með þessum fréttum. Þetta rímar reyndar við það sem gerist víða um heim.

Það hefur oft verið rætt um muninn á því að "deyja af völdum Covid", eða að "deyja með Covid", og hefur sitt sýnst hverjum.

Oft hefur mér þó virst að víða sé reynt að telja eins marga einstaklinga sem látast sem fórnarlömb kórónuveirunnar.

Víða um lönd hefur það til dæmis tíðkast að telja alla þá sem deyjar með "Covid einkenni" til þeirra sem hafa látist af Covid, hvort sem tekin hafi verið sýni eður ei.

Þó eru á meðal einkenna Covid, flest þau sömu einkenni sem fylgja "venjulegu kvefi" eða flensu.  En "flensan" hefur reyndar svo gott sem horfið þennan veturinn og lítt orðið vart.

Þó er það svo að 95% þeirra sem tekin eru sýni af á Íslandi vegna Covid einkenna, eru ekki sýktir af "veirunni".

En þegar búið er að sprauta ónæmisvaka í nákvæmlega þann hóp sem viðkvæmastur er fyrir "veirunni" og dauðsföll verða, er mun meiri varúð höfð.

Þá er ekkert sem tengir saman "ónæmisvakann" og dauðsfallið.

Þá spretta fram í umræðunni tölur um hve margir deyja vikulega á hjúkruarheimilum.  Þessar tölur hafa þó ekki sést í umræðunni áður, þegar fjallað var um hve margir hefðu látist af völdum Covid-19.

Þó eru andlátin því miður að lang mestu leyti í sama aldurshópnum og nú er rætt um í tengslum við andlát eftir bólusetningu.

Það er rétt að taka það fram að ég hallast að því að ólíklegt sé að tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningarinnar, þó að ég sé í engri aðstöðu til að útiloka slíkt, það getur líklega verið snúið að "ræsa" ónæmiskerfi í þeim sem eru orðnir veikburða.

En það er ástæða til þess að hrósa þeim sem hafa haft gegnsæið að leiðarljósi í þessu máli.  Ég skil ekki í "hvaða landi", þeir telja sig stadda, sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að óþarfi sé að "útvarpa" slíkum upplýsingum.

Líklega hefðu þeir helst viljað loka heitupottunum, sundlaugunum, samfélagsmiðlum, símkerfum, kaffistofum o.s.frv., því ég tel að "vægari aðgerðir" hefðu ekki dugað til að halda þessum upplýsingum frá Íslansku þjóðinni.

Sú umræða hefði allt eins líklega orðið mun verri, en sú sem fer fram fyrir opnum tjöldum.

En það er einnig þarft að ræða um hvort að munur sé á því að ræða hvort að það sé munur á því að andlát sé af "völdum Covid", eða hvort einhver "deyji með Covid".

Er mikill munur á dánartíðni á hjúkrunarheimilum í ár frá venjulegu árferði? Hefur lyfjagjöf þar aukist, t.d. þunglyndislyfja?

Auðvitað er þetta erfið umræða, en umræðan sem fer fram fyrir opnum tjöldum gefst yfirleitt best.

 

 

 


mbl.is Andlátin rannsökuð en ólíklegt að bóluefnið valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það eru fleiri sem deyja vegna Covid heldur en þeir sem deyja úr Covid.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2021 kl. 15:33

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Tómas, þakka þér fyrir þetta.  Það verður líklega langt þangað til þetta allt verður gert upp.  Mér þykir sömuleiðis líklegt að við eigum eftir að sjá rannsóknir sem vísa í sitt hvora áttina, eins og oft er.

Það er heldur ekki auðvelt verkefni að gera slíkt upp, ef það er í raun mögulegt.

Hvað eiga efnahagsáhrifin eftir að fylgja heimsbyggðinni lengi?  Hver eru áhrifin? Hvaða áhrif mun það hafa á önnur kerfi, s.s. heilbrigðiskerfi?

Það er ekki eins og þetta sé eina breytan í heimsbúskapnum.

En við eigum eftir að sjá margar "stúdíur". 

Til að vera bjartsýnn, má jafnvel vonast eftir því að við lærum eitthvað af þessu.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2021 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband