Við núverandi kringumstæður ætti Ísland að kljúfa sig frá "Sambandinu" og opna landamærin

Það má deila um hvort að "tvöfalda bítið" í skimunum sé hin "eina rétta" aðgerð í landamæravörslu gagnvart veirunni, en hún er sú sem er í notkun og sjálfsagt að notfæra sér þá möguleika sem hún gefur umfram aðrar.

Því ætti Ísland án hiks að opna landamæri sín gagnvart öllum þjóðum, Bretlandi sem öðrum.

Slagorðið ætti að vera "Komi þeir sem koma vilja".

Með tvöföldu skimuninni ætti varla að skipta máli hvaðan ferðalangar eru að koma.

Það hafa að ég best veit, enda varla nokkur ríki orðið "smithærri", eða orðið verr úti úr "veirunni" en ríki innan "Sambandsins" og Schengen, s.s. Belgía.

Því ætti Íslendingum að vera mögulegt að taka við ferðalöngum hvaðan sem er úr heiminum, ef þeim finnst mögulegt að taka við ferðalöngum t.d frá Belgíu.

Ef ástæða hefði verið til að banna komur einstaklinga frá einhverjum löndum, væri það frá löndum s.s. Belgíu, Spáni, Ítalíu.

Hvað margir vilja koma, eða hvort verður um einhver flug að ræða er erfitt að spá um.  En það ætti varla að skaða að tilkynna að landamæri Ísland séu opin - öllum. 

Auðvitað dregur 5. daga sóttkví úr áhuganum, en því minni ástæða til að banna einstök lönd.

Það er nákvæmlega engin ástæða til að "hanga í skottinu" á "Sambands" ríkjunum. 

Atburðarás undanfarinna daga og mánuða sýnir að þau fara fram, algerlega eftir því sem þeim dettur í hug í það og það skiptið.

Án samráðs.

Löngu tímabært að Íslensk stjórnvöld taki ákvarðanir á eigin forsendum í málum sem þessum.


mbl.is Bretar fá ekki að ferðast til Íslands eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband