Hræðsluáróður notaður til að fá almenning til að hlýða?

Það er óneitanlega fróðlegt að lesa frétt RUV frá því á sunnudag.. 

Þar segir m.a.:

"Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum."

Síðar í sömu frétt segir:  "Kári telur því enga ástæðu til að grípa til svipaðra aðgerða og önnur lönd hafa gert í dag og hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum.“"

Þannig að Kári Stefánsson telur ástæðu til að ætla að verið sé að kynda undir hræðslu almennings án mikillar ástæðu.

Að stjórnvöld séu að kynda undir "hræðslu" til að fá almenning til að hlýða - yfir jólin.

Hvað segir það okkur?  Trúum við Kára?

Eða trúum við honum og öðrum "spámönnum" aðeins ef skoðanir þeirra styrkja þá trú sem við höfum haft fyrir?

Hver hefur rétt fyrir sér?

P.S. Bæti hér við yfirlýsingu frá CDC um hið "nýja afbrigði",  sem finna má hér. CDC tekur eins og oft áður varlega til orða, en telja ekki ástæðu til að óttast hið nýja "afbrigði".  Það styður það sem Kári Stefánsson hefur haldið fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er svo munurinn á hræðsluáróðri og viðvörunum?

Fer það ekki dálítið eftir því hvað okkur finnst um málefnið?

ls (IP-tala skráð) 22.12.2020 kl. 19:35

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur lengi legið fyrir að hræðsluáróður er magnaður mjög upp í því skyni að fá fólk til að hlýða. Það sem kemur á óvart er að Kári Stefánsson, sem hefur verið meðal þeirra sem harðast hafa gengið fram í þessum áróðri, sé nú farinn að tala um hann með þessum hætti.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2020 kl. 19:38

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu gildir hér eins og svo víða annars staðar, að sjónarhorn geta verið fleiri en eitt.

Það er einnig lítt gerlegt fyrir leikmenn að dæma um hver hefur rétt fyrir sér.  Það kemur ef til vill í ljós seinna, en er þó ekki gefið.

En orðalag s.s. : "...hann grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk og önnur lönd að fara varlega um jólin. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum.“"

... gefur í skyn að verið sé að "nota" þetta veiruafbrigði til að hræða fólk til hlýðni.

Það hefur svo aftur gefið öðrum löndum "afsökun" fyrir því að loka á samgöngur, jafnt fyrir fólk sem vörur.

Niðurstaðan fer dulítið eftir því hverjum er trúað. Auðvitað er hægt að rengja það sem Kári segir um að það sé ekki ástæða til að óttast þetta afbrigði meira en önnur.

Ég er þó ekki viss um að margar stofnanir hefi mikið meiri reynslu af "afbrigðum" veirunnar en ÍE.

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2020 kl. 19:45

4 identicon

Það er sjálfsagt heilmikið til í þessu hjá Kára, hvað sem maður svo vill kalla það. Ekkert nýtt við það að ríki heimsins útskýri aðgerðir sínar með því sem þeir telji hljóma best.

Svíarnir nefndu það sem marga grunar að sé aðalástæðan fyrir Danabanninu svona í framhjáhlaupi, semsagt að hætta væri á að kaupaþyrstir Danir myndu fylla allar verslanir á Skáni og gott ef ekki víðar. Það er skiljanlegt að þeir vilji frekar að þeirra eigin borgarar komist að, enda frumskylda hvers ríkis að hugsa um eigin borgara.

ls (IP-tala skráð) 22.12.2020 kl. 20:06

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Hræðsluáróður er velþekkt vopn í "búri" stjórnvalda.  Það ber vissulega að taka yfirlýsingum sem þessum með miklum fyrirvara, sérstaklega þegar þær koma fyrst og fremst frá pólítíkusum.

En ég tek undir með þér að þegar Kári er kominn á þennan "vagn", vekur að vissulega athygli.

@ls, þakka þér fyrir þetta. Pólítíkusar velja sér "ýmis vopn".  En ég velti því líka fyrir mér hvernig "meira smitandi" er mælt?

Skyldi Boris Johnson geta útskýrt það?

Hins vegar skilst mér að "hið nýja afbrigði" sé ábyrgt fyrir á milli 60 og 70% nýrra smita í Suðurhluta Bretlands.

Það hafi tekið yfir sem "dóminerandi" smit.  Gerðist ekki eitthvað svipað á tímabili á Íslandi þegar "Franska afbrigðið", eða ef maður vill vere kurteis "Bláa veiran" (sem er auðvitað móðgandi við Sjálfstæðisflokkinn, en látum það liggja á milli hluta, enda löngum verið samþykkt á Íslandi að það megi móðga Sjálfstæðismenn), tók að mestu leyti yfir á Íslandi?

Þó hélt engin því fram að hún væri meira smitandi en önnur "afbrigði".

Mér þykir ekki ólíklegt að "hættan" sé stormur í vatnsglasi, en B. Johnson hafi tekist að "skjóta Breta í fótinn" með upphlaupi sínu.  Það er alls ekki í fyrsta sinn sem "hræðsluáróður" stjórnvalda hér og þar virkar á þann veg.

Bætti við upphaflegu færslun "vangaveltum" CDC um þetta "nýja afbrigði".

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2020 kl. 20:34

6 identicon

Ekki hef ég þekkingu á hvernig þeir telja sig hafa fundið þetta út, en það var smá frétt um það nýlega.

Virðist aðallega vera tölfræði.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/20/einn_greinst_a_islandi_med_nyja_afbrigdid/

ls (IP-tala skráð) 22.12.2020 kl. 20:41

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Nú hef ég ekki "útreikninga" Breta undir höndum. 

En það að nýtt "afbrigði" komi til sögunnar og fylgni sé á milli þess og fjölgunar smita í tengslum við meiri hreyfanleika almennings (sem eykst alltaf á þessum árstíma), segir lítið til um raunveruleg tengsl þar á milli.

En alls ekki útilokað.

Oft hefur það gerst að "vægari" afbrigði ná betri útbreiðslu, slíkar "tegundir" leggja einstaklinga síður "í rúmið".

En fjölmiðlar eru líka oft fljótir að stökkva á slíkar "sensational" fréttir, eins og "nýtt afbrigði" er.

En hvað skyldu vera til mörg "afbrigði" nú, teljast þau ekki í hundruðum eða þúsundum?

Hvað er langt síðan "minkaafbrigðið" var "aðal skelfingin"?

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2020 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband