16.12.2020 | 15:57
Voru einstaklingar vopnađir eđa var hćtta á óspektum fyrir framan Prikiđ?
Ţađ er sjálfsagt fyrir Prikiđ ađ hćtta viđ "gluggatónleika" ef almenn óánćgja er međ slíkt. Ţađ er ţeim í sjálfsvald sett.
En ţó ađ ég sé ekki löglćrđur get ég ekki skiliđ annađ viđ lestur 74. greinar stjórnarskrár Íslenska lýđveldisins ađ engin lög geti bannađ einstaklingum ađ safnast saman vopnlausir, nema ađ hćtta sé talin á óspektum.
Í 75. greininni er kveđiđ á um ađ hćgt sé ađ takmarka atvinnufrelsi međ lögum vegna almannahagsmuna. Ekkert slíkt er er minnst á varđandi rétt einstaklinga til ađ safnast saman.
Hvađa lög eru ţađ sem eru ćđri stjórnarskránni?
Ţađ vćri vissulega fróđlegt ađ heyra álit lögfróđra um slíkt.
Ţađ er fyllsta ástćđa til ađ hvetja alla til ađ fara varlega og bera virđingu fyrir samborgurum sínum. Ţađ gildir einnig um stjórnvöld og valdbeitingu ţeirra gegn íbúum landsins.
Ţađ er áríđandi ađ stjórnvöld gangi ekki lengra en lagaheimildir leyfa.
74. gr.
[Rétt eiga menn á ađ stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, ţar međ talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án ţess ađ sćkja um leyfi til ţess. Félag má ekki leysa upp međ ráđstöfun stjórnvalds. Banna má ţó um sinn starfsemi félags sem er taliđ hafa ólöglegan tilgang, en höfđa verđur ţá án ástćđulausrar tafar mál gegn ţví til ađ fá ţví slitiđ međ dómi.
Engan má skylda til ađildar ađ félagi. Međ lögum má ţó kveđa á um slíka skyldu ef ţađ er nauđsynlegt til ađ félag geti sinnt lögmćltu hlutverki vegna almannahagsmuna eđa réttinda annarra.
Rétt eiga menn á ađ safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt ađ vera viđ almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvćnt ţykir ađ af ţeim leiđi óspektir.] 1)
1)L. 97/1995, 12. gr.
75. gr.
[Öllum er frjálst ađ stunda ţá atvinnu sem ţeir kjósa. Ţessu frelsi má ţó setja skorđur međ lögum, enda krefjist almannahagsmunir ţess.
Í lögum skal kveđa á um rétt manna til ađ semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.] 1)
1)L. 97/1995, 13. gr.
Tekiđ héđan
Gluggatónleikar ekki haldnir aftur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"... ađ fengnu leyfi sóttvarnalćknis" verđur vćntanlega bćtt viđ öll heimildarákvćđi í lögum og stjórnarskrá.
Ţorsteinn Siglaugsson, 16.12.2020 kl. 18:50
@Ţorsteinn, ţakka ţér fyrir ţetta. Ef til vill verđur einhverntíma bćtt inn í stjórnarskrá, ađ sóttvarnarlög séu stjórnarskránni ćđri.
En ţangađ til er líklega best ađ fariđ sé eftir stjórnarskránni.
Ég held líka ađ Íslendingar megi vera sáttir viđ ađ ţađ er ekki auđveldara ađ breyta stjórnarskránni en raun ber vitni.
Ţađ er heimild í stjórnarskrá, hvađ varđar friđhelgi heimilisins, "Ţrátt fyrir ákvćđi 1. mgr. má međ sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friđhelgi einkalífs, heimilis eđa fjölskyldu ef brýna nauđsyn ber til vegna réttinda annarra.] 1)", sem dugar líklega til fjöldatakmarkana á heimilum.
En ég endurtek ađ ég er ekki löglćrđur en ég held ađ samkomur utan dyra verđi trauđla bannađar eđa ţeir sem ţar eru sektađir.
En hitt er auđvitađ ađ fćstir kćra sig t.d. um ađ fá löggćsluađila eđa eftirlitsmenn og leyfisveitendur allra handa stofnana upp á móti sér.
G. Tómas Gunnarsson, 16.12.2020 kl. 20:15
"Međ lögum skal land byggja en međ ólögum eyđa" sagđi einhver.
Annarsstađar stendur eitthvađ í líkingu viđ - ţegar yfirvaldiđ er orđiđ of ólíkt ţjóđinni er stutt í hrun.
Mér sýnist yfirvöld verđa meira framandi međ hverri viku, ekki bara hér á landi, og farin ađ setja ansi grunsamleg lög.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2020 kl. 11:09
Reyndar virđist skv. könnunum mikill meirihluti landsmanna alveg sáttur viđ sóttvarnaađgerđir og sótvarnayfirvöld. Líklega halda flestir ađ stjórnarskráin muni halda ţrátt fyrir ađ eitthvađ sé vegiđ ađ ítrasta einstaklingsfrelsi í einhverja mánuđi međ heildarhagsmuni í huga.
Ég efast samt ekki um ađ stöku mannvitsbrekkur sjái alveg í gegnum ţetta og bendi okkur minni spámönnum á ţađ hlćjandi hvađ viđ séum nú vitlausir ađ láta segja okkur fyrir verkum.
Ég segi bara eins og mađurinn: ţađ er gott ađ vera mátulega vitlaus.
Kristján G. Arngrímsson, 18.12.2020 kl. 15:49
@Ásgrímur, ţakka ţér fyrir ţetta. Ţađ er víđa um heim ţar sem "kófiđ" er allt of freistandi afsökun til ađ herđa ađeins á.
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Vćri ţađ ekki draumur allra stjórnmálamanna og "lýđskrumara" ef ţađ mćtti nú fara eftir skođanakönnunum frekar en stífum og leiđinlegum stjórnarskrám.
Vćri ţađ ekki ćđislegt ef ađ yfirvöld geta gert hvađ sem er í nafni "heildarhagsmuna"?
Best vćri auđvitađ ađ ţau skilgreindu ţá sömu heildarhagsmuni sjálf.
Jafn sjálfsagt ţađ er ađ yfirvöld beini tilmćlum til almennings og vari hann viđ, er ţađ ađ stjórnvöld fylgi lögum og misnoti ekki vald sitt.
En auđvitađ er faraldur í gangi t.d. í Bandaríkjunum, ţađ er jafnvel líklegt ađ Rússar séu ađ beita tölvuárásum gegn ţeim.
Ţađ ţarf ekki ađ vera nema "mátulega vitlaus", til ađ sjá ađ ţađ er alger óţarfi ađ binda Trump viđ stjórnarskránna undir slíkum kringumstćđum.
"Hálf eđa heil hugsun", myndi ađ mínu mati leiđa ađ ţeirri niđurstöđu ađ best vćri ađ stjórnarskránni vćri fylgt áfram.
G. Tómas Gunnarsson, 19.12.2020 kl. 01:39
Skiptir ekki dálítiđ miklu máli hvađ stendur í stjórnarskránni uppá ţađ hvort sé best ađ fylgja henni eđa ekki?
Ég veit ekki hvort stjórnarskrárdogmatismi er endilega eitthvađ skárri en vilji lýđrćđislega kjörinna yfirvalda. Ef út í ţađ er fariđ hljómar ţađ svolítiđ eins og Biblíubókstafstrú ađ aldrei megi hvika frá bókstaf stjórnarskrárinnar.
Hver skrifađi ţessa stjórnarskrá? Af hverju eigum viđ allt í einu ađ fara ađ hlýđa ţeim manni skilyrđislaust? Og ţađ sem meira er, ţessi blessađa stjórnarskrá hefur ekki einu sinni veriđ lýđrćđislega samin, hún er bara runnin undan rifjum einhverra kalla, svona eins og Biblían.
Kristján G. Arngrímsson, 19.12.2020 kl. 10:12
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Ţađ má segja ađ ţađ skipti máli hvađ stendur í stjórnarskránni en ţó ekki.
Ef viđ erum ekki sammála lögum, ţurfum viđ ţá ekki ađ fylgja ţeim?
Ef ég tel 10% skatt hćfilegan, ţarf ég ţá ekki ađ borga meira?
Stjórnarskráin, er ţađ sem líklega má kalla "grunnsáttmála" ţjóđfélagsins og hann er einmitt, ekki síst til ţess ađ tryggja réttindi ţegnana, s.s. réttinid minnihlutans fyrir ofríki meirihlutans.
Ég held ađ heimurinn hafi frekar slćma reynslu af ţví ţegar lýđrćđislega kjörin yfirvöld hafa fariđ ađ beita "skapandi ađgerđum" til ađ sniđganga stjórnarskrár.
"Ţessi stjórnarskrá", er reyndar "margsamţykkt" af meirihluta kjörinna fulltrúa á hverjum tíma og ţađ sem meira er, hver breyting hefur gengiđ í gegnum tvćr atkvćđagreiđslur ţeirra sömu fulltrúa.
Ţví ert ţú í raun í einhverjum "bullgír" ţegar ţú líkir henni viđ biblíuna, sem er ţó ađ einhverju marki einnig "málamiđlun".
En stjórnarskrá er einmitt "tćki" til ađ hemja ţá sömu kjörnu fulltrúa.
En ég er í sjálfu sér ekki hissa á "slikum ranti" sem virđast hallir undir ađ einstaklingarnir gefi frá sér réttindi til hins opinbera.
Hćttan er ekki síst ef kjörin stjórnvöld, oft međ littlum eđa engum meirihluta geta gert "hvađ sem er" og gera ţađ.
G. Tómas Gunnarsson, 19.12.2020 kl. 20:49
Ţađ er alls engin ćla ađ líkja stjórnarskrá viđ Biblíuna. Hvort tveggja er "principia" - frumforsenda - samfélags og skilnings. Má segja ađ hvort tveggja sé "sáttmáli" um hvernig skuli haga hlutunum.
Ef stjórnarskráin er "tćki" er henni vćntanlega beitt af einhverjum sem hafa fyrirfram gefnar hugmyndir um hvernig henni skuli beita, í hvađa tilvikum og gegn hverjum. En á hverju eru ţessar hugmyndir ţá byggđar? Hvernig getum viđ ákveđiđ hvenćr er viđ hćfi ađ beita ţessu tćki?
Ţegar okkur finnst "kjörnir fulltrúar" ekki hegđa sér ađ okkar skapi? Hver segir ađ viđ megum ţađ? Erum viđ ţá ađ fara fram á forsendum einhvers annars "principia" - einhvers annars sáttmála? Erum viđ ekki frekar búin ađ taka sáttmálann úr sambandi, erum hćtt ađ fara sjálf ađ lögum (stjórnarskránni) og farin ađ beita lögum (stjórnarskránni) eins og hverju öđru "tćki" til ađ ná fram okkar prívatmarkmiđum og koma höggi á andstćđinga okkar?
Nei, um leiđ og viđ förum ađ líta á stjórnarskrána sem "tćki" (en ekki grunnprinsipp sem viđ beitum tćkjum í samrćmi viđ) erum viđ búin ađ kippa stođum undan samfélaginu.
Ţađ er einmitt hárrétt hjá ţér ađ kjörin stjórnvöld eiga ekki ađ gera neitt í krafti minnihluta, enda var ţađ punkturinn hjá mér ađ ţađ sem sóttvarnayfirvöld eru núna ađ gera er skv. könnunum í samrćmi viđ vilja meirihlutans og gert af stjórnvöldum kjörnum af meirihluta. Sjáum svo til í nćstu kosningum. Er ţađ ekki ţannig sem kerfiđ virkar, enda ţannig sem stjórnarskráin segir ađ ţađ eigi ađ virka. Vćri ekki beinlínis hćttulegt ađ taka stjórnarskrána úr sambandi sem ţađ principia sem hún er, međ ţví ađ fara ađ beita henni sem tćki?
Kristján G. Arngrímsson, 20.12.2020 kl. 09:37
Líkt og Biblían er stjórnarskrá ţar ađ auki undirorpin túlkunum og mismunandi skilningi. (Reyndar munu vera til lögspekingar sem eru "bókstafstrúar" á stjórnarskrána, amk. í USA, en ţađ er önnur saga).
Núna er ţví ekki deilt um hvort stjórnvöld megi brjóta gegn stjórnarskránni heldur stendur deilan um hvernig beri ađ skilja og túlka stjórnarskrána, hversu langt megi ganga í einni túlkun (og framkvćmdum/lagasetningum í samrćmi viđ ţađ) t.d. á forsendum heildarhagsmuna. Ţetta er bara gamla deilan um einstaklinginn vs. heildina.
Stjórnarskrá má segja ađ sé bćđi hugsuđ sem vörn heildarinnar gegn yfirgangi einstakra manna og vörn einstaklinga gegn yfirgangi meirihlutans. Ţađ fer svo líklegast bara eftir upplagi hvers og eins hvort honum finnst meiri ógn, yfirgangur meirihlutans eđa yfirgangur yfirgangssamra einstaklinga.
Kristján G. Arngrímsson, 20.12.2020 kl. 09:48
Ţađ er svo nćsta óumdeilt ađ forsenda blómlegs mannlífs er einmitt ađ einstaklingarnir afsali sér "réttindum" sínum (hvađa koma manni ţau réttindi?) til yfirvalds í skiptum fyrir öryggi og stöđugleika. Annars yrđi stríđ allra gegn öllum og líf einstaklingsins "nasty, brutish and short," eins og sagt var um áriđ.
Kristján G. Arngrímsson, 20.12.2020 kl. 09:55
@Kristján, ţakka ţér fyrir ţetta. Ţađ má líklega endalaust deila um bíblíuna. Ég lít alltaf á hana sem valdbođ ađ ofan (síđan má deila um hvađ hátt á ađ fara) um hvernig alţjóđ eigi ađ haga sér.
Stjórnarskrár voru gjarna "kreista" út úr einvöldum (sem var ţó á stundum býsna "fjölskipađ" stjórnvald), ţegar ţeir voru í klípu, oft vegna peningavandrćđa.
Ţađ má alveg líkja ţeim sviđ "sáttmála", ţegnunum (ađallega "borgarastéttinni) voru tryggđi ákveđin réttindi.
Sáttmálar eru lítils virđi ef ţeir eru brotnir eđa teygđir um of. Ţá finnst "hinum ađila" samningsins oft á tíđum ađ hann sé fast ađ laus undan honum.
Ţađ er t.d. ljóst ađ ţađ er engin heimild til ţess ađ lög gangi lengra en stjórnarskrá heimilar. Ţess vegna er nú oft sett í stjórnarskrá ađ einhverju megi skipa nánar til međ lögum.
Ţađ er ekki gert međ rétt einstaklinga til ţess ađ safnast saman.
Réttindi hafa komiđ til međ ýmsum hćtti, m.a. í samningum viđ "einvalda" sem hafa fćtt af sér "stjórnarskrár" eđa drög ađ ţeim.
Vissulega afsala "ţegnarnir" sér ákveđnum réttindum (ekki réttindum sínum), en ţađ er hreint ekki gefiđ ađ ţađ ađ gefa eftir frekari réttindi auki fjölda "blómanna" eđa annara "jurta".
Ţvert á móti eru mörg dćmi um ađ slikt hefur ţveröfug áhrif.
Ţađ má svo velta ţví fyrir sér hvers vegna yfirvöld hafa í raun lempađ máliđ og aldrei gengiđ hart fram í ástandi eins og varđ fyrir framan Prikiđ (sem ég tel lofsvert), sé ekki einmitt sú ađ ţau gera sér grein fyrir ţví ađ lagaheimildir eru ekki til stađar?
G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2020 kl. 14:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.