Er líklega kominn í hóp "gargandi minnihluta"

Ég hef nú ekki haft sterkar skoðanir á stofnun "hálendisþjóðgarðs".  Það hefur nú aðallega komið til vegna þess að ég hafði lítið heyrt af þeim áformum og vissi lítið um málið.

En eftir að hafa rekist á meiri umfjöllun eftir því sem áformin hafa orðið skýrari, hygg ég að ég sé kominn í hóp "gargandi minnihlutans" sem er andsnúinn því að þjóðgarðurinn verði til, alla vega með óbreyttum áformum.

Mér sýnist rök þau sem færð eru fram um fyrirhugaða "miðstýringu og ríkisvæðingu" vera sannfærandi og þörf á því að staldra við.

Ég hlustaði á ágætt viðtal við Ágústu Ágústsdóttur í Bítinu og svo akrifaði Smári McCarthy atyglisverða grein sem birtist á Vísi.is.

En það verður fróðlegt að sjá hver framvinda málsins verður.

Það vekur hjá mér umhugsun hvernig umræða um þennan "miðhálendisþjóðgarð" skarast hugsanlega við umræðum um flugvöllinn í Reykjavík.

Ýmsum sem þykir fráleitt að skipulagsvaldið sé ekki í höndum Reykjavíkurborgar finnst ekkert sjálfsagðara en að ríkið taki yfir skipulagsvald sveitarfélaga út á landi, neyði einkaaðila til að selja eigur sínar eða segi til um nýtingu þeirra í nafni þjóðgarðs.

Svo eru sýnist mér þeir einnig vera til sem vilja taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg en eru alfarið á móti því að það sé tekið af sveitarfélögum fyrir þjóðgarð.

Skyldi "ábyrgð" Reykjavíkurborgar gagnvart flugsamgöngum við landsbyggðina vera meira eða minna "hagsmunamál", en hvort að þjóðgarður er til staðar á miðhálendinu, eða hvort hann er dulítið minni eða stærri?

 

 

 


mbl.is Ekki ákveðið hver verður framsögumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðgarðshugmyndin er eingöngu leið til að fara bakdyramegin að því að koma í veg fyrir virkjanir. Ég sé engin vitræn rök sem sýna að þetta sé á nokkurn hátt aðkallandi. Kröfur um stórfelldar breytingar eins og þessar ættu að koma að neðan en ekki ofan. Hér er búið að snúa völdunum við þar sem embættismenn knýja fram gæludrauma sína í stað þess að almenningur ráði. Þetta eru okkar fulltrúar en ekki yfirboðarar. Þessir pótintátar skilja ekki hugtakið lýðræði.

Aðal hvtamaðurinn fyrir þessu er svo ókjörinn ráðherra. Honum voru engin atkvæði greidd til að fela honum embættið. Enn eitt dæmið um hvað lýðræðið er lítils virði fyrir vinstrimönnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2020 kl. 16:15

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Sjálfsagt finnst mörgum þetta góð leið til að koma í veg fyrir virkjanir, en það er að ég tel mikið meira undir.

Er það ekki svo gott sem "lögmál", að ef til kemur lagaheimild til að banna eitthvað, verður það bannað fyrr eðe síðar?

G. Tómas Gunnarsson, 16.12.2020 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband