13.11.2020 | 01:52
Hvað er pítsaostur?
Ekki ætla ég að dæma um hvort að tollsvik hafi verið framin við innflutning á osti til Íslands, eða hvort ostur hafi verið fluttur inn sem "ostlíki".
En sú spurning sem vaknar hjá mér er: Hvað er Pítsaostur?
Er það mjólkurafurð eða eitthvað annað? Hvað má blanda mikilli jurtaolíu í "ost" svo að hann sé enn "ostur" og þar af leiðandi mjólkurafurð?
Eiginlega hlýtur það að vera mergurinn málsins.
Þar þarf að hafa í huga umræðu um hvort að hægt sé að kalla eitthvað nöfnum eins og mjólk, ost o.s.frv, ef varan inniheldur lítið eða ekkert af mjólkurafurðum.
Þetta er ein af þeim ástæðum að ég kýs næstum alltaf að búa til mínar eigin pítsur. Það er lélegt hráefni í fjöldaframleiddum pítsum.
Það er svo mikið betra að hafa stjórn á því hvað og í hvaða gæðaflokki hráefnið sem fer á pítsuna er.
Ekkert misferli í pítsuosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.