21.11.2020 | 01:31
Að fljúga í "kófinu".
Persónulega er ég ekki sótthræddur. Hvað Kórónuveiru varðar, er ég líklaega ekki í sérstökum áhættuhópum, nema ef til vill vegna ummáls sem er heldur meira en telst til fyrirmyndar.
En ég virði lög og reglur og forðast óþarfa áhættu. Það hef ég gert um margra ára skeið, enda hefur minn betri helmingur (sem er heilbrigðismenntuð) kennt mér allt um handþvott, hættulega lyftuhnappa o.s.frv. um langa hríð. Purell er vörumerki sem ég kynntist fyrir einhverjum tuga ára.
Það er líka svo að ef verslanir vilja að ég sé með grímu, þá er ég með grímu.
Ef lönd vilja að ég fari í sóttkví (sem ég hef gert) þá fer ég í sóttkví.
Grundvallardæmið er að skilja, að þú átt ekki rétt á því að verslun þjónusti þig, heldur verður þú að fara eftir þeim reglum sem vsrslunin setur og henni eru settar.
Að þú sérst andvígur þeim, fríar þig ekki að fara eftir þeim, ekki frekar en hraðatakmörkunum.
En það breytir því ekki að ég þurfti að fljúga og gerði það án nokkura hræðslu nema yfir þeim skilyrðum ég yrði að fylgja. Það var helst að ég fyndi fyrir örlitlu "stressi", þegar ég var hitaskannaður rétt fyrir brottför. Það hefði verið ótrúlega svekkjandi að vera stöðvaður á síðustu stundu, sérstaklega eftir að hafa tekið annað flug fyrr um morgunin.
En tveir leggir með Lufthansa (sem ég kalla yfirleitt Luftwaffe" voru alls ekki svo slæmir.
Þjónusta um borð var til fyrirmyndar. Handfarangurs fyrirkomulag var líkt og alltaf hefur tíðkast, settur í þar til gerð hólf ofan sætis.
Matur var framreiddur og drykkir eins og var kallað eftir.
Kaffi, te, áfengi, jafn sterkt sem léttara, vatn, allt var til reiðu eins og óskað var eftir, enda full áhöfn að þjónusta ótrúlega fá farþega.
En auðvitað þurfti ég að sitja með grímu allan þann tíma sem ég neytti ekki matar eða drykkjar.
Það held ég að hafi stuðlað að því að margir farþegar treindu sér matinn og pöntuðu fleiri drykki en ella, en ég hef svo sem engar sannanir að færa fyrir því, nema það að ég gerði nákvæmlega það. En það var heldur ekki svo að við "sirka bát" 60 farþegar sem deildu Airbus 340 þotu á lengri leggnum hafi setið mjög þétt saman, nema þeir sem ferðuðust saman.
Jafnvel á styttri leggnum, og í minni þotu sátu engir þétt saman.
Mesta raunin var að sitja með grúmu í 9 tíma flugi og jafnfram að þurfa að vera með grímu í þá 6 tíma sem þurfti að bíða eftir tengiflugi.
Þó var það svo að á hvorugum stað þurfti að nota grímu á meðan matar eða drykkjar var neytt, þannig að eðlilega komst ég að þeirri niðurstöðu að þægilegast væri að neyta eins mikið af mat og drykk og mögulegt var.
Það var alls ekki slæmt, þó drykkirnar yrðu ef til vill örlítið fleiri en ella. Það er auðveldara að bæta á sig drykkjum, en mat.
En það er vert að minnast á það, að þó ég hafi vissulega ekki "móníterað" aðra farþega þá var ég eini farþeginn sem ég varð var við að skipti um grímu reglulega.
Aðrir virtust sitja með sömu grímuna allan tímann. Margir reyndar með "margnota" grímur sem ég tel hafa afskaplega lítinn tilgang. Sem aftur vekur upp spurningar um gagnsemi/hættu af grímunotkun. En það er önnur saga.
Það erfiðast við ferðalagið var tvimælalaust sú 14. daga sóttkví sem ég þurfti að "sitja af mér", en ekkert annað var í boði en að hlýta slíku.
Það hafa margir fullyrt að ferðavilji sé ekki til staðar. Það tel ég rangfærslu. Vissulega hefur ferðavilji minnkað, það liggur í augum uppi.
En langt frá því horfið. Á þeim tíma sem ég eyddi í flughöfninni í Frankfurt, fóru 2 Boeing 747 vélar til "sumarleyfistaða" í Mexíkó. Ég held að flesta daga fari 3. eða fleiri flugvélar frá Frankfurt til Tenerife.
Á Tenerife lenda enda tugir flugvéla á hverjum degi.
Litlar líkur eru taldar á því að smitast í flugi.
En auðvitað eru mismunandi kenningar um hvar smitin gerast og einn lygari getur sett hundruðir þúsunda í "lockdown", hræðsla er eitt af því sem "drífur" mannskepnuna áfram og sumir telja að víð þurfum fátt að hræðast meira en hræðsluna sjálfa.
Meiri áhætta að fara út í búð en í flug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Hræðsla er líklega það sem hefur stuðlað hvað mest að því að mannskepnan er ekki útdauð. Við nútímafólk erum allt afkomendur einstaklinga sem voru hræddir og voru þess vegna ekki drepnir af því sem hinir óhræddu óðu út í og varð þeim að aldurtila.
Ég skil ekki þennan frasa með að hafa ekkert að óttast nema óttann sjálfan. Þetta mun vera úr innsetningarræðu Roosvelts og hljómar eins og eitthvað "rhetorical device" sem ég man í svipinn ekki hvað heitir. '
Eins og ég nefndi að ofan er engin ástæða til að óttast óttann því að óttinn hefur reynst mannskepnunni afar vel og er grundvallar "suvival trait". Þannig að það er eiginlega ekki ástæða til annars en að fagna óttanum sem þætti í mannlegu eðli og einfaldlega vera hræddur þegar maður er hræddur.
Kristján G. Arngrímsson, 21.11.2020 kl. 15:36
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það talar líklega hver fyrir sig, lol. En ég hef aldrei talið óttann góðan förunaut.
Það er hinsvegar flestum ef ekki öllum hollt að þekka sín takmörk, vita hvað er hugsanlega hægt og hvað ekki.
En það felur ekki í sér ótta.
Það er, svona eins og ég lít á málin, tvennt óíkt að finna til ótta (sumir tala um heilbrigðan ótta), sem ég hygg að flestir geri við ýmis tækifæri, eða að láta óttan stjórna sér.
Án þess að hafa fyrir því traustar rannsóknir, þá held ég að það séu ekki eingöngu "gen hinna óttaslegnu" sem hafa skilað sér til okkar.
Ég myndi líklega segja sem betur fer.
G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2020 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.