Styttur bæjanna

Saga, söguskoðanir og styttur af ýmsu merku fólki hafa komið mikið inn í umræðuna á undafnförnum vikum, og reyndar oft áður.

Eins og oft þá er hetja eins skúrkur í augum annars.

Ef til vill er skemmst að minnast framgöngu Sovétmanna/Rússa á síðari árum síðari heimstyrjaldar.

Margir líta svo á að að Rauði/Rússneski herinn hafi verið frelsari stórs hluta Evrópu.  Í augum annara var hann kúgunartól sem hrakti á brott Þjóðverja til þess eins að hernema/kúga land þeirra.

Báðar skoðanir eru að mínu mati réttar og geta staðið hlið við hlið.

Það hernám/kúgun varði mun lengur en Þjóðverja og þegar Sovétveldið riðaði til falls suttu eftir 1990 mátti víða sjá fagnandi hópa rífa niður styttur af "hetjum/skúrkum" svo sem Lenín, Stalín og ýmsum stríðshetjum Sovétmanna.

Einhverjar voru vafalaust eyðilagðar í hita leiksins og er það miður.

Þar sem betur tókst til (að mínu mati) voru styttur af ýmsum "fyrirmennum" teknar niður og færðar í garðaGarðarnir eru of tengdir söfnum.

En það eru margir einstaklingar sem eru bæði "hetjur og skúrkar".  Þannig hefur frelishetja í augum margra Indverja fengið á sig skúrks stimpil í Afríku vegna viðhorfa sinna til svartra.

Stytta af honum var til dæmis tekin niður í Ghana fyrir fáum árum.

En Gandhi var Martin Luther King, einum merkilegasta leiðtoga réttindabaráttu svartra, innblástur í baráttu sinni.

Sagan getur vissulega verið flókin.

Einhverjir blettir mun ýmsum sömuleiðis þykja á kufli Gandhis hvað varðar afstöðu hans til kvenna.

En í mínum huga breytir það ekki að Gandhi er partur af sögunni og engin ástæða til að þurka út hans hluta, eða láta allar styttur af honum hverfa.

Hvar þær eru staðsettar er hins vegar sjálfsagt umræðuefni.

Það má líka nefna Karl Marx.  Það olli deilum þegar stytta af Marx  (gjöf frá Kínverjum) var reist í fæðingarbæ hans, Trier fyrir fáum árum.

En ég held að það verði ekki deilt um að Marx hefur haft umtalsverð áhrif á mannkynssöguna, þó að skiptar skoðanir séu um hvort að það hafi verið til góðs eða ills.

Ýmis af hræðilegustu stjórnkerfum sögunnar tengjast honum og kenningum hans með einum eða öðrum hætti.  En þrátt fyrir það eru styttur af honum að finna víðs vegar um heiminn. 

Þar gildir það sama, það er sjálfsagt að ræða staðsetningar styttna og minnismerkja, en það er engin ástæða til þess að eyðileggja þær eða skemma.

Skrílsháttur, skemmdarverk og ofbeldisfull framganga er engum málstað til framdráttar að mínu mati.

Það getur vel verið að ýmsar af "styttum bæjanna" eigi heima á "sögulegum Árbæjarsöfnum".  Þar geta þær sómt sér vel, jafnvel með tilhlýðilegum útskýringum.

Að vitna í Orwell á líklega ágætlega við hérna, "Who controls the past controls the future: who controls the present controls the past."

En þó sð skilningur okkar á fortíðinni og sögunni breytist stundum, er ekki réttlætanlegt að þurka hana út.

Stundum er hægt að leysa málin eins og gert var í Grænlandi fyrir stuttu síðan (sjá viðhengda frétt), og leysa málin með atkvæðagreiðslu íbúa.

Annars staðar geta yfirvöld lagt grunn að málamiðlunum.

Vonandi án þess að ofbeldi ráði ferðinni

 

 


mbl.is Vilja halda í styttu nýlenduherrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eftir stendur sú spurning hvers vegna sífellt er verið að reisa styttur af fólki. Það hefur mér alltaf þótt skrítin venja.

Kristján G. Arngrímsson, 10.11.2020 kl. 15:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Er það ekki af því að myndhöggvarar hafa talið okkur trú um að það sé nauðsyn?  lol

En að öllu gamni slepptu þá veit ég það ekki.  Er þetta ekki nútíma "bautasteinar" og hluti af "en orðstýr deyr aldregi"?

Það er hægt að berjast um söguna með fleiri hlutum en "blaðsíðum".

En það væri mér að meinalausu þó styttum fækkaði, eða þær hyrfu. En þær fara almenn ekki í skapið á mér og stundum segja þær ákveðna "sögu".

G. Tómas Gunnarsson, 10.11.2020 kl. 15:31

3 identicon

F. nokkrum árum, þegar átök voru í austurhluta Úkrainu milli þeirra sem vildu tilheyra Rússlandi og hinna, var líka deilt um hvort taka ætti niður styttu af Lenín. Rússarnir vildu leyfa styttunni að vera, en Úkrainumenn rífa hana niður. Sæst var á að leyfa Lenín að standa, en hann skyldi bera hálsklút í fánalitum Úkrainu, sams konar og stuðningsmenn landsliðsins bera.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 10.11.2020 kl. 19:02

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Lenín með hálsklút er alveg brilljant lausn. Svona væri hægt með hugmyndaflugi að forðast mikið af átökum.

Kristján G. Arngrímsson, 10.11.2020 kl. 19:45

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg, þakka þér fyrir þetta.  Góð saga og sýnir að oft má "lempa" hlutina.  Eitthvað rámar mig í að á öðrum stað hafi Ukraínubúar breytt styttu af honum í styttu af Darth Vadar og á enn öðrum stað í bónda með klippur og trjágrein í höndunum. 

Því verður ekki neitað að Lenín er stór áhrifavaldur í sögu Ukraínu.  Deilan stendur líklega fremur um hvort ástæða sé til að heiðra hann.

Þar eru ábyggilega skiptar skoðanir, þá helst í austur hluta landsins. En ég held að þó að Lenin standi að ýmsu fyrir myrkan hluta í sögu Ukraínu (öllu bjartari en Stalín þó) hafi yngri (sem eldri) kynslóðir Ukraínubúa gott af því að vera minntir á tilvist hans reglulega.

En auðvitað má deils um staðsetningar.

G. Tómas Gunnarsson, 10.11.2020 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband