Sögufölsun hjá BBC?

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um hvernig NYT virtist ekki geta höndlað "sumar" skoðanir í skoðanadálkum sínum.

BBC cropped pictureÍ dag las ég um hvernig BBC hefði klippt (cropped) ljósmynd þannig til að fréttagildi hennar hefði breyst, og það verulega.

Það er skrýtin ákvörðun, allveg sama hvað fréttamenn (eða myndaritstjórar) meta málstaðinn góðan.

Í raun óskiljanleg ákvörðun, því varla hefur þetta verið eina myndin sem stóð til boða frá viðburðinum.

En svona setja fjölmiðlar sem gjarna eru taldir á meðal þeirra "virtustu" niður, glata trúverðugleika og verða í raun að athlægi.

Það er ekki að undra að mörgum finnist æ erfiðara að finna fjölmiðil sem þeir treysta.

Myndina í stærri útgáfum (báðum) má finna hér.

P.S. Svo er aftur rétt að velta því fyrir sér hvers vegna BBC talar um mótmælin sem að mestu friðsamlega, þegar 49 lögreglumenn eru slasaðir.

Hvar eru mörkin, hvenær hætta mótmæli að vera friðsamleg?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki í hverju meint fölsun er fólgin. Gætirðu útskýrt það?

Kristján G. Arngrímsson, 11.6.2020 kl. 18:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þetta er auðvitað ekki fölsun, þannig lagað séð.

En myndin sýnir mismunandi hluti gerast eftir hvernig hún er klippt (cropped).  Sérðu virkilega ekki muninn?

Finnst þér engu máli skipti bareflið sem er reitt gegn lögreglunni í upprunalegu myndinni frá Reuters?

Hvers vegna ekki að birta myndina eins og hún kom frá Reuters?

G. Tómas Gunnarsson, 11.6.2020 kl. 19:23

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég sé bara ekki hvernig barefli þetta er. Mætti ekki eins segja að það hefði verið vafasamt að birta mynd þar sem útlit er fyrir að mótmælandi, sem manni gæti sýnst að væri blökkumaður, mundi barefli í átt að lögreglumönnum? Sérstaklega af því að það er mjög ógreinilegt á myndinni hvers konar barefli þetta er, reyndar sýnist mér við nánari skoðun að þetta sé leikfangasverð úr plasti. Þannig að myndin gæti sökum óskýrleika gefið brenglaða hugmynd um hvað gerðist. Ég held að þessi skurður á myndinni sé kannski frekar hugsaður sem "allur er varinn góður". 

Það sem ég átta mig ekki á er hvers vegna þér finnst blasa við að þarna sé fjölmiðillinn að gera eitthvað rangt. Kannski var það tilfellið, en mér finnst myndin ekki veita nærri nógu miklar upplýsingar til að maður hrapi að slíkri niðurstöðu. Nema maður sé að leita að tækifæri til að koma höggi á BBC - sem eins og kunnugt er er mikill þyrnir í augum frjálshyggjumanna.

Kristján G. Arngrímsson, 11.6.2020 kl. 19:44

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þannig kom myndin frá Reuters.  Finnst þér virkilega að BBC þurfi að breyta myndinni sem kom frá ljósmyndara Reuters til þess "sýna réttu myndina"?

Persónulega held ég að það hefði verið hægt að velja aðra mynd, en að breyta myndinni með þessum hætti finnst mér verulega vafasamt.

Mér finnst nú frekar reyndar blasa við að um aé að ræða "tréverk" frekar en plastsverð.

En hvers vegna hefði þurft að "klippa" út plastsverð?

G. Tómas Gunnarsson, 11.6.2020 kl. 19:48

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má bæta því við að það BBC er líklega ekkert verri í þessu sambandi en aðrir fjölmiðlar.

En eins og ég skrifaði hér fyrir nokkrum dögum um hvernig skoðanagrein olli "uppþoti" hjá NYT, þá er virkilega ástæða til að velta fyrir sér hvert fjölmiðlun stefnir.

G. Tómas Gunnarsson, 11.6.2020 kl. 19:51

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ef BBC "falsar söguna" með því að kroppa mynd frá Reuters, er þá Reuters að skrá og sýna söguna ómengaða og "ófalsaða"? Af hverju valdi Reuters að senda út nákvæmlega þessa mynd? Vitum við að Reuters hafi ekki kroppað myndina neitt?

Reyndar finnst mér fréttavefur Reuters ágætur.

Að gefa í skyn að tiltekinn fjöðmiðill sé vísvitandi að hagræða sannleikanum er mjög alvarleg ásökun og þarf kannski aðeins meira til að byggja hana á en persónulega túlkun á einni ljósmynd.

Kristján G. Arngrímsson, 11.6.2020 kl. 20:24

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað ef ´´bareflið´´ væri samúræjasverð Kristján?. Mikið geta menn verið blindir og þú augljóslega algerlega heilaþveginn og blindaður af hatri á þeim sem enn leyfa sér að hafa óritskoðaða skoðun, óháð áliti þeirra sem allt vita ávallt, allra best. Mikið áttu bágt hjartans kúturinn minn. Þegar aðeins hluti fréttaljósmyndar ratar í fjölmiðla, er einungis hluti fréttarinnar sagður og það er ekki góð fréttamennska.

 Síðuhafa þakka ég góða ábendingu. Þetta er ekkert annað en fréttafölsun.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2020 kl. 22:09

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og hvað ef bareflið var samúræjasverð úr plasti? Eða spýta sem var haldið á lofti í tvær sekúndur, rétt nóg til að næðist mynd af því? 

Aðeins hluti fréttamyndar, segirðu. Þú veist greinilega mjög lítið um það hvernig fréttaljósmyndir virka. Ertu viss um að myndin eins og hún kom frá Reuters hafi verið öll myndin sem tekin var? Hvað skar myndaeditorinn hjá Reuters burt af myndinni áður en hann sendi hana áskrifendum?

Veistu það? Ef þú veist það, deildu þá endilega þeim upplýsingum og þá kannski erum við að tala um eitthvað. Fyrir svo utan það að hvenær hefur ein fréttaljósmynd sagt allan sannleikann? Hverju sleppti ljósmyndarinn?

Annars gildir bara hérna hið fornkveðna að sínum augum lítur hver silfrið - eða fréttamyndina. 

Kristján G. Arngrímsson, 11.6.2020 kl. 22:55

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kristján minn, þú átt bágt. Staurblindur öfugumegin laga og reglu, staurblindur á staðreyndir. Eyði ekki frekari orðum í mann eins og þig. Þú ert maðurinn með sverðið. Skilningslaus með öllu og algerlega úr öllum takti við raunheima. Leitaðu þér hjálpar.

 Fréttamynd er fréttamynd. Þegar aðeins hluti hennar kemur fyrir almenningssjónir er myndin ekki lengur fréttamynd, heldur áróðurstæki. Góð fréttamenska snýst ekki um áróður, heldur hlutlausa sýn á lifsins gang. Skiljir þú það ekki áttu bágt.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2020 kl. 23:56

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, Halldór, ég er staurblindur og heimskur, ég átta mig á því núna þegar ég á orðastað við mannvitsbrekku af þínu kalíberi. "Fréttamynd er fréttamynd," segirðu og það ber vott um djúpan skilning þinn á fréttamennsku og fréttaljósmyndun, enda hefurðu áreiðanlega sinnt fréttamennsku og fréttaljósmyndun í mörg ár og ert hokinn af reynslu í þeim efnum. Eða hvað?

En Tómas, án gríns, mikil er trú þín á gamla Reuter ef þú telur hann geta tjáð heiminn ómengaðan og ófalsaðan. En þá ber að hafa í hug að við náttúrulega ólumst upp við heimsmynd Reuters í gamla daga þegar hann var eiginlega eina erlenda fréttastofan sem íslenskir miðlar fengu ljósmyndir frá (svarthvítar og loðnar). Kannski var smá frá AP. Þannig að heimsmynd Reuters varð okkar heimsmynd.

Kristján G. Arngrímsson, 12.6.2020 kl. 07:48

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að til séu mismunandi skoðanir í þessu máli eins og flestum ef ekki öllum öðrum (sannleikurinn enda sjaldnast einn).

Persónulega hef ég ekki trú á því að þeir 49 lögreglumenn sem slösuðust hafi slasast af völdum "plastsverða".

En málið endaði með því að BBC setti inn "ókroppaða" mynd og breytti fyrirsögn.  Fyrst hafði fyrirsögn fréttarinnar verið "27 police officers injured during largely peaceful protests anti-racism protests in London"., en varð "George Floyd: London anti-racism protests leave 27 officers hurt".

https://www.bbc.com/news/uk-england-london-52954899

En það var eftir býsna útbreidda hneysklun/mótmæli til stofnunarinnar.

Að sjálfsögðu er Reuters ekki hafið yfir gagnrýni, ekki frekar en aðrir. 

Ég hef ekkert sem segir að Reuters hafi ekki átt við myndina, hugsanlegt að það hafi verið gert af þeira hendi, ef það kemur í ljós að slíkt hafi breytt "sögunni sem myndin segir", myndi ég gagnrýna það sömuleiðis.

Reuters hefur fengið á sig slíka gagnrýni, aðallega á þann veg að þeir hafi svert málstað Ísrael með "kroppi", ef ég man rétt.

En sannleikurinn "eini" er ekki hjá Reuters frekar en öðrum.

G. Tómas Gunnarsson, 12.6.2020 kl. 08:39

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Enginn fjölmiðill er hafinn yfir gagnrýni og gott hjá miðlum að taka hana til skoðunar. Spurning hvort BBC hefur þó þarna látið undan "félagslegum þrýstingi" með því að birta mmyndina ókroppaða. En svo má segja að með því hafi BBC hreinlega sagt söguna frá tveim hliðum - sem hvorug gæti þó talist sú "rétta", því að slíka hlið er erfitt að finna, að minnsta kosti svona í amstri og hraða fréttadagsins.

Við skulum þó halda því til haga að fréttamennska er fag, sem hefur sín gildi og þar er hlutleysið og sannleiksleitin æðst gilda. Ég held, kannski af því að ég vann svo lengi á fjölmiðlum, að yfirgnæfandi meirihluti fréttafólks hafi þessi gildi í heiðri eins mikið og er í mannlegu valdi.

Það er raunverulega ódýrt að sitja heima hjá sér við tölvuna sína og gera lítið úr og lýsa frati á viðleitni þessa fólks til að vinna vinnuna sína af heilindum og réttsýni.

Kristján G. Arngrímsson, 12.6.2020 kl. 09:32

13 identicon

Það leiðinlega er að stundum finnst manni eins og mannlegt vald blaðamanna fari minnkandi. Hugsanlega var maður bara ógagnrýnni á yngri árum.

Heilindi geta verið gagnvart ýmsu, t.d. því sem manni sjálfum finnst réttsýnt (eigin skoðanir).

ls (IP-tala skráð) 12.6.2020 kl. 11:59

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Is, eg skil ekki alveg hvað þú ert að meina. En heilindi fréttafólks eru fyrst og fremst gagnvart lesendum/áhorfendum. Það fer oft mikið í taugarnar á þeim sem hafa völd. (Líka þeim sem langar að hafa völd, eða finnst að þeir ættu að hafa völd). Samanber barnaleg ofsaköst Trumps í garð fjölmiðlafólks.

Mér hefur sýnst að þeir sem gagnrýna fréttaflutning geri það oftar en ekki af pólitískum hvötum og forsendum, t.d. þegar frjálshyggjumenn gripa tækifærið að koma höggi á ríkisrekna fjölmiðla. (Ekki vegna þess að þeir séu slæmir fjölmiðlar, heldur af því að þeir eru ríkisreknir - allt ríkisrekið er jú slæmt, skv. skilgreiningu). Dæmi um þetta held ég að sé þessi bloggpistill Tómasar. 

Auðvitað er í flestum tilvikum um að ræða þetta sama gamla að skjóta (á) sendiboðann. Þeir sem eru haldnir ofsóknarkennd (paranoju) eru líka oft að beina spjótum að fjölmiðlum - aftur sbr. Trump (sem er þó reyndar fyrst og fremst narsissisti). Tek fram að þetta eru mínar skoðanir og alveg óþarfi að reyna að telja mér hughvarf. Það mun ekki virka.

Kristján G. Arngrímsson, 12.6.2020 kl. 12:28

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þeir mörgu sem voru staddir þarna (fjölmiðlamenn sem aðrir) hafa ábyggilega margar mismunandi upplifanir og frásagnir.

En þess vegna er að sumu leyti áríðandi að ljósmyndir sýni nokkuð vítt sjónarhorn, en "kroppi" það ekki niður um of.

Það gefur lesandanum (eða áhorfandanum) meiri möguleika á því að meta hlutina sjálfur.  Því eins og þú segir, þá eru margar hliðar á flestum málum.

Ég tel að almennt reyni lang flestir að sinna vinnunni sinni af heilindum og trúmennsku.

En það breytir því ekki að allir hafa skoðanir.

Ég held að lang flestir stjórnmálamenn vilji láta gott af sér leiða, svona almennt séð.

Það þýðir ekki að ég telji það "ódýrt" að sitja heima við tölvuna og gagnrýna gjörðir þeirra eða frammistöðu.

Það sama má segja um fjölda annara stétta.

En fjölmiðlafólk, sem margt má segja að hafi atvinnu sína af því að gagnrýna aðra, er oft ótrúlega viðkvæmt fyrir gagnrýni á sig.

Ég hugsa að það sé jafn erfitt að fá afsökun frá fjölmiðla- og stjórnmálafólki.

Báðum þykir það mikill álitshnekkir að þurfa að viðurkenna að eitthvað hafi betur mátt fara.

Samgangur fjölmiðla og stjórnmálafólks er svo annar handleggur.  Ég hygg að á Íslandi hafi fáar starfsgreinar aðrar en lögfræðingar og svo hugsanlega for-/framkvæmdastjórar (ef við teljum þá starfsgrein), lagt til fleiri stjórnmálamenn en fjölmiðlageirinn. (hér að baki býr þó ekki vísindaleg rannsókn, meira tilfinning).

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Ég er ekki alveg viss um hvað þú meinar með "mannlegu valdi".

En hitt er að ég held að fjölmiðlar ásamt mörgum öðrum stéttum og fyrirtækjum búi við minna traust og gagnrýnni "pöpul" en áður fyrr.

Taktu bara lækna sem dæmi.  Maður í hvítum sloppi var ímynd "trausts" í "den".

Nú, er þeir gagnrýndir og "pöpullinn" leitar á internetinu að "second opinion".

En hitt tek ég undir með þér að heilindi eru oft ekki hvað síst við eigin lífsviðurhorf.

G. Tómas Gunnarsson, 12.6.2020 kl. 12:39

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Sá þína nýjustu athugasemd ekki fyrr en ég hafði póstað minni síðustu.

Ég skrifaði hér fyrir örfáum dögum pistil þar sem mér fannst NYT hafa "fallið á prófinu".

NYT er ekki ríkirekinn fjölmiðill, en það gerir hann hvorki betri né verri.  Það gera þeir sem taka ákvarðanir á miðlinum, og um þær eru ábyggilega skiptar skoðanir.

Það virðast hins vegar margir telja að ef fjölmiðlar séu í opinberri eigi, verði þeir sjálfkrafa hlutlausir.  Það er að mínu mati heldur ekki rétt.

Enda væru líklega um það harðar deilur um hvernig bæri að skilgreina hlutleysið og hverjir væri færir um það.

En hitt er svo að fjölmiðlar hafa margir hverjir (líklega flestir) orðið fyrir vaxandi gagnrýni, oft verðskuldaðri að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 12.6.2020 kl. 12:47

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Það virðast hins vegar margir telja að ef fjölmiðlar séu í opinberri eigi, verði þeir sjálfkrafa hlutlausir. Það er að mínu mati heldur ekki rétt."

Þetta er einmitt það sem gerir fjölmiðla í opinberi eigu að verri (hættulegri) fjölmiðlum því fleiri treysta þeim í blindni.

Og varðandi myndina þá er hún klárlega fölsun að mínum dómi.

Guðmundur Jónsson, 15.6.2020 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband