19.5.2020 | 11:16
Smá "upplýsingaóreiða" hjá Svandísi? Eða ekki öll sagan sögð?
Ég hlustaði á ræðu Svandísar. Hún var ágætlega flutt en innihaldið lítið. Það er svo sem ekki endilega ástæða til það búast við miklu á vettvangi sem þessum.
Réttilega segir Svandís að Íslendingar hafi komið vel út í baráttu sinni við Kórónuveiruna.
Það er eðlilegt að hún hrósi Íslenska heilbrigðiskerfinu, og segi að baráttuaðferðir s.s. mikil skimun, smitraking og sóttkví hafi skilað árangri.
En er ekki mikil skimun á Íslandi afrakstur mikillar samvinnu hins opinbera kerfis og einkafyrirtækis?
Einkafyrirtækis sem hefur skimað þúsundir einstaklinga á eftir því sem mér skilst eigin kostnað.
Einkafyrirtækis sem hljóp undir bagga með Íslenska heilbrigðiskerfinu þegar tækjakostur bilaði.
Væri búið að skima fast að 35% Íslensku þjóðarinnar ef Íslenskrar erfðagreiningar hefði ekki notið við?
Það er engin leið að fullyrða um hve stóra rullu sú skimun hefur spilað, en hún er vissulega þakkarverð.
Er ekki árangur Íslendinga afrakstur góðrar samvinnu hins opinbera heilbrigðiskerfis og einkageirans?
Eðli málsins samkvæmt er hlutur hins opinbera mikið stærri og á hann sannarlega skilið hrós.
Svandís þakkaði WHO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Það er ljótt og leiðinlegt að segja það, sérstaklega núna þegar allir eru að rifna af stolti yfir því hvað þetta hafi gengið vel, þá er ekki gaman að þurfa að segja að viðmiðunin um hvað gekk vel eða ekki vel er líklega kolröng. Mælikvarðinn á árangur hér hlýtur að vera sá hvernig tekst að lágmarka heildartjón bæði vegna veirunnar og aðgerða gegn henni, til langs tíma. Það að stoppa útbreiðslu með því að loka landinu og hindra samskipti fólks er fjarri því að vera endilega skref í rétta átt þangað. Því til að viðhalda þeim árangri verður að halda landinu lokuðu og samskiptum í lágmarki árum saman. Það getur allt eins verið skref í ranga átt þegar allt kemur til alls.
Það hversu smitin eru fá á nefnilega eftir að koma okkur illilega í koll. Þetta er svolítið eins og að vera í borg sem er umsetin af óvinaher. Vitað er að ef óvinirnir komast inn í borgina verða einhver átök og einhverjir týna lífinu. Og því er borgarhliðunum lokað. En óvinirnir bíða fyrir utan. Og þeir geta beðið rólegir, því á einhverjum tímapunkti verður að opna borgarhliðin. Í það minnsta þegar matarbirgðirnar klárast. Myndu borgarbúar líta á það sem árangur að þeim hafi tekist að loka borgarhliðunum? Ég efast um það.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2020 kl. 11:44
Það hentar ekki ríkinu að eitthvert einkafyrirtæki sé að brillera.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2020 kl. 16:10
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það er að mínu mati enginn leið til þess að segja hvernig lokaniðurstaðan verður.
Eins og er hafa Íslendingar komið vel undan Kórónuveirunni. Verði hún langvinn og komi aftur og aftur, og langur tími líði þangað til bóluefni finnst, gæti annað orðið upp á teningnum. Um slíkt er ómögulegt að segja á þesari stundu.
Hvernig spilast úr efnahagsvandræðum er sömuleiðis ákaflega óljóst nú.
Það mun líklega skýrast með haustinu.
Spurningin er auðvitað "hvað er til mikill matur", og hvort að óvinirnir þurfi að gefast upp á að bíða?
Ómögulegt að segja til á þessari stundu að mínu mati.
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ég man í fljótu bragði ekki eftir hrósi frá Svandísi til einkafyrirtækis í heilbrigðisgeiranum.
En aldrei að segja aldrei? Svona eins og JB. Hef þó ekki mikla trú á því frá Svandísi.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2020 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.