Heimspekingur með sígarettu

csm 1105 DHM HannahArendt Website Header oL EN 01 d3b408fc05Sinn er siður í landi hverju er oft sagt.

Mér flaug það máltæki í hug þegar ég sá auglýsingu um sýningu í Þýska Sögusafninu um Þýsk/Bandaríska heimspekinginn Hönnu Arendt.

Mér varð hugsað til Íslands þegar ég sá að safnið hafði "vogað" sér að setja mynd af henni með sígarettu á vefborðann (sem ég tók að láni og birti hér).

Reyndar held ég að í gegnum tíðina hafi ég séð fleiri myndir af henni með sígarettu en án.

Einhvern tíma sá ég haft eftir henni setningu sem í minni eigin þýðingu myndi hljóða eitthvað á þessa leið:  Að reykja og hugsa fer vel saman.

Hr. Google var ekki lengi að finna nokkrar FaceBook síður sem tengdust henni, þar á meðal þessa , sem er "útbíuð" í sígarettum.

En ef til vill kunna Þjóðverjar ekkert fyrir sér í tóbaksvörnum og þyrftu leiðsögn Íslendinga í slíkum málum.

Þjóðverjar gætu svo í staðinn deilt með Íslendingum reynslu sinni af ritskoðun og sögufölsunum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jahérna, sjálft Evrópusambandið frjálslyndara en Ísland!

Annars er þetta Bubbamál stórkostlega vandræðalegt yfir leikhúsið og manni dettur í hug atriði í þeirri frábæru mynd Thank You For Smoking.

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 07:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það eru í gildi í "Sambandinu" reglur um bann við tóbaksauglýsingum.

Síðan eins og oft er geta einstök lönd gengið lengra. En það er vert að hafa í huga að Frakkland og Þýskaland, þó sérstaklega Frakkland, hafa lengi verið á meðal mestu reykingaþjóða Evrópu. Og ef sá "öxull" hefur takmarkaðan áhuga á málinu....

Ég get ekki ímyndað mér þann Franska forseta sem hættir sér út á það "jarðsprengjusvæði" að banna reykingar t.d. í bíómyndum.

Þó rámar mig eitthvað í einhver heilbrigðisráðherra í Frakkland sem skaut einhverjum svoleiðis hugmyndum fram. 

Ef slíkt bann gilti fyrir eldri myndir, reikna ég með að í það minnsta kosti 70% af frönskum myndum yrðu ósýningarhæfar.

En Þjóðverjar eru líka afar varkárir og viðkvæmir fyrir ritskoðun og ég tala nú ekki að "retoucha" myndir.  Það er skiljanlegt.

Einhver sá ég stinga upp á því að þetta væri "prómótrix" hjá leikúsinu. Þetta hefur vissulega skapað umtal.

En ég get tekið undir það með þér að mér finnst þetta fyrst og fremst vandræðalegt, t.d. að reyna að kenna FaceBook um, sem ég hef ekki mikla trú á miða við það sem ég hef séð þaðan (en ég get ekki útilokað það).

Hef ekki séð myndina sem þú minnist á.

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 08:32

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Spurning hvort þessi retúsering á Bubbamyndinni hefur verið brot á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um bann við ritskoðun? - kannski ekki, en samt.

Að þetta sé prómótrix finnst mér ekki líklegt. Þetta var bara klúður. Einfaldast hefði verið að skipta um mynd, eins og lagt var til eftirá, nóg er til af kúl myndum af Bubba.

Ég nota Thank You for Smoking í siðfræðikennslu.

https://www.youtube.com/watch?v=w6N8VQapueI

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 08:51

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég get á engan hátt séð að sjálfsritskoðun leikhúss stangist á við stjórnarskrá.  Hefði komið skipun frá opinberum aðilum gæti slíkt átt við.

En þetta er að mínu mati skýrt brot á höfundarrétti ljósmyndarans, ef ekki hefur verið haft samráð við hann.

En hins vegar má fagna þeirri umræðu sem hefur sprottið upp um málið og gott að fólk veltir slíkum málum fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 09:13

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Voru ekki einhverjar slettirekur búnar að hóta leikhúsinu kæru, yrði myndin óbreytt?

En staðhæfingar um að þetta sé Facebook að kenna eru greinilega uppspuni með hliðsjón af þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 09:28

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Björgvin Pálsson tók myndina og enginn spurði hann leyfis fyrir breytingunni. Hann móðgaðist nú, og ég skil hann alveg.

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 09:57

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það má meira en vera að leikhúsinu hafi verið hótað kæru, þekki það ekki, en kæmi sannarlega ekki á óvart.

Ég þekki ekkert til Facebook, hef aldrei verið þar, en fann síðuna þaðan með einfaldri Google leit.  Sú virðist hafa verið þar í langan tíma.  En það getur verið gott að kenna "vondum stórfyrirtækjum" um. 

En leikhúsið eða Facebook eru líklega einu aðilarnir sem gætu varpað frekar ljósi á staðreyndir hvað þetta varðar.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég sé enga sérstaka ástæðu fyrir Björgin að móðgast (þó að vissulega megi deila um skilgreiningu á því orði).

En það er gengið á rétt hans.  Hann á að mínu mati greiða leið til að fá skaðabætur frá leikhúsinu.

En það getur líka verið að hann láti sér duga að fá það sem honum hlýtur að hafa verið greitt fyrir notkun á henni. Eða hann fer fram á miskabætur. En hann virðist ósáttur.

https://www.ruv.is/frett/2020/05/08/ljosmyndarinn-osattur-vid-breytinguna-a-bubba-myndinni

En það er alltof erfitt hlustkipti að ganga sífellt um móðgaður.

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 10:38

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst að það ætti einhver lögmaður að bjóðast til að fara í mál við leikhúsið fyrir hönd Björgvins. Ekki síst vegna þess að það er alveg ótækt að eitthvert svona lið hjá ríkinu komist sífellt upp með að ljúga til þegar það er krafið um skýringar. Eins og bent er á fær Hannah Arendt að vera með sígó á Facebook. Því er ljóst að það er LYGI að Facebook banni slíkar myndir.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 10:38

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það væri vissulega fróðlegt að vita hvað löggjafinn setti ofar, tóbaksvarnarlög, höfundarrétt eða varðveislu sögulegrar staðreyndar.

En þessi umræða vekur upp margar spurningar.  Vil taka það fram að ég hef ekki séð umrætt leikrit.

En er það löglegt á Íslandi að leikverk minnist á "skrýtnar sígarettur".  Þær eru, öfugt við tóbaks sígarettur sannarlega ólöglegar á Íslandi.  Myndi slíkt flokkast undir hvatningu til neyslu "skrýtinna sígaretta"?

Ef minnst er á "skrýtnar sígarettur" í umræddu leikverki, nema þá til að fordæma þær,  væri það ekki ástæða til þess að í það minnsta banna leikverkið innan 16 eða 18 ára, eða jafnvel banna það alfarið?

Þar er sannarlega um að ræða ólöglegan vímugjafa.

En fíknin er margslungin.  Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig e-sígarettur, eða veip, hefur ná þeirri útbreiðslu sem þær hafa án þess að það megi auglýsa þær?

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 11:04

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, Þorsteinn, þetta væri snöggtum skárra mál ef "eitthvert lið hjá einkafyrirtæki" hefði brotið á rétti ljósmyndarans. Annars eru ljósmyndarar friðsemdarmenn og ólíklegt að hann láti til skarar skríða, jafnvel þótt hann fengi gjafsókn.

Tommi, það er enginn að tala um að "ganga sífellt um móðgaður", þar geristu sekur um "rauða síld." Þú misskilur eitthvað móðgun, hún er afskaplega eðlileg tilfinning og partur af "varnarkerfi" mannskepnunnar.

Ég held að sá sem segir sjálfum sér og öðrum að hann móðgist aldrei sé að blekkja sjálfan sig og tali af óheilindum. Sá sem raunverulega móðgast aldrei hlýtur að vera undirlægja (eða bara skorta testósterón!), móðgun er ósköp eðlegt viðbragð við því þegar vegið er að sæmd manns. Að móðgast aldrei er því til marks um skort á eðlilegum metnaði.

En ef móðgun fer út í öfgar er hún náttúrulega, eins og annað öfgakennt, til mikils ama og jafnvel hættuleg. Að vera "sífellt móðgaður" er jafn slæmt og að móðgast aldrei. Í þessu eins og svo mörgu öðru gildir meðalhófið. Maður á að móðgast þegar við á.

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 12:36

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulega finnst mér gróflega gengið á rétt ljósmyndarans.

En þetta er líklega eins og oft áður spurning um "upplifun" og túlkun.

Ég tel mig til dæmis eiga rétt á því að fá greitt eins og samið hefur verið um. Ef svo er ekki verð ég ósáttur.

Ef það bregst, og ég fæ 10% minna, móðgast ég ekki, heldur fer til viðsemjenda míns og krefst þess að hlutirnir verði leiðréttir.

Ef hann segir mig "fíbbbbl og hálfvita", gæti farið svo að ég mógðaðist, enda ég hafður fyrir rangri sök og vegið að heiðri mínum.  LOL

Hefði ég átt umrædda mynd, hefði ég að sjálfsögðu krafist skýringa á þessu athæfi, en ekki byrjað á því að "móðgast".

Eftir eðli útskýringanna hefði ég ákveðið hvort að ég myndi lögsækja leikhúsið eða ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband