Þarft að mæla mótefni í blóði

Það er gott að hafin er mæling á mótefnum í blóði hjá Íslendingum.  Mæling eins og hér er talað um er þó annmörkum háð og líklegt að hún skil að einhverju marki skekktum niðurstöðum.

En það þyrfti að framkvæma þokkalega stóra úrtakskönnun  í öllum landshlutum, þannig að yfirsýn náist.

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki hvað þessi prófun er dýr (það væru vissulega fróðlegar upplýsingar), en það er eigi að síður nauðsynlegt.

Ef að kostnaður er ekki óheyrilegur væri einnig æskilegt að hægt væri að bjóða einstaklingum (t.d. í samvinnu við ÍE, ef áhugi væri þar fyrir hendi) upp á þann kost að kaupa sér mótefnamælingu.

Eða er æskilegra að bíða með fjöldamælingar þangað til verðin leita niður á við, eftir því sem tíminn líður?

En miðað við hvað ég hef heyrt frá mörgum að þeir séu í vafa hvort það þeir hafi sýkst af Kórónuveirunni eða ekki, reikna ég með að eftirspurnin sé til staðar.

 

 

 

 


mbl.is Söfnun blóðsýna fyrir mótefnamælingu hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband