Er hættulegra að dansa en að sitja hlið við hlið í strætó?

Ég get alveg skilið að skemmtistaðir valdi vandræðum hvað varðar ákvarðanir um sóttvarnir.  Drukkið fólk tekur ekki alltaf skynsamlegust ákvarðanirnar.

Þéttskipað dansgólf, þar sem "heitir og sveittir" einstaklingar "hrista" sig hlið við hlið hljómar eins og ákjósanlegur staður fyrir smit.

Svo er auðvitað hættan á að einhverjir kjósi t.d. að skiptast á munnvatni.

En er meiri hætta á að smitast á skemmtistað en í strætó?

Er meiri hætta á að smitast af einstaklingi á skemmtistað en sama einstaklingi á leið á skemmtistað  í strætó?  Hvað skyldu margir einstaklingar sitja í sama sætinu að meðaltali á dag í strætó?

Er einhver sem sótthreinsar í strætó yfir daginn?

Nú er mikið talað um smit á skemmtistöðum í Kóreu.  Hefur einshvers staðar verið talið hvað margir hafa smitast í almenningssamgöngum?  Ég hef ekki séð slíkar tölur, en það má heyra á æ fleirum að þeir forðist almenningssamgöngur eins og heitan eldinn.

Svo er það þetta með munnvatnið.  Skyldi "Þríeykinu" ekki hafa dottið í hug að það þurfi að loka "Tinder" og öllum þessum "öppum" fyrir Íslendingum?

Svo er það 2ja metra reglan. 

Það þarf ekki að nema að líta yfir helstu fréttasíður Íslands til að sjá að hvorki almenningur né opinberir aðilar fara eftir reglunni.

Það er hins vegar eðlilegt að skemmtistaðir þurfi að virða fjöldatakmarkanir eins og verður í gild í það og það skiptið.


mbl.is Til skoðunar að seinka opnun skemmtistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband