9.5.2020 | 13:10
Eystrasaltsríkin opna sín á milli þann 15. maí
Tilkynnt hefur verið að íbúar Eystrasaltsríkjanna geti ferðast óhindrað á milli ríkjanna þriggja frá og með 15. maí næstkomandi.
Enginn krafa verður um sóttkví en allir eru hvattir til að fara varlega, fara eftir reglum, halda fjarlægð og vera með grímu ef svo ber undir.
Forystumenn ríkjanna tala um að næstu skref gætu orðið að bjóða Finnlandi og Póllandi að að taka þátt í "ferðafrelsissvæðinu".
Öll löndin 5. hafa komið þokkalega undan Kórónuveirunni hingað til.
Eistland mun einnig slaka á takmörkunum á ferðum til Finnlands þann 14. maí, en takmarkanir verða enn þá í gild.
Boðið verður upp á skimanir um borð í ferjum á á milli Tallinn og Helsinki.
Það er ekki ólíklegt að við sjáum fleiri sambærilega tilkynningar á næstunni. Öll ríki eru að leita leiða til að koma efnahagslífinu í gang auka viðskipti og ferðalög.
Samgöngur á milli svæða þar sem veiran hefur verið hamin, eru álitin hæfileg fyrstu skref.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Ferðalög, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.