11.5.2020 | 05:39
Hafa Íslendingar verið að sniðganga erlendar vörur?
Fáar þjóðir eru jafn háðar millilandaviðskiptum og Íslendingar. Þjóð sem framleiðir langt umfram eigin þörf af fiski og rafmagni.
Það er ekki síst vegna þess sem sú kreppa sem fylgir viðbrögðum þjóða heims við Kórónuveirunni eiga eftir að verða Íslendingum erfið.
En þessi viðbrögð eru ef svo má að orði komast alþjóðleg. Það er að verða "þjóðleg".
Allar þjóðir heims eru meira og minna að hvetja eigin þegna til að neyta meira af innlendum afurðum.
Íslendingar ekki undanskildir.
Við höfum heyrt að Frakkar hvetja sitt fólk til borða meiri ost, Belgar og Kanadamenn hvetja sitt fólk til að borða meira af frönskum kartöflum.
Ítalir vilja að sitt fólk drekki meira af "local" vínum. Og svo framvegis.
Sjálfur vildi ég glaður leggja mitt af mörkum, hugsa að ég gæti drukkið meira af Ítölskum vínum og notið með þeim franskra osta. Ég get alveg hugsað mér að snæða meira "belgískum" kartöflum, sérstaklega ef að steik væri með.
Þegar ástandið er erfitt þjappa þjóðir og hópar sér saman.
Það eru eðlileg viðbrögð þó að þau geti verið varasöm ef of langt er gengið.
En það er líklegt að víða um heim muni fyrirtæki endurskoða það nú er kallað "aðfangakeðjur" sínar. (þarf bara að bæta "dags" inní og það hljómar eins og jólaskraut).
Hugsanlega til styttingar og jafnvel auka fjölbreytni, þannig að síður sé hætta á skorti.
En þegar hvatt er til þess að keypt sé Íslenskt er gott að leiða hugann að því að sambærilegar hvatningar heyrast í öllum löndum.
Eins og alltaf er best að miða kaup útfrá samspili verðs og gæða.
Frakkar sagðir sniðganga íslenskar sjávarafurðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Af hverju er innflutt hrávara eins og kjöt merkt sérstaklega? Veistu eitthvað um hvaðan kjúklingurinn í borðinu eða nautasneiðin kemur þegar þú ferð í búðina? Veljum íslenskt hjálpar lítið ef allt er ómerkt.
Halldór Jónsson, 11.5.2020 kl. 21:43
@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki sérfróður um Íslensk matvælalögjöf og reglugerðir. En ég held að allt kjöt eigi að upprunamerkja. Það sama gildir um grænmeti og flesta ávexti.
En það er eitt að setja lög og annað að framfylgja þeim, í þessum efnum jafnt sem öðrum.
Þannig ætti að sjást hvort að varan er Íslensk eða innflutt.
En þegar kjöt er unnið frekar gilda aðrar reglur. Ég er nú ekki með það á hreinu hvað þarf að vinna það mikið. Í sumum löndum eru til reglur um hvað mikið af verðmætinu þarf að verða til innanlands, til að vara teljist innlend.
En ég tel nokkuð öruggt að á Íslandi telst skinka sem væri unnin úr t.d. Spænsku svínakjöti Íslensk framleiðsla. Sama myndi gilda um pylsur, álegg, kjötfars o.sf.rv. Framleiðandi gæti nefnt upprunaland hráefnis, en er ekki skyldugur til að þess að ég tel. En ég er ekki að fullyrða um stöðuna á því.
En ég held að það væri varla nóg að saga læri í sneiðar, það myndi ekki gera kjötið Íslenskt.
Ég held sömuleiðis að ekki sé skylda að geta upprunalands brauðmetis. Það getur verið innflutt frosið og/eða hálfbakað.
En ég held nú að almennt hafi lög og reglugerðir orðið strangari undanfarin ár. "Sambandið" (sem síðan hefur áhrif á EEA/EES) held ég að hafi reynt að herða á reglum, eftir "hrossakjötsskandalinn".
En ég myndi ekki hika við að spyrja "kaupmanninn" hvers vegna það sé ekki merkt upprunaland með verðinu.
G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 05:26
Það sem Ísland þarf að gera, er að vernda eigin framleiðslu ... við getum séð hér, á þessarri stundu. Hversu hættulegt það er, að hafa enga eða littla innanlandsframleiðslu ... þegar herðir í álinn.
Örn Einar Hansen, 12.5.2020 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.