28.4.2020 | 06:34
Viðtalið við Katrínu - án Franskrar þýðingar
Ég er ekki mikill aðdáandi þess að kvikmyndir eða viðtöl séu "over voiced". Yfirleitt fer það mikið í taugarnar á mér. Textun er mun þægilegri og skemmtilegri máti.
Hér má finna viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur, hjá Frönsku sjónvarpsstöðinni France24, án Frönsku "voice over" þýðingarinnar. Mun þægilegra til áhorfs og hlustunar.
P.S. Til gamans má geta þess að France24 er 100% í eigu Franska ríkisins og er ætlað að koma "Frönsku sjónarhorni, i fréttaflutningi, á framfæri í heiminum. Stöðin sendir út á Ensku, Frönsku, Spænsku og Arabísku.
Frakkar hafa lengi haft áhyggjur af "anglo-american" áhrifum í heimsfréttunum og er France24 ætlað að vera "Franskt mótvægi".
Góðan árangur megi rekja til almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Athugasemdir
Mikið af munnlegum fótskriðum hjá Kötu. And...ööööö, is...ööööö aaaaa, ööööö. þyrfti að bregða sér í talþjálfun. Viðtalstíminn nýtist henni ekki meira en 50%.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2020 kl. 08:35
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Þetta er ekki "djúpt" viðtal, frekar en flest á fjölmiðlum sem þessum.
En mér finnst Katrín standa sig með ágætum. Það er aldrei einfalt að vera í viðtali á öðru tungumáli en sínu eigin, þó að maður telji sig ágætlega færan í viðkomandi tungumáli.
Við bætist svo að viðtalið er tekið úr myndveri í Frakklandi, en Katrín á Íslandi, þannig að misjafnt er hvernig "linkurinn" virkar.
Hins vegar er ég meira hugsandi yfir "voice overinu" í Frönsku útgáfunni. Hissa á því að nokkur skuli nenna að horfa/hlusta á svona.
G. Tómas Gunnarsson, 28.4.2020 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.