20.4.2020 | 06:23
Trump er "besti vinur" Kína og lúffaði fyrir þeim
Það er oft rætt um að Bandarísk stjórnmál séu ekki rekin á mjög háu plani oft á tíðum og má það nokkuð til sanns vegar færa.
Það eru sömuleiðis margir sem spá því að komandi kosningabarátta (sem er rétt að hefjast) eigi eftir að ná nýjum hæðum/lægðum hvað varðar "skítkast", rangfærslur og þar fram eftir götunum.
Upp á síðkastið hefur mátt heyra nokkra gagnrýni á Joe Biden í þá átt að hann "húki bara heima í kjallaranum" og lítið heyrist í honum á þessum miklu hættutímum í sögu þess ríkis sem hann sækist eftir að leiða.
Eitthvað er að lifna yfir honum og þetta myndband/auglýsing var birt á síðasta laugardag.
Þar ræðst Biden harkalega á Trump, eins og fæstum ætti að koma á óvart. En ég verð að viðurkenna að hann kemur úr átt sem á sá ekki fyrir og kom mér skemmtilega á óvart.
En það er ljóst að baráttan verður hörð og óvægin og ef þetta myndband gefur tóninn, gæti Kína verið í stærra hlutverki en þeir kæra sig um.
En sjón er sögu ríkari.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:56 | Facebook
Athugasemdir
Fátt sannleikanum samkvæmt hér. Biden var alfarið á móti ferðabanni á kína og sagði Trump rasista og xenophobe, þegar hann gerði það. WHO gagnrýndi hann líka og sagði ferðir öruggar. Trump reyndi að senda vísindamenn til Kína og bauð hjálp en var vísað frá.
Það er gott að vera monday morning quarterback. Það vissi enginn hvað var í gangi og kína laug og leyndi hlutunum.
Biden sendi Trump afsökunarbréf vegna ummælana um ferðabannið. Hér er við engan annan að sakast en Kína.
Biden sem varaforseti lapti kína upp og sonur hans gerði 1.5 milljarða dollara fjárfestingarsamning við kínverja er hann ferðaðist í airforce 2 með pabba sínum.
Enginn hefur verið harðari við Kína enn Trump. Hann talaði eðlilega varlega um þá þar sem hann hefur staðið í veigamiklum samningaviðræðum við þá. Hann hefur sett tariff á þá fyrir milljarða og hvatt fyrirtæki til að koma sér heim.
Biden veit ekki einu sinni í hvaða fylki hann er hverju sinni og getur ekki haldið samhengi í einni setningu.
Trump rúllar þessum vitleysingi upp.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 07:35
Væntanlega hafa bæði Trump og Biden gert sér grein fyrir að líkurnar á því að um manngerða veiru sé að ræða fara sífellt vaxandi. Og ef maður prófar að setja sig í spor ráðamanna í Kína og velta fyrir sér hvernig veiran getur nýst til að hrekja Vesturlönd út í aðgerðir sem hafa þær afleiðingar að setja samfélögin á hliðina þá er óhugnanlegt hversu vel sú strategía gengur upp. Það er ágætt að hafa til hliðsjónar stöðuna nú í Kína sjálfu. Jú, vissulega hefur tugum eða hundruðum þúsunda verið fórnað, en samanborið við ávinninginn af að ná undir sig, með fjárfestingum og eitruðum lánum, atvinnulífi hruninna samfélaga í vestrinu, er sá fórnarkostnaður auðvitað ekki neitt.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 10:25
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Þessi auglýsing er í "klassískum Bandarískum kosningastíl" ef svo má að orði komast.
Þar er gjarna skautað frjálslega í kringum staðreyndir og klippt saman myndskeið frá ólíkum atburðum. Oft er einhver sannleikskjarni. Til dæmis er það líklega rétt að 40.000 einstaklingar hafi komið til Bandaríkjanna eftir að Trump setti ferðatakmarkanir á frá Kína. En stærstur hluti þeirra voru Bandaríkjamenn. Það hefði líklega heyrst hljóð úr horni ef Bandarískum ríkisborgurum hefði verið meinað að snúa heim. NYT var t.d. með frétt þar sem um þetta er fjallað, en þar er líka talað um allan þann fjölda sem kom til Bandaríkjanna í janúar, á meðan Kínverjar voru í hálfgerðum blekkingarleik. Hvernig WHO lagðist síðan gegn ferðabanni er önnur saga.
https://www.nytimes.com/2020/04/04/us/coronavirus-china-travel-restrictions.html
En það er líka ljóst að stuðningsmenn Trumps munu nota svipaða taktík, það er flest leyfilegt í ástum, stríðum og Bandarískum kosningum.
Þannig er þegar farið að bera á tali "Beijing Biden" og svo framvegis. "The Mudslinging" mun aðeins aukast eftir því sem nær dregur.
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Ég held að líkurnar á því að veiran sé manngerð séu ekki miklar, en ég er auðvitað ekki veirufræðingur. Annar möguleiki er að veiran sé ekki manngerð en eigi sér "aðstoðarmenn við dreifingu".
Persónulega hef ég ekki mikla trú á því heldur.
En ég hef fulla trú á klúðri, vanþekkingu, hræðslu, ótta og yfirhylmingu í upphafi.
Í einræðisríkjum getur það krafist hugrekkis að hringja í yfirboðarana með slæmar fréttir. Slíkt hugrekki eiga ekki allir til.
En það er ekkert nýtt að vírusar stökkvi frá dýrum til manna og hefur gerst um árþúsundir og mun líklega halda áfram að gerast svo lengi sem lönd byggjast.
Hversu mikill ávinningur einstakra ríkja mun verða á eftir að komast í ljós og mun ekki síst ráðast af skynsemi þjóðarleiðtoga. Sú setning gefur í sjálfu sér ekki sérstaka ástæðu til bjartsýni.
En það á efalítið margt eftir að fara öðruvísi en menn sjá fyrir sér nú.
G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2020 kl. 16:31
Varðandi það hvort veiran er manngerð, þá þykir það sannað að svo er ekki. Menn sjá þetta með genetískri greiningu hennar. Hvort hún kom frá tilraunastofu er annað mál. Tilraunastofur vinna með veirur til að komast að eðli þeirra og finna vopn gegn þeim. Það eru stórir peningar í því.
Það er alls ekki ólíklegt að þessi veira hafi sloppið óvart útfyrir tilraunastofuna í Wuhan. Fjöldamörg rök leiða að því. Yfirklór Kínverja og panikk gefa það líka til kynna. Það hefur kostað fjölda mannslífa.
Þessi 40.000- sem Biden nefnir eru já þeir ameríkanar sem aðstoðaðir voru við að koma heim. Þeir fóru allir í sóttkví við komuna og höfðu engin áhrif á þróun mála. Það verður veisla fyrir Trump að taka Biden í rökræðum og reka hvert einasta atriði ofan í hann.
Eg spái því að Biden verði settur til hliðar fyrir kosningar og sagt að það sé af heilsufarsástæðum. Í staðinn kemur Cuomo ríkistjóri NY. Það er eini sjens demókrata til að halda í eitthvað af baklandi sínu.
Demókrötum verður allt að óláni. Fyrst brjálast þeir yfir að Trum segi að hann hafi óskorðað vald yfir rikjum í aðgerðunum. Sem er rétt því í 10. amendment segir að hann hafi það yfir öllu sem rekið er af ríkinu. Þar með Heilbrigðismálum. Ríkin hafa sjálfstætt vald um allt annað.
Þegar hann gaf svo boltann til ríkjanna, þá brjáluðust þeir líka og heimta að ríkið taki þau upp á arma sína.
Vandlifað í þessum heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 17:53
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Þetta voru ekki eingöngu ríkisborgarar, og þeir voru vissulega hvattir til þess að fara í sótthví en eftirfylgnin var ekki til staðar.
Heilbrigðismál í Bandaríkjunum eru ekki rekin af alríkinu. Það er ábyrgð ríkjanna.
Ef ég man rétt er talað um að u.þ.b. 60% af sjúkrahúsum séu í eigu "óhagnaðardrifna" félaga. John Hopkins spítalarnir sem hafa verið áberandi núna eru dæmi um það. Um það bil 20% eru í eigu hins opinbera (ríkja og borga) og 20% sjúkrahúsa er rekin með hagnaðarsjónarmiða. En svo eru alls kyns önnur heilbrigðisstarfsemi.
Ég ætla ekki að fullyrða, en ég held að einu sjúkrahús sem alríkið rekur séu hersjúkrahús.
En alríkið hefur lagt mikið fé til heilbrigðiskerfa ríkjanna, en það gefur því ekki vald yfir þeim.
Ég held að það verði erfitt fyrir demókrata að taka Biden "úr umferð", en ekkert er ómögulegt og enn langt til kosninga.
En einn af þeim bröndurum sem ég hef heyrt nýlega er á þessa leið:
Hvað færðu ef þú setur "dem" í miðjuna á "panic"?
G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2020 kl. 18:18
I'd never vote for socialism, even if they throw the word "democratic" in front of it. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2020 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.