Hugsanlegt að "bóluefni" gegn Kórónaveirunni verði tilbúið í haust?

Mál málanna þessar vikurnar er auðvitað Kórónavírusinn og síðan vangaveltur um hvenær bóluefni gætu, hugsanlega, kannski, ef til vill orðið tilbúið.

Hvenær það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, er að sjálfsögðu rétta svarið við slíkum spurningum.

En við vitum að gott fólk vinnur baki brotnu út um allan heim og leitar að lausninni og sjálfboðaliðar hér og þar eru sprautaðir í tilraunaskyni.

Við öll getum verið þakklát bæði vísindafólkinu og sjálfboðaliðunum.

En þessi frétt Bloomberg frá því í gær, vakti athygli mína og ef til örlittla bjartsýni. En bjartsýni er mikils virði á þessum "síðustu og verstu".

Í fréttinni segir m.a.:

"A coronavirus vaccine trial by University of Oxford researchers aims to get efficacy results by September, and manufacturing is already underway.

A team led by Sarah Gilbert, a professor of vaccinology, has recruited 500 volunteers from the ages of 18 to 55 for the early- and mid-stage randomized controlled trial. It will be extended to older adults and then to a final stage trial of 5,000 people. Gilbert said that the timing is ambitious but achievable.
 
...
 
“We would hope to have at least some doses that are ready to be used by September,” she said in an interview. “There won’t be enough for everywhere by then, but the more manufacturing we can do starting from now, then the more doses there will be.”"
 
"The group’s experimental immunization is among the first to enter clinical trials. The World Health Organization counts 70 vaccine candidates in development, with three others in human testing. They are from CanSino Biological Inc. and the Beijing Institute of Biotechnology; Inovio Pharmaceuticals Inc.; and Moderna Inc. along with the National Institute of Allergy and Infectious Diseases."
 
Það virðist ríkja bjartsýni og þegar hafinn undirbúningur að framleiðslu bóluefnisins.
 
Það er hins vegar of snemmt að fagna, enginn veit hvað framhaldið verður, Kórónuveiran getur líka snúið á þá sem vinna að bóluefnum.
 
Enn smá bjartsýni sakar ekki heldur.
 
P.S.  Ég hef verið að velta fyrir mér Íslensku orðunum, bóluefni og bólusetning upp á síðkastið.
 
Skrýtin orð.
 
Eru einhver önnur orð notuð um slíkt?
 
Ef svo er ekki þurfum við ekki að finna "jákvæðari orð"?
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er fast í málinu út af hlaupabólunni. Allir fengu eða fá þá sprautu og hafa ör á upphandleggnum eftir bóluna.  Þetta er nátturlega úrelt nafn eða rangnefni í besta falli.  Mótefni gæti verið málið, en kannski þarf einfaldlega að búa til nýtt orð sem lýsir þesssu betur. Smitvarnarefni, smitvörn, veiruvörn, eða álíka.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2020 kl. 21:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við nýjustu fréttir má vera að bóluefni dugi ekki: https://www.theguardian.com/world/2020/apr/18/dont-bet-on-vaccine-to-protect-us-from-covid-19-says-world-health-expert

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2020 kl. 23:39

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Er þetta þá ekki frekar nefnt eftir einhverri eldri "bólu"?  Ég man ekki betur en að ég hafi fengið Hlaupabóluna þegar ég var ungur, ásamt 2 eða fleiri "rauðrabólu/flekkja" sjúkdómum. En þá þegar var talað um bólusetningu.

Það hefur í sjálfu sér ekki skort "bólur" í mannkynssöguna, hvorki á sjúkdóma- eða efnahagssviðinu.

En nú er ég orðinn forvitinn og verð að leita að frekari upplýsingum.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Ég er alveg sammála því að það er ekkert í hendi. Svo notað sé "óperumál", þá er þessu ekki lokið fyrr en feita konan er bólusett.

En það getur orðið í haust, eftir 1. ár, eða 2, nú eða stökkbreytingar komi í veg fyrir varanlega bólusetningu.

En vísindamenn eru bjartsýnir og þó að það eitt og sér dugi ekki til, er það hjálplegra en hitt.

En það er ennþá með öllu óljóst hvenær eða hvort bóluefni verður til staðar.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 06:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðskeytið "setnning" segir mér að um hlaupabólu sé að ræða. Bólan var sett í fólk til að skapa ónæmi. Fólk fékk stóra bólu á upphandlegginn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2020 kl. 14:19

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Gaf mér loksins tíma til að leggjast flatur fyrir framan Hr. Google og tilbiðja hann.

Fann það sem kastar ljósi á málið.

"Hvernig er orðið bólusetning komið til, sem notað er um meðferð gegn smitsjúkdómum? Haraldur Briem kann söguna á bak við það, en líkast til hefur íslenskan skapað sér sérstöðu í þessum efnum sem mörgum öðrum. „Þetta má rekja til stórubólunnar, eða bólusóttarinnar, sem leikið hefur íslenska þjóð hvað verst gegnum tíðina. Stórabóla kom fyrst upp á 13. öld og gekk yfir landið tvisvar eða þrisvar á öld. Í stórubólu á árunum 1707-09 dóu hátt í 30% þjóðarinnar, á besta aldri. Síðan gerðist það að Edward Jenner og fleiri uppgötvuðu að mjaltakonur gátu fengið kúabólu. Ef þú fékkst kúabólu, t.d. bólu á höndum, þá varstu varinn fyrir bólusótt. Þá datt Jenner í hug að það væri hægt að nota kúabóluna til að bólusetja og fólk var þá bólusett með kúabólu. Þannig er þetta orð, bólusetning, komið til, en það kom meðal annars fram í kansellíbréfi til Íslands árið 1805 frá dönsku heilbrigðisstofnuninni, sem vildi hefja hér bólusetningar, nokkrum árum eftir uppgötvun Jenners og félaga. Þetta er eina skyldubólusetningin hér á landi, fyrr og síðar.“ "

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1544180/

Þannig virðist upphaf "bólusetningar" mega rekja til "kúabólusetningar" gegn "stórubólu", sem virðist hafa verið kölluð "smallpox" upp á Ensku.  Hvernig, "small" varð að "stór" ætla ég ekki að fjölyrða um.

https://is.wikipedia.org/wiki/St%C3%B3rab%C3%B3la

En Hlaupabóla virðist annar og sem betur fer vægari sjúkdómur

https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item15637/Hlaupabola-(Varicella-Zoster)

En eins og ég sagði áður minnist ég þess að hafa fengið hlaupabólu á æskuárum.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 16:58

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Enska orðið vaccine mun komið úr latínu, þar sem vacca þýðir kýr. Vaccinae er því eitthvað úr kú. Sbr. söguskýringu Tomma hérna að ofan með a nota kúabólu til að bólusetja við stórubólu.

Kannski væri þá nær að nota orðið "kýrsetning"? Nei, ég segi nú bara sona...

Kann reyndar vel við orðið bólusetning. Það á sér langa hefð í málinu og er auðskiljanlegt þess vegna.

En hvort finnst bóluefni (eða kúaefni) við Kórónuvírusnum nýja er önnur saga. Þórólfur sóttvarnalæknir er ekki mjög bjartsýnn á það, enda greinilega mjög varkár maður í orðum og æði, sbr. þær takmarkanir sem hann hefur sett á hérlendis. Hann hefur þó tekið fram að hann vonist til að hafa rangt  fyrir sér.

Alveg til fyrirmyndar þegar fólk getur sagst vonast til að hafa rangt fyrir sér. Mættu margir taka það til  sín.

Kristján G. Arngrímsson, 19.4.2020 kl. 17:30

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og af því að við höfum mikið velt okkur upp úr tölum hérna í þessu spjalli þá er þetta flott og athyglisvert frá New York Times:

https://public.flourish.studio/visualisation/1830480/

Kristján G. Arngrímsson, 19.4.2020 kl. 17:49

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þitt innlegg er skemmtilega upplýsandi.  Þannig að þegar "kúabólu" hefur verið sprautað í einstaklinga, hefur Enska orðið "vaccination" komið frá "kúa" hlutanum af orðinu, en Íslenska orðið "bólusetning", komið from "bólu" hlutanum.

Hvers vegna sitt hvor "orðhlutinn" hefur verið valinn, veit líklega enginn, en þetta er skemmtilegt.

Ég er reyndar ekki svo hrifinn af því að "bólu" sé sprautað í mig, en ég er hins vegar þeirrar skoðuna að ef við finnum ekki betra og þjálla orð, þá höldum við okkur við "bólusetningu".

Breytingar eiga að fela í sér framfarir og þægindi, en ekki eingöngu að gerast breytinganna vegna.  Það gildir um tungumál jafnt sem aðra hluti.

En hitt er að glasið er ýmist hálf fullt eða hálf tómt. 

Ef eitthvað gott er í glasinu er það ekki óþægileg uppgötvun að það sé hálf fullt frekar en hálf tómt.

En það eru svo margir fletir á málinu og ef glasið er hálf tómt, er það ekki nærri því eins áhugavert.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 17:52

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.   Nú er ég að svara athugasemdinni sem kom á meðan ég skrifaði mína síðustu.

Eins og ég hef áður sagt hér  finnst mér tölulegar upplýsingar ekki til þess að draga stórar ályktanir af á þessu stig.

Það eru 50 ríki sem mynda Bandaríkin, og þau ákaflega margt þar mismunandi, samanber þessa frétt frá sama miðli.
https://www.nytimes.com/interactive/2020/us/coronavirus-us-cases.html

Ég vil vera hreinskilin og þegar ég les í fréttum annað eins og þetta: "Dán­ar­töl­ur vegna kór­ónu­veirunn­ar í New York hækkuðu skyndi­lega eft­ir að 3.778 dauðsföll til viðbót­ar voru staðfest, en þá eru dauðsföll­in kom­in yfir 10 þúsund. Um er að ræða ein­stak­linga sem tald­ir eru hafa lát­ist úr COVID-19, sem kór­ónu­veir­an veld­ur, án þess að hafa verið prófaðir."

Þá efast ég.

Þetta er einmitt það sem flestir vara við, að í miðjum faraldri sér farið "að telja" að hlutirnir séu svona eða hinsegin.

Því miður, jafn leiðinlegt og mér þykir að segja það, finnst mér ég finna ákveðin "pólítískan fnyk".

Vonandi hef ég rangt fyrir mér, en pólítíkin fer ekki í frí þó að faraldur geysi.

En staðreyndin er sú að það er yfirleitt erfitt að gera sér grein fyrir því fyrr en löngu síðar  hvernig mörg tilfelli "falla" í faraldri sem þessum.

Nýlega mátti lesa í grein á BBC: "During an epidemic, doctors are more likely to attribute a death with complex causes as being caused by the disease in question – a trait known as ascertainment bias.

“We know, during an epidemic, people will call every death as though it’s related to Covid-19. But that is not the case,” says Heneghan. “Always, when people look back at the case notes and assign causation, they realise they will have overestimated the case fatality in relation to the disease.”

The reason for the bias is that “there’s a tendency to focus on the worst-case scenario”, says Heneghan. “That’s the only message that gets out there.”

One example is the H1N1 pandemic of 2009, known as swine flu. Early case fatality rate estimates were inflated by a factor of more than 10. Even 10 weeks into the epidemic, estimates varied widely between countries, coming in between 0.1% and 5.1%. When medics later had a chance to go through case documents and evaluate cases, the actual H1N1 case death rate was far lower, at 0.02%.

That’s not a cause for complacency, says Heneghan. But it could be an antidote to some of the alarm at the very high reported death rates in some countries.

Hidden deaths

While over-counting deaths among recorded Covid-19 cases may lead to overestimation of the death rate, there is another factor that could mean the death rate is also – confusingly – being underestimated at the same time.

This is the problem of hidden deaths from Covid-19: those people who die from the disease who are never tested. This comes into play when health services are overwhelmed and even those patients who have severe symptoms of the virus are not taken into hospital to be tested and treated, simply because there isn’t capacity."

https://www.bbc.com/future/article/20200401-coronavirus-why-death-and-mortality-rates-differ

Þarna bendir BBC örlítið í báðar áttir, eins og er reyndar tilfellið með svo margt.  Það er fátt augljóst.  En dæmið með "Svínainfluensuna" er sláandi

En hverjum áttu að trúa?  Hvaða fjölmiðlum o.s.frv.?  Þar dæmir hver fyrir sig. 

En persónulega hef ég misst álit á flestum þeirra undanfarin 12 ár eða svo.  Sýnu meira NYT en BBC, en þó báðum.

Og hvað er þá til ráða?

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 18:14

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sé beitt örlítið breyttri útgáfu af skinnduldarkenningunni, þá mætti segja að sá sem er ónæmur orðinn sé þar með kýrskýr.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.4.2020 kl. 18:46

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Skemmtileg hugmynd, en ef til vill ekki alveg sú þjálasta.  lol

Sjálfur hef ég talað um þá sem hafa fengið Kórónavírusinn, sem að þeir hafi verið "krýndir", það er kóróna sett á höfuð þeirra.

En hvað er gott orð fyrir "bólusetningu" er allt annar handleggur, þó þar sé yfirleitt sprautað.

En ég er enn að hugsa, en hugsanir mínar bera oft engan árangur.  lol

Þannig að ég hvet alla til þess að leggja orð í belg.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 18:53

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er enginn fjölmiðill fullkomlega áreiðanlegur. En sumir eru margfalt betri en aðrir. Persónulega finnst mér mest varið í The Economist, BBC og NYT, en það er náttúrulega í og með vegna þess að ég kann bara ensku sem annað mál. Lengi  hef ég óskað þess að geta lesið Der Spiegel.

Ég er eiginlega búinn að gefast  upp á Guardian, einmitt vegna þess sem þú nefnir varðandi pólitík. Þar er  dálítið augljós póliitísk slagsíða, og þótt það blað hallist í sömu átt og ég verður þetta þreytandi til lengdar.

Maður bara les það sem er fjærst því að vera tómt kjaftæði - og ég held að ofangreind Economist og BBC séu það. Þ.e. fjærst því að vera óáreiðanleg.

En það  er í eðli fjölmiðla að vera í núinu og þar með hætt við að fara í eina áttí í dag og svolítið í aðra á morgun. Í hvert sinn þarf að reyna að meta hvað er áreiðanlegar upplýsingar og  hvað ekki. Það sem virðist áreiðanlegt í dag reynist á morgun hafa verið einhver villa. 

Afsakaðu þennan langhund um "eðli fjölmiðla". 

Það sem maður á þó alltaf að forðast að lesa í svona ástandi eru álitsgjafar. Þeir eru held ég alltaf verri en enginn, nema þegar um er að ræða sérfræðinga sem byggja álit sitt á rannsóknaniðurstöðum. En líka því þarf að taka með fyrirvörum. T.d. er núna mikið um fréttir af rannsóknum, en það eru alltaf rannsóknir sem ekki hafa verið endurteknar og oft án "kontrólgrúppu" og svo framvegis.

Og þarna er kominn alveg nýr vinkill á "kýrskýr".

Kristján G. Arngrímsson, 19.4.2020 kl. 18:58

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er alveg sammála þér í því að sumir miðlar eru betri en aðrir.  Í raun breytir það ekki þvi að þeim er ekki 100% treystandi.  Engum þeirra.  Því miður.

Því er það svo áriðandi að leita fanga víða.

NYT er býsna góður, að mínu mati en hefur augljósan bias.  Hvenær lýsti NYT t.d. yfir stuðningi við frambjóðanda Repúblíkana?

Guardian les ég reglulega, en eins og þú segir er þar ekki hlutleysi.  En hver og einn verður að leita frétta víða.  Þannig fæst betri heildarmynd. Og misjöfn sjónarmið eru af hinu góða, því enginn fréttamiðill er 100% hlutlaus.  Það sama gildir um fréttamenn. Economist finnst mér hafa látið mikið á sjá undanfarin ár, eins og svo mörg áskriftartímarit.

Guardian er til dæmis ókeypis, þannig að þess vegna nær hann til fleiri lesenda, en gerir það hann betri eða "hlutlausari"?

En flestir fjölmiðlar þurfa að "selja" og vissulega hefur það áhrif á þá.

Álitsgjafar eru ekkert alslæmir, en þar gildir það sem þjóðskáldið (Ný Dönsk) kvað:  "Nostradamus var ekkert merkilegri en ég. Ég get ráðið framtíðina alveg eins og hann. Komandi tíð mun verða hörð en bærileg."

"Nostradamusar" samtímans eru misjafnir eins og þeir eru margir.  Stundum "hitta þeir í mark", stundum ekki.

Það sem opnaði augu mín meira en nokkuð annað fyrir því hvað fjölmiðlar samtímans eru ómerkilegir og flytja rangfærslur var efnahagskreppan/bankahrunið á Íslandi.

Þar mátti lesa í "virðulegum" fjölmiðlum rangfærslur um Ísland þar sem ég vissi betur.

Oft reyndi ég að skrifa athugasemdir, stundum að senda blaðamönnum tölvupóst, en  uppskar ekkert nema skæting.

Algengasta rangfærslan var að Ísland hefði orðið gjaldþrota. Sem allir vita er rangt.

Bergmál af slíkum rangfærslum má heyra í dag, t.d. þar sem er fullyrt allir Íslendingar geti fengið "Kórónupróf" ef þeir óska þess.  Að sönnu ekki jafn alvarleg rangfærsla, en rangfærsla eigi að síður.

Slíkar fréttir fengu mig til að efast um allan fréttaflutning, en sérstaklega frá fjarlægum svæðum.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 19:22

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er kannski soldið mikil alhæfing að fjölmiðlar nútímans séu ómerkilegir. Að vísu eru til ómerkilegir fjölmiðlar, eins og t.d. Daily Mail, sem gera út á að reita lesendur til reiði eða gera þá hrædda. Og gera út á click baits.

Þetta með að allir Íslendingar geti fengið skimun er reyndar ekki rangt. Aftur á móti var ekki rétt að þessi skimun fyrir alla væri í boði forsætisráðherra. Ég myndi þó ekki kalla þetta rangfærslu, heldur ónákvæmni.

Kristján G. Arngrímsson, 19.4.2020 kl. 19:54

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Flestir fjölmiðlar samtímans eru að mínu mati frekar óáreiðanlegir, sem þýðir í mínum bókum frekar ómerkilegir.

Daily Mail kannast ég rétt við , en nota ekki. En það er ekki eins og það þekkist ekki á Íslandi einnig. Sem og víðar.

Það geta ekki allir Íslendingar fengið skimun, vegna þess að það er ekki "rými" til þess.

Opinbera heilbrigðisþjónustan gerir ekkert fyrir "heilbrigða" einstaklinga í þeim efnum og einkageirinn annar aðeins takmörkuðu magni.

Auðvitað kemur forsætisráðherra ekkert þessu við, en það er ekkert nýtt.

Hvert snýr einstaklingur á Íslandi, sem hefur engin sjúkdómseinkenni en víll skimun sér?

Hann gæti mögulega komist að hjá Jöfrinum Kára, en það er engin trygging fyrir því.  Ef svo er ekki á hann engan möguleika á því að komast í skimun.

Þannig að ég spyr þig, hvernig er hægt að segja að allir sem vilji skimum á Íslandi geti fengið hana?  Ef svo er hef ég misskilið eitthvað.

En getur hins vegar hjálpað til þess að gefa þegnum annara landa þá tilfinningu að viðbrögð þeirra ríkisstjórnar, séu algerlega óviðunandi.  Ef til vill ekki fyllilega óverðskuldað, en samt ýkt.

 NYT er ekki alslæmur fjölmiðill, en hann dregur taum Demokrata "fyrir allan peningin" hefur gert síðastliðin 70 ár að verða.  Það er ekkert að því, en það verður að hafa það í huga.

Þeir hafa það fram yfir marga t.d. Íslenska fjölmiðla að það má segja að þeir lýsi því yfir á fjögurra ára fresti.

Ég veit allt um þá stefnu að "fréttir" og  að blaðið styðji ákveðna pólitík "blandist" ekki.

En sú er ekki raunin, ekki frekar en hjá Guardian.  Ekki að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2020 kl. 20:31

16 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nú veit ég að vísu ekki hvernig orðalagið um skimun fyrir alla nákvæmlega var. Ef það var á þá leið að allir sem óska eftir því geti fengið skimun þá er okkur vandi á höndum því að við vitum ekki hversu margir óska eftir því.

Kannski eru þeir sem óska eftir skimun ekki fleiri en svo að þeir komast allir að hjá annaðhvort heilsugæslunni eða Kára. 

Ef orðalagið var á þá leið að allir Íslendingar geti fengið skimun þá er það kannski ómöguleiki - en vitum við það fyrir víst?

Þannig að kannski var umrædd frétt sem þú vísar í (og ég held ég hafi ekki séð) í versta falli röng en í besta falli ónákvæm. En eins og þú segir eru engir fjölmiðlar algjörlega áreiðanlegir. Enga raunverulega Prövdu að hafa.

En mér sýnist að þú sért að meina að þessi frétt hafi verið vísvitandi röng eða ónákvæm í þeim pólitíska tilgangi að koma höggi á stjórnvöld í heimalandi fréttamiðilsins. Nú eða sensasjónalísera málið og reita lesendur til reiði.

Ef það sem fyrir fjölmiðlinu vakti var að höfða til reiði eða ótta eða hneykslunar lesandans þá myndi ég taka undir að þetta væri ómerkileg fjölmiðlun. Alveg eins og þegar reynt er að selja fólki eitthvað með því að hræða það, og reyna þannig að koma í veg fyrir að lesandinn/neytandinn beiti skynsemi sinni. Þarna er ekki borin tilskilin virðing fyrir sjálfstæðri hugsun neytandans/lesandans heldur beinlínis reynt að sniðganga hana.

En nú er ég kominn út í siðfræðifyrirlestur og best að hætta.

PS: en vandinn er sá að það er illgerlegt  fyrir okkur að vita hvað vakti fyrir fjölmiðlinum/fréttamanninum.

Kristján G. Arngrímsson, 19.4.2020 kl. 21:14

17 identicon

það er langt síðan menn agnúuðust út í orðið "bólusetning", enda var þar aðeins átt við Kúabólu, eins og kemur fram hér að framan. Um tíma var reynt að nota orðið "ónæmisaðgerð" en það festist ekki í málinu, hefur líklega þótt óþjált.

Kv. Sigurður 

Sigurður johannsson (IP-tala skráð) 20.4.2020 kl. 02:28

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þegar ég las þetta yfir aftur, þá get ég alveg tekið undir það með þér að ég tók full sterkt til orða, kom því ekki alveg til skila sem ég ætlaði. 

En því miður finnst mér að segja megi að allir fjölmiðlar falli í þess gryfju stundum, en auðvitað misoft og það er ekki að hægt að segja að allir fjölmiðlar alltaf séu ómerkilegir.

En eins og þú bendir réttilega á er ekki hægt að fullyrða neitt um tilgang, þó að stundum þykist sjá ákveðna línu.

Oft er auðvitað eingöngu um mistök að ræða.

En það hefur verið, að mínu mati, mjög mikið um "senseisíónalisma" upp á síðkastið enda vissulega dramatískir atburðir í gangi.

Dæmi um slíkt er t.d. fréttir sem margir fluttu af "fjöldagröfum i New York".  Þú hefur líklega séð hana víða í eitthvað mismunandi útgáfum.  Þar fóru fleiri fjölmiðlar en færri "offari" ef svo má að orði komast.

Annað dæmi er þegar verið að að segja íbúum einhvers lands hvað önnur ríki hafi staðið sig mun betur.

Tökum til dæmis þegar talað er um hvað S-Kórea hefur staðið sig vel. Við ræddum það stuttlega áður.  Þegar talað er um það að að S-Kórea hafi staðið sig vel, og það er rétt, en ekkert sagt frá t.d. eftlitsmyndakerfinu sem er notað til að rekja smit o.s.frv.  Er ekki verið að gefa lesandanum rétta mynd að fullu.

Er það vegna þess að blaðamanninum finnst það ekki skipta máli, eða er það vegna þess að hann telur að þá myndi mikill "glans" fara af frammistöðu S-Kóreu, vegna þess að mjög margir íbúar vestrænna ríkja myndu ekki kæra sig um slíkt kerfi?

Það er eðlilega ekkert hægt að fullyrða hvort er.

En lesandinn fær ekki falska frétt, en heldur ekki heildarmyndina.

En ég er enn að hitta fólk hér og þar sem fullyrðir við mig að Ísland hafi orðið gjaldþrota.  Það heyrði það í sjónvarpinu eða las það í blaði?

@Sigurður, þakka þér fyrir þetta. Ég tek undir það með þér að "ónæmisaðgerð" er óþjált orð.

Þá væri ónæmissprauta betra að mínu mati og meðan ég er að skrifa þetta kom í hug mér orðið "ónæmisgjöf".

Komdu og fáðu ónæmisgjöf gegn flensunni.

Hvernig hljómar það?

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2020 kl. 07:15

19 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ónæmisgjöf minnir soldið á afmælisgjöf.

Eigum við ekki bara að halda okkur við bóluefni?

Kristján G. Arngrímsson, 20.4.2020 kl. 14:38

20 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Þetta var nú svona skyndihugdetta.

En er eitthvað slæmt að líkjast afmælisgjöf?

Það sem ég hugsaði þegar "þessu laust niður", var að þetta væri skylt blóðgjöf.

Í æðar sjúklings er honum gefið mótefni, rétt eins og honum er gefið blóð. 

En afmælisgjafir eru líka gefnar, það er staðreynd :-)

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2020 kl. 16:09

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Norður-Kórea hefur staðið sig ennþá betur en frændur þeirra í suðri. Því þar hefur enginn fengið flensuna. Leiðtoginn háheilagi, sem þarf víst ekki að kúka, mun hins vegar vera horfinn. Kannski hefur hann verið krýndur. Það var svo sem kominn tími til.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 23:45

22 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En aftur með kýrskýr. Samkvæmt formlegu skinnduldarkenningunni er sá kýrskýr sem getur lesið fornbókmenntirnar á kýrhúð, hvort sem kýrin er kyrrstæð eða á hreyfingu. Geti maður ekki stautað sig fram úr þeim á neinum stórgrip telst hann nautheimskur.

Fluglæs er hins vegar sá maður, sem getur lesið það sem ritað er á gæsir í oddaflugi. En á þær var Grágás rituð.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband