Hér hagar Trump sér eins og forseti 50 ríkja á að gera

Ég gladdist við það að lesa þetta. Trump ákveður að sætta sig við að ákvörðunin um afléttingu "hafta" sé í höndum ríkisstjóra hvers ríkis.  Hann gefur út punkta, sem er ágætt, slík forysta af hálfu alríkisins er ágæt.

En það er ljóst hvar valdið liggur.  Rétt eins og heilbrigðismálin eru á höndum hvers ríkis, þá fer best á því að ákvarðanir um aðgerðir séu í höndum ríkjanna.

Ástandið er enda mjög misjafnt á milli ríkja, eins og viðbúið er. Það er bæði líklegt og óskandi að ríkin sammælist við sína næstu nágranna hvernig verður staðið að málum og samvinna ríki.

Alríkið á svo að styðja að aðstoða ríkin eftir þörfum og getu.

Hver sá, eða hverjir þeir sem hafa fengið Trump til að fara þessa leið er nauðsynlegt að fái fullt starf í Hvíta húsinu, ef þeir hafa það ekki nú þegar.

Hann er í þörf fyrir PR/diplómasíu ráðgjöf af "dýrari sortinni". (Ég skrifa ef til vill meira um það fljótlega).

Ef til vill spilar inn í að ég hef ekki mikla trú á því að stór hluti stuðningsmanna hans hafi mikinn áhuga á því að heyra mikið um að alríkið hafi öll völd á hendi sér gagnvart ríkjunum sem þeir búa í.

Þeir vilja ekki sjá völdin færast til "fensins" í Washington borg.

 

 

 

 


mbl.is Ákvörðunin í höndum ríkisstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vandi fylgir vegsemd hverri ojá Trump hlustar,treystir og tekur rökum. Ekki er ofsagt að halda fram að forsetinn standi frammi fyrir meiri ógn en nokkur annar forveri hans í embætti.>Vinnandi sér til óhelgis að bera sigurorð af frú Clinton,sem kom henni serlega illa miðað við stórfelldar áætlanir.    

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2020 kl. 18:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Helga, þakka þér fyrir þetta.  Trump ætti að hlusta meira/"tvíta minna, treysta oftar og taka rökum í fleiri tilfellum.

Margt sem hann hefur fram að færa er eins og hjá öðrum stjórnmálamönnum ágætt að mínu mati. Annað síður svo.  Það gildir um alla stjórnmálamenn.

En hvernig á að vinna stefnumálum sínum stuðning og auðvelda þeim framgöngu er önnur saga. Þar fær DJ Trump fremur lága einkunn að mínu mati, en það er önnur saga.

Sú ógn sem blasir við Bandaríkjunum nú er stór, en að mínu mati líklega langt frá því sú mesta.  En ennþá er ekki ljóst hvað gerist.

En við skulum ekki líta fram hjá atburðum s.s. Kúbudeilunni, heimstyrjöldinni síðari, nú eða ef vil viljum líta til einhvers svipaðs "Spænsku flensunnar". Það væri ekki úr vegi að minnast á borgastyrjöldina sömuleiðis.

Hvort að það sé mikið afrek að hafa unnið sigur á frú Clinton, fer líklega eftir því hver kögunarhóllinn er, en vissulega er það alltaf afrek sem vert er að virða að komast í forsetastól Bandaríkjanna.

G. Tómas Gunnarsson, 17.4.2020 kl. 19:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta ætti að gefa Trumpinu náðuri daga frá fréttamiðlum, sem hamast við að kenna honum um allt sem miður fer. Nú er ábyrgðinn bróðurlega dreift, ríkistjórar gera þetta sjálfir með hliðsjón af ráðum serfröðra og ef þeim vantar eitthvað, þá biðja þeir Trump um hjálp. Sumir kunna sér reyndar ekki hóf í því eins og Coumo sem kvabbar og hamstrar og hefur aldrei nóg. Ef Trump lætur ekki allt í té, þá sannast illska hans að þeirra mati.

Nú hafa allaveg tvö lyf sýnt árangur í að sefa sóttina og mörg fleiri á leiðinni. 27Apríl lýkur klínískum prófunum á lyfinu Remdesevir, sem ku mögulega geta læknað þetta á verri stigum. Ekki nýtt lyf og þróað gegn Ebólu og Sars2 en dugði ekki. Það drepur alla þessa vírusa í tilraunastofum en verr gengur í raunaðstæðum (inVita)

Krossum fingur að þetta virki nú. Það mun létta áhættuna verulega, jafnvel þótt sóttin æsist tímabundið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2020 kl. 01:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trump er nú bara eins og klinkan á tannlæknastofunni, sem réttir lækninum það sem hann vantar og passar að nóg sé af öllu og allt á sínum stað.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2020 kl. 01:28

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Ég held að Trump fái ekki marga náðuga daga, ef nokkra.

Honum mun án efa takast að mála á sig nýja "skotskífu" innan mjög skamms tíma, ef hann er ekki nú þegar búinn að því.

Ríkin hafa mun meiri völd en margir gera sér grein fyrir.  Rétt eins og ég nefndi, þá eru heilbrigðismál á könnu ríkjanna.  Alríkið hefur vissulega lagt þeim til mikið fé í þeim málaflokki.

Cuomo hefur bæði staðið sig vel og illa.  Margir aðrir ríkisstjórar hafa staðið sig mun betur, en vissulega um hann með erfiðar aðstæður.  En New York virðist hafa undirbúið sig verr en margir aðrir.

Hann er hins vegar vel tendgur inn í fjölmiðla, en það er eönnur saga.

En slíkur núningur eins og á milli Cuomo og Trump er ekkert nýtt, og þekkist víða um lönd.

Ekki pólítík á þekkilegasta stigi, en mjög algeng.  Reynt að færa ábyrgðina á milli stjórnstiga.

Í sumum evrópuríkjum gengur þetta þannig fyrir sig að héraðstjórnin, kennir "höfuðborginni" um, sem svo aftur segir að þetta sé "allt Brussel að kenna".

Allir ættu að kannast við sveitarfélög á Íslandi sem kenna ríkinu um að staðan sé ekki góð hjá þeim.

Ríkið lætur þá aldrei fá nóg af "tekjustofnum" og peningum.

Það er ekki búið að "bólusetja" fyrir pólítík þó að veira geysi.

G. Tómas Gunnarsson, 18.4.2020 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband