"Jákvæðar rangfærslur" varðandi kórónusjúkdóminn (ekki taka þetta of alvarlega)

Það hefur all nokkuð fjallað um alls kyns rangfærslur um það sem geti hjálpað einstaklingum í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir að vera "krýndur".

Flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að koma að engu læknisfræðilegu gagni.  En það þýðir ekki að við eigum að hundsa þær og svo kemur "sálfræðifaktorinn" líka inn í.

Það er t.d. nokkuð ljóst að 40% alkóhól er ekki nógu sterkt til þess að drepa veiruna. 

En varla getur það skaðað að skola hálsinn með góðu koníaki eða viskí eftir vikulega búðarferð.  Ef það hjálpar ekki situr í það minnsta eftir gott bragð og ánægjuleg tilfinning.

Það tryggir ekki neitt að borða hvítlauk, en margir vilja þó halda því fram að það hjálpi ónæmiskerfinu.

En ef þú ert einn í samkomubanni (eins og ég), eða þeir sem eru með þér eru sömuleiðis til í hvítlaukinn, hverju hefurðu að tapa?  Er það ekki týpísk win/hugsanlegt win staða?

Að drekka sítrónusafa gerir þig ekki ónæma/n fyrir "Kórónunni", en ef þú ert hvort sem er að fá þér G&T, eða smá vodka, þá gerir það ekkert nema gott að setja sítrónubát út í. 

Ekki hika við það.

Reyndar er hvorki gin né vodki nauðsynlegt.  Sódavatn með sítrónu er klassadrykkur.

Það sama má segja um marga ávexti og ber. Þeir koma ekki til með að hindra Kórónuveiruna, en þeir eru stútfullir af vítamínum og alls kyns öðru gumsi sem munu ekki gera þér neitt illt.

Það hefur líka verið sagt að gulrætur séu góðar í baráttunni við "Kórónuna".  Ekkert bendir til þess, en ef þú ert sísvangur í samkomubanni, þá er hægt að borða margt verra.

Eina það sem þarf að hafa í huga að ef þú borðar mikið af t.d gulrótum eða sætum kartöflum, er hugsanlegt að á menn komi örlítið gulur/appelsínugulur blær.  Slíkir einstaklingar njóta ekki mikilla vinsælda þessa dagana. Þetta er því varasamt fyrir ljóshærða.

Margir hafa hafa talað um hunang og t.d. engifer.  Það er ekkert sem bendir til þess að þetta komi í veg fyrir að þú smitist af vírus, eða lækni þig.

En rétt hlutföll af hunangi, ferskum engifer, sítrónusafa og heitu vatni, hafa ekki eingöngu alltaf hjálpað mér til að líða betur þegar ég hef verið veikur, heldur bragðast (að mínu mati) konunglega.

En svo allrar sanngirni sé gætt, hafa Vaktaseríurnar og kvikmyndin Bjarnfreðarson rétt eins og hunang/engifer/sítróna, látið mér líða betur í veikindum.  Það má enda segja að ég horfi á þær flest ár, akkúrat þegar einhver leiðinda flensa nær tökum á mér í einhverja daga.

Ég er búinn að horfa á  allar Vaktirnar, plús Bjarnfreðarson á þessu ári(gerði það um miðjan mars). Hrein snilld.

En líklega hafa þær engan forvarnar- eða lækningamátt gegn Kórónavírusnum. Mér er þó ekki kunnungt um hvort að það hafi verið rannsakað.

En hláturinn er sagður lengja lífið, ég er næsta viss um að gleðin gerir það líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband