Mörg fylki Kanada breyta lögum og leyfa veitingastöðum að senda heim áfengi

Það er óvenjulegt ástand.

Viðbrögðin eru mismunandi.

Kanada hefur ekki verið þekkt fyrir mikið frjálslyndi í áfengismálum, en það hefur í gegnum tíðina verið misjafnt eftir fylkjum (héruðum) og jafnvel eftir sveitarfélögum. Því þar eins og í mörgum öðrum málum, eru það fylkin sem hafa valdið.

En það var t.d. bannað að einstaklingar flyttu áfengi á milli fylkja og þa bann er ekki alveg horfið.  Þó er búið að undirbyggja breytingar í þá átt en fylkin eru sum hver enn eitthvað draga fætur í því máli.

Sölufyrirkomulag er mismunandi eftir fylkjum sem og skattlagning.

En nú hafa mörg fylki Kanada breytt reglum sínum um áfengissölu og leyfa veitingastöðum að senda heim áfengi.

Rétt eins og í öðru eru reglurnar eitthvað mismunandi eftir fylkjum. Þannig hafa British Columbia, Ontario, Nova Scotia, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Quebec, slakað á reglum leyfa heimsendingu á áfengi.

Eins og í mörgu öðru er frjálsræðið mest í Alberta, þar sem ekki er skilyrði að keyptur sé matur.

Nova Scotia setur það hins vegar sem skilyrði að verðmæti vínpöntunar sé ekki meira en 3fallt það sem maturinn kostar.

Einhver fylki er með skilyrði um að verðið á víninu verði það sama og á vínlista veitingastaðarins.

Einhverjir er sagðir hafa í huga að bjóða upp á "happy hour" í heimsendingu.

Hér má lesa frétt The Globe And Mail.

Hér er frétt National Post um breytingarnar í Ontario.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eru engir lýðheilsufræðingar í Kanada? Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Ætla Kanadamenn virkilega að fórna lífi og framtíð barna sinna á altari Bakkusar og leggja framtíð landsins í rúst?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.4.2020 kl. 10:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Líklega eru lýðheilsufræðingar í Kanada svo uppteknir að berjarst við Kórónuveiruna að bévítans pólítíkusunum hefur tekist að lauma þessu fram hjá þeim.

Baráttan, eða kúrfan, er líklega heldur á eftir í Kananda þannig að aðalbaráttan er framundan.

En hugsaðu þér, í Alberta er jafnvel hægt að kaupa áfengi frá veitingastað án þess að kaupa mat.

Þeir fara líklega lóðbeint til helvítis nú um páskana.

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2020 kl. 10:40

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er venjan að tala um fylki í Kanada á íslensku, héruð hef ég ekki heyrt notað. En það væri nú sosum ekkert verra. 

Svo er þetta soldið rokkandi hvað fólk notar um ríkin í USA, ýmist talað um fylki eða ríki.

Kannski væri bara hægt að sá tvær flugur í einu höggi og tala um héruð í bæði Kanada og USA - því ekki það? Hérað er gott orð.

Albertahérað og New Yorkhérað, hljómar bara vel, ekki satt?

Kristján G. Arngrímsson, 9.4.2020 kl. 23:20

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Krisján, þakka þér fyrir þetta.  Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það eigi að tala um ríki í Bandaríkjunum.  Tel það rökrétta þýðingu á orðinu "state".

Við tölum ekki um Bandafylkin.

"Province" gefur ýmsa möguleika og fylki alls ekki slæmt og það sem ég oftast nota. En það er ýmislegt annað sem hefur verið að flækja málið í huga mér.

En hvernig kæmi ég t.d. muninum á "province" og "territory" til skila á Íslensku?

Er rökrétt að nota orðið "fylki" bæði um "fylki" í Noregi og "fylki" í t.d Kanada?

Lagaleg staða "fylkja" er mjög mismunandi í þessum löndum.

Væri rökréttara að tala um "ríki" í Kanada? Og þá "fylki" eða "héruð" þegar rætt er um "territories"?

Hvernig er rökréttast að þýða Þýsku orðin "kreis" og "landkreis"?  Eigum við að sömuleiðis að nota "fylki" í þeim tilfellum?

Síðan bætist svo í jöfnuna Franska Province og allt það.

Ég hef hugleitt þetta af og til en ekki komist að neinni niðurstöðu.

En þetta er tilvalið að velta fyrir sér í "Samkomubanni".  :-)

Þætti fróðlegt að heyra frá þér (og fleirum) hvaða skoðun þú hefur á þessu öllu.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2020 kl. 04:13

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já ég hef nú aðhyllst þetta sama og þú með ríki Bandríkjanna og notað fylki um Kanada. 

Þetta með héruðin var svona samkomubannsskemmtunarpæling :)

Territories í Kanada hafa verið kölluð landsvæði á Íslensku, held ég. Sbr. Norðvesturlandsvæðin.

Það er náttúrulega ekki hægt að finna hina einu réttu þýðingu, þetta er spurning um "nálgun" og venjur og hefðir.

Gleðilega páska, annars.

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2020 kl. 09:18

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. 

Landsvæði er næsta bein þýðing á "territory", en eiginlega leiðinlega almennt.

Ef til vill mætti kalla "territories" héruð.  Norðvesturhéruð Kanada, eða Nunavuthérað, hljómar nokkuð þýðlega.

En þetta er býsna snúið þegar litið er yfir heimsbyggðina.

Í það minnsta á ensku er t.d. yfirleitt talað um "province" á Spáni.  Ég er ekki viss um Spænska orðið.

En svo er líka talað um "region".

Eigum við þá að tala um Katalóníufylki?  Barcelonafylki?

https://www.spain.info/en/consultas/ciudades-y-pueblos/provincias.html

Þannig er það augljóst að það eru ekki bara Íslendingar sem eiga erfitt með skilgreiningar á þessu :-)

En ég vona að þú eigir gleðilega páska og fáir einu eggi fleira en ég, sem fæ ekkert :-(

En páskarnir eru ekki fyrr en eftir 2. daga.

Út af hverju finnst mér eins æ fleiri Íslendingar tali eins og páskarnir hefi byrjað í gær?

Ég svona velti því fyrir mér.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2020 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband