8.4.2020 | 15:23
Kúrfan í mismunandi löndum
"Kúrfan" hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hlýtur ásamt "samkomubanni" og "fordæmalaust" að koma til greina við útnefningu á orði ársins.
Reuters fréttastofan hefur nú tekið saman kúrfur hinna ýmsu landa.
Þær eru að mörgu leyti svipaðar, en þegar betur er að gáð er mismunurinn mun meiri en við fyrstu sýn.
En það þarf að hafa í huga að allar kúrfur byggjast á tölum. Og það er flestum orðið ljóst að tölum um kórónuveiruna er safnað og settar fram á mismunandi máta eftir ríkjum.
Gríðarlegur munur er á því hvað mikið af skimunum búa að baki fjölda smit tilfella.
Það kann einnig að vera munur á hvernig dauðsföll eru talinn o.frv.
Það er í fyllilega óraunhæft að bera saman á milli ríkja, enn sem komið er. Margir óttast að langt muni líða þangað til áreiðanlegar tölur fást, ef það verður nokkurn tíma.
Upplýsingar t.d. um fjölda smitaðra verða víða ekki áreiðanlegar fyrr en rannsóknir um hve margir hafa þegar mótefni gegn veirunni verða gerðar. Slíkt er í undirbúningi hér og þar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
Tala látinna er sennilega nokkurnvegin* rétt allstaðar.
Fjöldi smitaðra er hinsvegar nokkuð örugglega rangur allstaðar, þó mismikið sé.
Það hefur samt aðallega áhrif á hlutföll.
*Getur verið að Kínverjar telji öll Korona dauðsföll núna sem flensu?
Ásgrímur Hartmannsson, 8.4.2020 kl. 17:01
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Það er sitthvað til í því að tala látinna sé nokkurn veginn réttur, en það þarf þó alls ekki að vera.
Hér er tilvitnun úr nýlegri grein af vef BBC.
"We know, during an epidemic, people will call every death as though it’s related to Covid-19. But that is not the case,” says Heneghan. “Always, when people look back at the case notes and assign causation, they realise they will have overestimated the case fatality in relation to the disease.”
The reason for the bias is that “there’s a tendency to focus on the worst-case scenario”, says Heneghan. “That’s the only message that gets out there.”
One example is the H1N1 pandemic of 2009, known as swine flu. Early case fatality rate estimates were inflated by a factor of more than 10. Even 10 weeks into the epidemic, estimates varied widely between countries, coming in between 0.1% and 5.1%. When medics later had a chance to go through case documents and evaluate cases, the actual H1N1 case death rate was far lower, at 0.02%.
That’s not a cause for complacency, says Heneghan. But it could be an antidote to some of the alarm at the very high reported death rates in some countries."
https://www.bbc.com/future/article/20200401-coronavirus-why-death-and-mortality-rates-differ
Þannig að það er oft ekki fyrr en all nokkru eftir að faraldur hefur gengið yfir að tölur fara að verða betri, en verða líklega aldrei 100%.
G. Tómas Gunnarsson, 8.4.2020 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.