8.4.2020 | 12:23
Hið dreifða vald
Eftir ábendingu fór ég og horfði á Kastljósið frá mánudegi. Þar var rætt við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor um hvernig Kórónuveiran gæti haft áhrif á stjórnmálin, bæði innlend og erlend.
Spjallið var ágætlega fróðlegt, þó að Ólafur tæki rækilega fram að of snemmt væri að segja til um nokkuð hvernig myndi spilast úr málum.
Það er að mínu mati hárrétt og oft hálf vandræðalegt hvernig fjölmiðlafólk reynir að ýta viðmælendum sínum til að tala eins og framtíðin sé eiginlega ákveðin og hægt sé að segja hvernig hún komi til með að verða.
Við bestu aðstæður má segja að það sé næsta vonlaust verk, hvað þá undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja.
En besti punkturinn í þáttinum fannst mér þegar talið barst að því hvað valdið lægi víða í Bandaríkjunum.
Því mér finnst oft nokkuð augljóst að margir gera sér littla grein fyrir því hvernig valdið dreifist í ríkjum s.s. Bandaríkjunum og einnig t.d. Kanada.
Forseti Bandaríkjanna er vissulega valdamikill, en hin 50. ríki Bandaríkjanna passa þó svo sannarlega upp á sinn hluta valdsins, enda er landlægur ótti, réttlátur eða ímyndaður, við valda ásókn alrikisins víða um Bandaríkin.
Heilbrigðismál eru t.d. mál ríkjanna, þó að alríkið leggi vissulega til fé. Reyndar eru hlutfall fjármagns sem opinberir aðilar leggja í heilbrigðisþjónustu mun hærra en margir gera sér grein fyrir, eða u.þ.b. 40% af heildareyðslu. En hún er það há per íbúa að líklega eyða opinberir aðilar littlu minna fé, ef nokkru, á íbúa en önnur ríki.
"Another way to examine spending trends is to look at what share of the economy is devoted to health. In 1970, the U.S. devoted 6.9% of its gross domestic product to total health spending (both through public and private funds). By 2018, the amount spent on healthcare had increased to 17.7% of GDP. Health spending as a share of the economy often increases during economic downturns and remains relatively stable during expansionary periods. From 2017 to 2018, the share of GDP attributable to health spending decreased slightly from 17.9% to 17.7% as the general economy outpaced health spending."
"Most of the recent health spending growth is in insurance programs, both private and public. Private insurance expenditures now represent 34% of total health spending (up from 21% in 1970), and public insurance (which includes Medicare, Medicaid, CHIP, and the Veterans Administration and Department of Defense), represented 41% of overall health spending in 2018 (up from 22% in 1970). Although out-of-pocket costs per capita have also been rising, compared to previous decades, they now make up a smaller share of total health expenditures."
Fengið héðan.
Og ríki Bandaríkjanna ráða hvernig "greiðsluformið" hvað varðar heilbrigðisþjónustuna er. Þannig gerði t.d. Vermont (heimaríki Bernie Sanders) tilraun með ríkisrekið heilbrigðiskerfi á síðasta áratug, en gafst upp.
Vald ríkjanna má líka sjá dæmi um nú nýlega þegar DJ Trump kastaði fram hugmynd um að loka landmærunum að New York, New Jersey og Connecticut.
Ríkisstjóri New York, Cuomo, aftók það með öllu og sagði að það jafngilti stríðsyfirlýsingu af hálfu alríkisstjórnarinnar.
Ekkert varð af lokuninni og ekki ætla ég að dæma um hvor hefur rétt fyrir sér, en mörg ríki í Evrópu virðast þeirrar skoðunar að það virki.
Það sama gildir um Quebec, sem hefur takmarkað (en ekki stoppað) ferðir á milli Quebec og Ontario.
Án þess að ég vilji fullyrða um málið, held ég að yfirvöld í Ontario hafi ekki verið látin vita af lokunum.
Eitt af minni sveitarfélögum í Ontario hefur svo ákveðið að loka fyrir vatn í sumarbústaði að sinni. Þar kæra menn sig ekkert um að "city slickers" komi og beri með sér veiruna frá borgunum.
Í Kanada stjórna fylkin (eða héruðin) sömuleiðis heilbrigðismálum. Ríkið leggur hins vegar til mikið peningum. En í Ontario er megnið greitt af ríkinu (líklega um 70% af heildar heilbrigðiskostnaði), en spítalar og læknastofur eru allar í einkaeigu. Oft í eigu félaga sem eru ekki rekin í ágóðaskyni, en vilja að sjálfsögðu hafa rekstrarafgang til uppbyggingar.
Það má líka nefna að sveitarfélög reka sínar lögreglusveitir. Það gera fylkin og ríkin einnig. Síðan eru RCMP og FBI.
Ég efast ekki um að þegar Kórónuvírusinn verðu yfirgenginn mun hefjast umræða um að efla þurfi völd alríkjanna.
Þannig verði hægt að bregðast skjótar og öflugar við.
En ég hef enga trú á því að núverandi fyrirkomulagi verði breytt.
Vantraustið gagnvart alríkinu, bæði í Bandaríkjunum og Kanada er það ríkt.
P.S. Það er skiptar skoðanir um það hvort að ríki Bandaríkjanna geti lokað landamærum sínum, nú eða hvort forsetinn geti það.
Alríkið ræður hins vegar yfir ytri landamærum og getur þannig lokað flugvöllum og svo landamærunum að Mexíkó og Kanada.
Hér hefur aðeins verið stikklað á stóru, en valdskiptingin er fróðlegt fyrirbæri sem er vel þess virði að skoða.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.4.2020 kl. 10:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.