Er verið að varpa táragasi á konur og börn til þess að verja "ytri landamæri" Íslands?

Það eru margir sem vanda Erdogan og Tyrklandi ekki kveðjurnar þessa dagana. Sumpart er það fyllilega verðskuldað og sumpart ekki.

Samkomulag sem hann gerði við Evrópusambandið (og er ennþá í gildi) um að halda flóttafólki í Tyrklandi, er langt í frá að hafa verið efnt af hálfu "Sambandsins" og nú styttist í að það renni út.

Ekki það að ég styðji Erdogan eða Tyrki, ég lít á hann sem óttalegan skúrk, og framganga Tyrkja í Sýrlandi og gegn Kúrdum er hræðileg.

En það þýðir þó ekki að hægt sé að brjóta samkomulag sem við Tyrki var gert og reikna með engum afleiðingum.

Það virðist þó vera það sem Evrópusambandið hefur gert.

"Sambandið" hefur að vísu eftir því sem ég kemst næst borgað þá peninga sem um var samið, en aðrir hlutar samkomulagsins hafa lítið eða ekkert miðað áfram.

Því var lofað að Tyrkneskir þegnar þyrftu ekki áritun til ferðalaga innan "Sambandsins", að tollabandalagið á milli "Sambandsins" og Tyrklands yrði uppfært og nýjir kaflar yrðu opnaðir í aðlögunarviðræðum Tyrklands að "Sambandinu".

Það átti einnig að flytja stóran (en nokkuð óskilgreindan) hóp flóttafólks frá Tyrklandi til Evrópusambandslanda.

Þetta voru líklega óraunhæf loforð, en þau voru gefin engu að síður. En ekki staðið við þau.

Fjárhagslega samkomulagið hefur gefist að mörgu leyti vel, en það rennur út á næstu 6. til 12. mánuðum án þess að Evrópusambandið hafi gert tilraun til að framlengja það.

Í ljósi þessa getur það ekki talist með öllu óeðlilegt að Tyrkir séu farnir að ókyrrast og finnist þeir ekki skuldbundnir af samkomulaginu frekar en "Sambandið".

Því er staðan sú að tug eða hundruð þúsunda einstaklinga vilja komast yfir landamærin til Grikklands, inn í "Sambandið".

En á landamærum Grikklands og Tyrklands (sem geta teljast "ytri landamæri" Íslands vegna Schengen samkomulagsins) ríkir stríðsástand.

Þar er varpað táragassprengjum á flóttafólk, menn konur og börn, af "útverði" Evrópusambandsins og Schengen svæðisins.

Hvað skyldi Íslenskur almenningur vilja að sé gert í þessum málum?

Skyldi hann vilja að Grikkland haldi áfram að verja ytri landamæri Schengen svæðisins, jafnvel með táragasi og byssukúlum?

Skyldi hann vilja að þar gildi "No Borders" og allir eigi frjálsa för yfir landamærin jafnvel alla leið til Íslands?

Skyldi hann vilja að þessu fólki yrði sérstaklega boðið til Íslands?  Það er líklega "slaki" hjá mörgum flugfélögum þessa dagana þannig að möguleiki væri að sækja þúsundir til Tyrklands.

Skyldi einhver efna til mótmæla fyrir framan sendiráð Evrópusambandsins á Íslandi? Eða safna undirskriftum til að hvetja Íslensk stjórnvöld til þess að fordæma framgöngu Grikklands og Evrópusambandsins?

Eða væri ef til vill best að byggja múr á landamærum Tyrklands og Evrópusambandsins/Schengen svæðisins, er það ekki töluvert manneskjulegra en að varpa táragasi á menn, konur og börn?

 

 


mbl.is Grikkir fá 700 milljónir evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem er að gerast í Grikklandi núna, skilst mér, er að Grikkir eru að berjast við Grísku lögregluna og flóttamenn.  Lemja þá.  Henda í þá grjóti.  Það eru til vídjó af þessu.  Grískur almenningur er ekki hrifinn.

Það er eitthvað lítið um "konur og börn" í þeim hóp.  Ekki að það skifti máli, svosem.

Erdogan er í fullum rétti til þess að senda flóttamenn til Grikklands, eða hvert sem er.  Hann varðar ekkert um Grikki, eða aðra útlendinga.

Grikkir eru í rétti til að gera við flóttamennina það sem þeim dettur í hug, sé ég ekki betur.  Flóttamenn eru ekki á þeirra vegum.

Og ekki fæ ég séð hvernig við berum ábyrgð á neinu af þessu.  Ekki að það skifti máli.  Menn hér virðast ekki vita hvar á að draga mörkin í þeim efnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2020 kl. 23:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Gríska lögreglan er að berjast við flóttamenn og samkvæmt fréttum hefur bæði hún og Tyrkneska lögreglan varpað táragassprengjum á svæðið.  Gríska lögreglan er einnig sökuð um að hafa skotið á flóttafólkið, en það er alltaf betra að fara varlega í fullyrðingarnar.

Það er þó nokkuð um konur og börn í hópi flóttafólksins, enda flytja Tyrkir þau ekki síður til landamæranna en karlmenn.  Það hafa birst myndir af þeim að að "berjast" við táragasið.  Slíkt er nauðsynlegt í öllum "áróðursstríðum".

En Íslendingum kemur þetta við, því á vissan máta eru Grikkir að verja "ytri landamæri" Íslands.  Það er eins og með ýmis samtök, eða samninga sem tekið er þátt í.

Grikkir eru raunverulega skuldbundnir til að verja ytri landamæri Schengen, rétt eins og Íslendingar eru það.

Það er sameiginleg skylda allra ríkjanna sem standa að Schengen, enda svo gott sem eftirlitslaus för þegar komið er inn á svæðið.

Þannig verður þetta á vissan hátt samhangandi.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2020 kl. 23:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alveg er mér sama þó Gríska lögreglan plaffi aðeins á flóttafólkið.  Það eiga þeir að gera.  Það er hluti af þeirra vinnu.

Það sem er verra er hlutir eins og þetta: https://www.france24.com/en/20200227-greek-islanders-assail-riot-police-in-protests-over-migrant-camps

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2020 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband