Bloomberg hættur, styður Biden

Nú virðist það ljóst að baráttan mun standa á milli Biden og Bernie.  Þriðja "Béið" eða Bloomberg virðist hafa orðið það ljóst að frekari barátta væri lítils virði.

Það kemur enn einu sinni í ljós að það er ekki nóg að ausa út fé í pólítískri baráttu, það verður að ná til kjósenda.

Þeir sem eyddud mestu fé í forkosningum Demókrata, Bloomberg og Steyer, eru báðir úr leik.

Ekki slæmur dagur fyrir lýðræðið í því ljósi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Maður verður líka að passa sig á sinni eigin fortíð og andstæðingum sem kunna að koma á mann höggi (að minnsta kosti í Demókrataflokknum) :

https://www.theguardian.com/us-news/2020/mar/04/mike-bloomberg-out-60-second-attack-elizabeth-warren-destroyed-campaign

Kristján G. Arngrímsson, 5.3.2020 kl. 09:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er nú ekki svo viss um að þessi árás Warren hafi eyðilagt baráttu Bloomberg, þó að hún hafi örugglega ekki hjálpað til.

En yfirleitt er það ekkert eitt, heldur margir samhangandi þættir.  En í nútíma "fjölmiðlun" er vinsælt að finna "the knockout".

En þetta sannar enn einu sinni að þó að það sé vissulega betra að hafa peninga, er það langt frá því að duga til í pólítískri baráttu.

Bloomberg er hvorki fyrsti né síðasti maðurinn sem á eftir að komast að því.

Flokksbróðir hans Steyer leggur svo sína dollara á þá vogarskál til enn frekari sönnunar. Ekki var ráðist svo harkalega á hann.

En það hentar hins vegar mörgum að tala um að peningar ráði ferðinni hvað kosningar varðar, en ég held að sú áhrif séu ofmetin, þó að ég endurtaki að auðvitað er betra að hafa þá en ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 5.3.2020 kl. 15:34

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eftir ófarirnar með ákæruna og rif Pelosi á ræðu Trum om daginn  tel ég að demókrtarir séu í reynd farnir að velja sér mann til að tapa fyrir Trum en ekki til að verða foseta. Þetta þarf að skoðast með þeim gleraugum.

Guðmundur Jónsson, 6.3.2020 kl. 10:08

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Ég hef nú fulla trú á því að Demókratar hafi vilja til að vinna, en efast um að þeir megni það.

Persónulega hef ég enga trú á Bernie á móti Trump og afar takmarkaða trúa á Biden sömuleiðis.

En það er ennþá langur tími til stefnu og margt getur gerst.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2020 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband