Landabruggarar til aðstoðar?

Þessar leiðbeiningar eru auðvitað þarfaþing, enda er "handspritt" víða uppselt. Ég man þó ekki eftir því að "ríkið" selji áfengi sem hentaði til þessarar framleiðslu.

En þetta gæti auðvitað verið góð aukabúgrein fyrir landabruggara.

"Handspritt í heimsendingu"© væri líklega "hot" vara.

En gæðavara á við þessa er að ég best veit ekki á boðstólum á Íslandi, en hún væri auðvitað tilvalinn í þessa framleiðslu.

Sjálfur á ég yfirleitt eina flösku af 80°, og nota það einmitt til hreinsunar á alls kyns hlutum.

En líklega verður fljótlega skortur á þetta sterku áfengi, samanber þessa frétt frá Japan.

Það er því ef til vill ráð að fara að hvetja landabruggarana til að fara að hita upp græjurnar.

 

 


mbl.is Gerðu þitt eigið spritt með þessu þrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband