Kórónaðar vangaveltur

Það er nokkuð sama hvar maður kemur vangaveltur og samræður snúast að miklu leyti um Kóranavírúsinn frá Wuhan og útbreiðslu hans.

Það nýmæli gerðist í gær þegar ég fór í búðina að mér var boðið af konu nokkurri við inngangsdyrnar að þrífa haldið á innkaupakerrunni með sótthreinsandi einnota klút.  Á meðan hún gerði það, benti hún mér á hvar í verslunni ég gæti náð í slíka klúta.

En hvað sé rétta "meðalhófið" til þess að hefta veiruna eru skiptar skoðanir um.

Sumir vilja hreinlega loka sem flestum landamærum og því sem næst "stöðva veröldina" á meðan aðrir vilja fara hægar í sakirnar og reyna að stemma stigu við útbreiðslunni með "hefðbundnari" aðgerðum, auknu hreinlæti, sóttkvíum, takmörkunum á fjöldasamkomum o.s.frv.

Alls konar tölfræði flýgur um bæði net- og lífheima.  En staðreyndin er sú að allir slíkir útreikningar eru lítils virði ef þeir eru ekki reiknaðir út frá réttum upplýsingum.

Og þar virðist vanta mikið á víða um heiminn.

Flestir vita nú hversu vitleysislega kommúnistastjórnin í Kína meðhöndlaði upplýsingar og þann einstakling sem fyrst varaði við veirunni.

Það hefur líka verið flestum ljóst að "ajatollarnir" í Íran eru ekki traustsins verðir þegar kemur að upplýsingum um útbreiðslu sýkinga þar í landi.

Eftir því sem ég kemst næst var fyrsta tilfellið í Íran tilkynnt opinberlega 19. febrúar síðast liðinn.

Þann 20. febrúar var fyrsta tilfellið í Kanada sem rekja má til ferðalags til Írans tilkynnt.

Tölfræðilega væri það varla mögulegt, en líklegra er að Íran hafi kerfisbundið vanmetið eða afneitað sjúkdómnum.

Síðast þegar ég gáði voru 2. tilfelli skráð í Egyptalandi og annar sjúklinganna útskrifaður.  Samt sem áður er komið upp tilfelli í Kanada sem er rakið til ferðalags til Egyptalands.

Hverjar skyldu tölfræði líkurnar á slíku smiti vera?

Nú þegar er farið að velta því fyrir sér hvort að útbreiðslan sé mikil eða lítil, hér eða þar, miðað við höfðatölu, verður einnig að taka tillit til fjölda sýna sem hafa verið rannsökuð.

Síðast þegar ég sá tölu í Kanada höfðu 520 sýni verið tekin og 27. smit fundist, eða í rétt um 20% tilfella.

Hverjar eru sambærilegar tölur á Íslandi.

Síðast þegar ég vissi til, voru u.þ.b. tvöfallt fleiri smit í Bandaríkjunum en í Kanada, en Bandaríkin eru ca. 10 sinnum fjölmennari.  Samt voru þegar dauðsföll í Bandaríkjunum en ekkert í Kanada.

Bendir það til þess að sýkingar séu vanmetnar í Bandaríkjunum?

Ég held að það sé afar erfitt að draga skynsamlegar tölfræðilegar niðurstöður án mun betri upplýsinga.

Án þess að áreiðanlegar upplýsingar séu til staðar, og það er fátt sem bendir til þess að svo verði á næstunni, er aðeins verið að reikna út líkindi með "eplum og appelsínum".

En sé litið á stöðu Íslands er sýnist mér að "WV (Wuhan Vírusinn)" sé kominn í öll lönd sem flogið er til frá Íslandi, nema Færeyjar, Grænland og Pólland.

Hvers líklegt er "tölfræðilega" að ekkert smit sé í Póllandi er svo annað mál.

Það er líka ljóst að á meðan Evrópusambandið (og að mig minnir eru öll lönd sem flogið er til frá Íslandi séu í "Sambandinu", nema US, Kanada, Færeyjar og Grænland), Bandaríkin og Kanada eru með "opin" landamæri, þá er vonlaust að vita hvaðan ferðalangar og Íslendingar eru raunverulega að koma.

Einstaklingur sem flýgur til Íslands frá Kaupmannahöfn, getur hafa verið á Ítalíu Egyptalandi, nú eða Íran fyrir skömmu síðan. Það sama gildir um flug frá London, Helsinki, Oslo, Frankfurt og svo má lengi telja.

Þannig eru að mér skilst all nokkur fjöldi einstalinga komnir í "heimasóttkví" í Þýskalandi, þar af stór hópur einstaklinga hjá bílaframleiðandanum BMW.

Heilt yfir sýnist mér Íslensk sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig með ágætum, þó eflaust megi gagnrýna einstakar ákvarðanir og það verður eflaust gert.

Þar starfa einstaklingar og hópar sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem geta valdið miklum erfiðleikum á margvíslegan hátt, á hvern veg sem þær eru teknar.

 


mbl.is Tilfelli kórónuveiru orðin ellefu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband