Erlend ríki hafa verið að reyna að hafa áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum um áratuga skeið

Það er ekkert nýtt að erlend ríki, Rússland/Sovétríkin þar á meðal, reyni að hafa áhrif á forsetakosningar í Bandríkjunum og víðar auðvitað.

Bandaríkin sjálf eru heldur ekki saklaus af því að reyna að hafa áhrif á kosningar utan sinnar lögsögu.

Það sama gidir um fjölmörg önnur ríki.

Þannig gerast kaupin á þeirri eyri.

Sovétríkin/Rússland hafa aftur og aftur reynt að hafa áhrif á hver yrði kosinn forseti Bandaríkjanna.  Líklega ná þær tilraunir aftur til 2. eð 3ja áratugar síðustu aldar. Á öldinni þar áður, voru það líklega frekar Bretar og Frakkar sem reyndu að beita áhrifum sínum.

Þó má líklega segja að tilraunirnar hafi ekki hafist fyrir "alvöru" fyrr en eftir síðari heimstyrjöld, Bandaríkin þá enda orðin alvöru heimsveldi og "Kaldastríðið" komið til sögunnar.

Stundum er sagt að fyrsti "Rússneski/Sovét" kandídatinn hafi verið Henry Wallace. Hann þótti hallur undir Sovétríkin, en sneri síðan við blaðinu og sagði "Sovétið" illskuna uppmálaða.

Næsti sem reyndi við forsetaembættið, og "Rússarnir/Sovétið" hafði hug á að styðja var Adlei Stevenson.

En Eisenhower sá til þess að hann komst aldrei í Hvíta húsið.

"Sovétið" hafði fullan áhuga á því að tryggja að Nixon yrði ekki forseti og vildi veg John F. Kennedy sem mestan.

Átta árum síðar hafði "Sovétið" fullan hug á því að ljá Hubert Humphrey, stuðning sinn á móti Nixon.

Það hefur líka verið ljóst að "Rússland/Sovétríkin", beittu sér gegn Ronald Reagan, sérstaklega í 1984 kosningunum.  Þau vildu eiginlega hvern sem er sem forseta annan en hann.

Það kom samt ekki í veg fyrir að Reagan vann 49 af 50 ríkjum í kosningunum.

Í kosningunum 1992, kom svo Moskvuferð Bill Clinton (sem hann hafði farið 1969) ítrekað upp í umræðunni, en það var þó líklega ekki af "Sovétsins" völdum.

Hér hefur verið stiklað á stóru, og ég vil biðja þá sem lesa að hafa í huga að þeir þetta þýðir alls ekki að þeir forsetaframbjóðendur sem hér hafa verið nefndir til sögunnar hafi verið "Rússneskir útsendarar", heldur aðeins að "Rússum/Sovétinu" hafi litist betur á þá en aðra frambjóðendur.

Að baki slíks álíts geta verið margar mismunandi ástæður.

Það má oft heyra þessar vikurnar að Bernie Sanders sé "Rússneskur útsendari" og er þá sérstaklega nefnd til sögunnar brúðkaupsferðalag hans til Sovétríkjanna 1988, sé sönnun þess.

Persónulega tel ég slíkt út í hött.

Ef eitthvað er sanna slíkt ferðalag að að hann er ekki "Rússneskur útsendari". Engum "Rússneskum útsendara" væri leyft að fara í slíkt ferðalag.

KGB gæti hafa litið á hann sem "fellow traveller" eða "useful idiot", en lengra myndi það ekki ná.

Og nú eru uppi sögusagnir um að leyniþjónusta Rússa vinni að því að tryggja Sanders útnefningu Demókrataflokksins og jafnfrm endurkjör Trumps.

Það gæti bæði verið rétt.

Ekki að ég trúi því að þeir vinni fyrir Rússa.

En hitt er augljóst að það þjónar hagsmunum Rússlands að auka á úlfúð í Bandarískum stjórnmálum.  Því meira "póleruð" sem þau verða og því erfiðara það verður að finna "milliveg", kætast Rússarnir.

Barátta Trump og Sanders, ef að verður, þar sem stuðningsmenn hvors frambjóðanda "rífa hvorn annan á hol", væri vissulega nokkuð sem Rússum (og ýmsum öðrum þjóðum) þætti ekki leiðinlegt að horfa á.

Klofin þjóð er síður líkleg til afreka.

P.S.  Sótti ýmsan fróðleik hér og þar um netið, bæði nú og eftir minni, en þessi grein er stór heimild.

 

 

 


mbl.is Rússar reyni að tryggja endurkjör Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband