"Greta Thunberg" hringir í Bernie Sanders. Rússarnir láta gamminn geysa

Nú flýgur um netið YouTube myndband þar sem Rússnesku "hrekkjalómarnir" Vladimir Kuznetsov og Alexey Stolyarov (eða Vovan og Lexus) ásmamt óþekktri leikkonu þykjast hringja í Bernie Sanders sem Greta Thunberg og faðir hennar.

Þau spjalla við Bernie all langa stund og talið berst býsna víða, mest um "loftlagsvánna" og forsetaframboð Bernie.

Enn hefur enginn staðfest að símtalið sé ósvikið, en eftir því sem kemur fram í AP frétt hafa talsmenn framboðs Bernies hvorki viljað játað því né neitað.

En FBI staðfestir að tilkynnt hafi verið til þeirra símtöl til ýmissa þekktra Demókrata í nóvember síðastliðnum.

En myndbandið og símtalið er hér að neðan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki mjög merkileg vitleysa

Halldór Jónsson, 17.2.2020 kl. 16:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Þessi "vitleysa" á er auðvitað ekki merkileg, enda ekki ætlað að vera það.

Svona útvarpshrekkir eru það sjaldnast, ef nokkurn tíma.

En skopskynið er að sjálfsögðu mismunandi og ég hafði ágætlega gaman af þessu.

G. Tómas Gunnarsson, 19.2.2020 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband