17.2.2020 | 01:47
Það er gott að útvista menguninni og enn betra ef það kemur Rússum til góða, eða hvað?
Það eru mörg ríki að setja sér háleit markmið í umhverfismálum. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og sett aðildarríkjum stíf markmið og sett há gjöld á mengun.
En þá verður allt í einu hagkvæmara að framleiða raforkuna utan "Sambandsins" en innan og flytja hana síðan inn.
Þar koma Rússar auðvitað til skjalanna, þeir selja í vaxandi mæli raforku til landa "Sambandsins", Eystrasaltslandanna og Finnlands.
Rússar seldu Eystrasaltslöndunum u.þ.b. 3 terawattstundir á ári frá 2013 til 2017. Árið 2018 jókst magnið í 5.5 terawattstundir og 2019 var magnið 7.8 terawattstundir.
Á sama tíma á raforka sem er framleidd í þessum löndum undir högg að sækja vegna kolefnisskatta.
En "kolefnisbókhaldið" í "Sambandinu" sýnir auðvitað jákvæðari hlið, mengunin verður Rússlands megin og "Sambandið" getur klappað sjálfu sér á bakið.
Sama dæmið verður svo enn stærra þegar hækkandi orkuverð hrekur margan iðnað til landa sem eru ekki jafn skattaglöð á mengunina.
En síðan þarf einnig að hafa í huga að með þessu eykst enn hlutdeild Rússa í orkuneyslu "Sambandsins" og gerir það enn háðari þeim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.