2.2.2020 | 01:09
Það breyttist margt í gær
Það má sjá víða að "Sambandssinnar" reyna að gera eins lítið úr þeim breytingum sem urðu í gær og þeir telja sig komast upp með.
Það er vissulega rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum, um áramót.
Það verður t.d. þá sem tekjur "Sambandsins" munu dragast saman um u.þ.b. 12%, nema að aðrar þjóðir taki upp "slakann". En visslega kemur sparnaður fram hvað varðar framlög til Bretlands. En Bretland hefur verið næst stærsti nettó borgandi til "Sambandsins" á eftir Þýskalandi.
En það þýðir ekki að stórar breytingar hafi orðið í gær.
Eins og Eiríkur réttilega segir, þá gekk Bretland úr Evrópusambandinu í gær, fyrsta ríki (sumir vilja blanda Grænlandi í þá umræðu) til að gera slíkt. Það eitt er risa atburður.
Þar með eru aðildarríki "Sambandsins" 27, en ekki 28.
Þar með fækkaði íbúum "Sambandsins" um u.þ.b. 66.5 milljónir einstaklinga. Eftir því sem ég kemst næst er hægt að segja að það sé fækkun um 13% eða svo.
"Þjóðarframleiðsla" "Sambandsins", (hér er miðað við árið 2018) dróst saman um 15% og hlutfall "Sambandsins" af efnahag heimsins sökk all nokkuð niður á við.
En venjulegir íbúar, hvort sem er Bretlands eða "Sambandsins" munu ekki finna fyrir breytingum, fyrr en um næstu áramót.
En eitt það mikilvægasta sem breytist er að Bretland getur nú gert viðskiptasamninga við hvaða ríki sem er, líklegt er að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað nú þegar, en nú geta slíkar samningaviðræður farið í formlegt ferli.
Það er erfitt að spá um hvernig slíkar viðræður munu ganga en fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og Ástralíu, var undirritaður eftir u.þ.b. 10 eða 11 mánaða viðræður.
Ég yrði því ekkert hissa ef Bretland næði samningum við önnur ríki á undan "Sambandinu".
Það er reyndar eins líklegt og ekki að Bretland gangi úr "Sambandinu" án samnings.
En það breytist líka eitt og annað hjá "Sambandinu". Valdahlutföll á Evrópusambandsþinginu breytast. Eftir því sem ég kemst næst verður það EPP mest í hag og þingið talið mjakast heldur til hægri.
Líklegt er að valdajafnvægið breytist, og sígi heldur í "suður" þó að Þýskaland og Frakkland muni eftir sem áður ráða svo gott því sem þau vilja ráða. En það á vissulega eftir að koma í ljós hvernig úr stöðunni spilast og ríki s.s. Pólland munu reyna að mjaka sér í tómarúmið sem Bretland skilur eftir sig. En því vantar nokkuð upp á efnahagslega vikt enn sem komið er.
Hvað varðar hvort að Bretland eigi eftir að sækja um inngöngu í "Sambandið" aftur, yrði ég ekki hissa þó að einhver tali um það fljótlega, ef ekki nú þegar.
En ég held að breskir kjósendur hafi almennt engan áhuga á því að taka þá umræðu upp nú.
Ég er heldur ekki viss um að "Sambandið" hafi mikinn áhuga á því að fara í aðlögunarviðræður við Bretland eftir fá ár.
Ég held því að á næstu mánuðum muni koma í ljós að það var sitt hvað sem breyttist í gær, en það er rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum - líklega.
Barátta fyrir inngöngu í ESB mun hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas, útganga breta úr ESB er vissulega stór frétt og örugglega misvísandi upplýsingar um gildi útgöngunar, til góðs eða ills. Bretland er vissulega stór markaður, ef litið er á viðskiptalegu hliðina, en bretland á einnig mikið undir í viðskiptum við erlend ríki aðallega ríki Evrópu. Þeir geta vissulega, og hafa getað hingað til gert hvaða viðskiptasamning sem þeim hugnast, þ.e. vegna útflutnings, en innflutning voru þeir bundnir af þeim tollum sem voru hverju sinni innan ESB, þar með t.d. innflutning á fiski frá Íslandi, það er þeim tegundum og vinnslu sem við á hverju sinni. Það er verkefni breta að vinna úr því hvernig þeim best helst á aðallega útflutningi, varðandi innflutning koma þeir til með að ráða algerlega sjálfir, en er ekki nokkuð ljóst að ekki eru þeir að fara að flytja út vörur til fjarlægri landa, ekki fara þeir að einbeita sér að Asíu markaði nema mjög takmarkað þegar margfallt ódýrara er að framleyða vöruna í Asíu heldur en í Bretlandi plus flutnginn til og frá etc. En þetta á allt eftir að koma í ljós. En bottom lænið er samt að Bretland fékk engu minna til baka frá ESB en það lagði til. Gott að sinni.
Jónas Ómar Snorrason, 2.2.2020 kl. 09:46
Jónas, þetta er ekki rétt hjá þér. Bretar borguðu a.m.k. 350 milljónir punda á viku (um 56 milljarða ISK) til ESB og fengu ekkert til baka sem gagnaðist þeim að neinu leyti og sem þeir höfðu sjálfir ekkert um að segja.
Íslenzkir ESB-sinnar og málgögn þeirra hafa tekið Brexit mjög illa. DV minntist ekkert á þennan merka atburð sl. föstudag, Eiríkur Bergmann veður um í villu og reyk, álítandi að Bretar vilji aftur inn í þetta ógæfusamband sem hefur eyðilagt þjóðfélag þeirra sl. 25 ár. Þeir sem aðhylltust/aðhyllast aðild, svokallaðir Remoaners er hávær meirihluti sem getur ekki sætt sig við að hafa tapað. Efnahagur Breta mun byrja að stórbatna á þessu ári og mun fara fram úr Þýzkalandi í þeim efnum, meðan ESB mun smám saman liðast í sundur. Bretar munu fá fiskimiðin sín aftur nú þegar CFP verður afnumið þar og geta stutt landbúnaðinn á sinn eigin hátt, landbúnaðinn sem aðildin að ESB eyðilagði rétt eins og ESB setti fjölda bænda í gjaldþrot í Danmörku vegna CAP. Brexit hefur sett fordæmi fyrir önnur aðildaríki sem eru ósátt við yfirganginn og frekjuna í ókjörnum embættismönnum sambandsins.
Annar staurblindur ESB-sinni er öfgamaðurinn Jón Frímann Jónsson, sem hefur verið froðufellandi af reiði yfir að Bretar hafi endurheimt sjálfstæði sitt. Hann hefur í bloggfærslu kallað Boris Johnson, manninn sem stóð vörð um lýðræðið fábjána, þegar mesti fábjáninn er Jón Frímann sjálfur.
Stefán (IP-tala skráð) 2.2.2020 kl. 13:18
Stefán, annað hvort hefur þú ekkert fylgst með, eða lokar algerlega augum fyrir staðreyndum. Það er löngu búið að hrekja burt þennan áróður Brexit sinna, sem vissulega þeir settu fram á sínum tíma. Brexit sinnar minnast ekki á þetta lengur enda tómt viðurkennt bull. Sko, innst inni er mér nákvæmlega sama hvað bretar ákveða per se, en verst þykir mér lygaáróður þeirra sem vildu útgöngu, fólk í Bretlandi fékk ekki nauðsýnlegar og réttar upplýsingar sbr. varðandi þessar 350 miljónir punda á viku sem þú mynnist á í upphafi. En trúðu mér, you aint see nothing yet. Eins og við vitum er megin útflutningur breta til ESB landa, ekki fara þeir að flytja út nema mjög takmarkaðar vörur til Asíu, Afríku eða slíkra svæða þar sem framleyðslukostnaður er margfallt minni, svo ekki sé minnst á aðflutning hráefna til Bretlands og síðan fullunnra vara frá Bretlandi. En Við sjáum til hvað gerist, þetta er rétt að byrja.
Jónas Ómar Snorrason, 2.2.2020 kl. 17:34
@Jónas, þakka þér fyrir þetta. Fréttir eru misvísandi, í og með vegna þess að enginn getur sagt nákvæmlega um hvað gerist. Jafnvel eftir að við sjáum hvað gerist getur enginn nákvæmlega sagt um hvers vegna það gerist.
Tökum lítið dæmi. Nú er mjög líklegt að "Wuhan vírusinn" valdi samdrætti í efnahag ýmissa landa og heimsins í heild. Hvaða áhrif mun það hafa á Bretland, nú eða "Sambandið". Ef samdráttur verður hjá báðum aðilum, hve mikil áhrif eru þá vegna "Brexit" og hvað mikill vegna vírusins?
Það er svo margt sem taka þarf tillit til og við höfum engan samanburð (þar sem Bretland væri áfram í "Sambandinu og ekkert breyttist).
Bretland á vissulega mikið undir viðskiptum við önnur ríki (eins og flest önnur ríki) og ætlar sér ekki að draga úr þeim, þvert á móti hefur það (eins og flest önnur ríki) áhuga á að auka þau. Það er um leiðina til þess sem eru skiptar skoðanir.
En þú hefur rangt fyrir þér að þeir hafi getað gert viðskiptasamninga við hvern sem er. Það hafa þeir einmitt ekki getað gert, "Sambandið" kemur fram sem ein heild hvað það varðar og sér um alla slíka samninga. Þeir hafa vissulega getað átt viðskipti við hvern sem er, en á þessu tvennu er mikill munur.
Hvernig þeim tekst upp í þeim efnum á eftir að koma í ljós, en það veldur á þeim sjálfum.
En ég hef einmitt trú á því að þeir muni einbeita sér að "fjarlægari" löndum, enda er það þar sem vöxtur "heimshagkerfisins" verður á næstu áratugum. Hagkerfi Breta byggir að stóru leyti af "þjónustu" og auðvelt að veita hana yfir langar vegalengdir.
Það er staðreynd að Bretar "fengu" minna frá "Sambandinu" en þeir lögðu til þess, það er það sem það þýðir að vera "nettógreiðandi". Það eru hins vegar mörg lönd sem fá meira en þau leggja til, en það getur auðvitað ekki gilt um þau öll.
En svo er að sjálfsögðu deilt um að hve miklu (eða öllu leyti) ávinningur af aðild hafi unnið það upp?
Um það má finna mörg og mismunandi svör.
En gleymum því ekki að viðskipti áttu sér stað fyrir tíma "Sambandsins" og eiga sér enn stað án þess að ríki séu aðilar eða hafa fríverslunarsamning við það.
Besta dæmi um það er auðvitað Kína, sem er einn stærsti viðskiptaaðili "Sambandsríkjanna".
Fríverslundarsamningur "Sambandsins" og Kanada skuldbindur ekki Kanada til að taka upp löggjöf "Sambandsins", byggir ekki á "fjórfrelsinu", tryggir "Sambandinu" ekki rétt til að veiða við Kanadastrendur.
En "Sambandsríkin" eru reyndar ekki öll búinn að staðfesta hann. En þegar er farið að gæta óánægju í Kanada með að ýmis ríki "Sambandsins" séu þegar farinn að reyna að leggja steina í veg viðskiptanna.
G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2020 kl. 19:04
@Stefán, þakka þér fyrir þetta. Það er auðvitað ekki rétt hjá þér að Bretar .. "fengu ekkert til baka sem gagnaðist þeim að neinu leyti og sem þeir höfðu sjálfir ekkert um að segja.".
Auðvitað styrkti "Sambandið" mikið af framkvæmdum í Bretlandi og þannig skilaði sér þó nokkkuð fé til baka.
En það breytir því ekki að Bretland var "nettógreiðandi" til "Sambandsins".
Það má líkja segja að Bretar geta notað þessa peninga til að styðja við framkvæmdir innanlands án þess að þeir þurfi að "millilenda" í Brussel.
En þessir peningar hafi alls ekki verið ráðandi við þess ákvörðun. Enda hafa Bretar greitt þetta lengi.
Ég held hins vegar að Bretum hafi ekki litist á hvaða vegferð "Sambandið" hefur verið og hvert stefnir.
P.S. Mér er sama hvað orð eru notuð á öðrum bloggum eða vefsíðum, hér í minni "lögsögu" hef ég farið fram á að sýnd sé almenn kurteisi.
Mér er illa við að talað sé um "fábjána" eða að umræðan sé öll í þeim dúr.
Langar að biðja þig Stefán að hafa það í huga ef þú átt hér leið um aftur.
G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2020 kl. 19:15
@Jónas, þakka þér fyrir þessa seinni athugasemd. Þó að henni sé mestu beint að Stefáni þá ætla ég að svara henni í stuttu máli.
Það liggur ljóst fyrir að 350 milljónirnar eru ekki réttar. Það er viðurkennt af flestum. Það breytir því ekki að Bretland er "nettógreiðandi".
Eins og margt í sambandi við "Sambandið" er útreikningurinn víst býsna flókinn, og eins ekki alfarið gegnsær.
En Bretland fékk og fær til loka þess árs afslátt af gjöldunum sem og fleiri ríki. Thatcher fékk það í gegn með harðfylgi.
En ég hef heyrt misjafnar tölur um hvað standi eftir, en flestir eru sammála um að Bretland hafi greitt á bilinu 250 til 275 milljónir punda á viku.
Síðan fengu alls kyns verkefni í Bretlandi styrki, eitthvað mismunandi eftir árum o.s.frv.
Því hef ég víða séð talað um að "nettórgreiðslurnar" hafi verið á bilinu 160 til 185 milljónir punda á viku.
All verulega frá 350 milljón pundum en veruleg upphæð samt.
En það hefur mikið verið gert úr þessari rangfærslu, og ekki ætla ég að mæla henni bót.
En ég er hálf hræddur um að vert sé að líta á fleiri fullyrðingar sem féllu í þessari baráttu. "Dómsdagsspánum" sem áttu að dynja yfir, daginn eftir kosningarnar ef Bretar samþykktu að ganga úr "Sambandinu".
Það átti að skella á kreppa í Bretlandi, hlutabréfamarkaðurinn átti að "hrynja" og svo má lengi telja.
Pundið hefur átt misjafna daga, en það má líka deila um hvort að það hafi ekki verið of sterkt? Atvinnuleysi hefur minnkað síðan að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram o.s.frv.
Það er nú svo að í flestum kosningum er fleira sagt en satt er, en það er yfirleitt farið mun betur og meira ofan í saumana hjá þeim sem sigra.
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt.
G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2020 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.