28.1.2020 | 15:22
"Heimasíða kórónuveirunnar", í "rauntíma".
Það er fátt meira rætt þessa dagana en "kórónuveiran" og útbreiðsla hennar. Vangaveltur um hvert stefni, hvort hún verði að heimsfaraldri og hversu hættuleg hún sé - eða ekki.
Líklega er mikilvægast að allir haldi ró sinni.
Verst væri ef allir þeir sem kenna smá krankleika nú á kvef og flensutímabilinu flykkjast á neyðarmóttökur um víða veröld og hitta þar fyrir á biðstofunni, þá sem raunverulega hafa veikst.
Það er hætt við því, víða um heim, að samkomur og mannfagnaðir muni eiga erfitt uppdráttar á næstu vikum.
En eins og tíðkast á þeim tæknitímum sem við búum á, hefur verið sett upp heimasíða sem sýnir útbreiðslu hennar í rauntíma, eða eins og upplýsingar koma væri ef til vill rétt að segja.
Það er John Hopkins sjúkrahúsið í Bandaríkjunum sem hefur komið henni á fót og má finna hana hér.
106 dánir og yfir 4.500 smitaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.