26.1.2020 | 22:09
En hver er raunkostnaðurinn? Hvað er til ráða?
Taflan sem fylgir þessari frétt er um margt fróðleg. Hún sýnir í raun mun frekar en mismunandi hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, gríðarlegan mun á því hvað mismundandi sveitarfélög rukka fyrir þá þjónustu.
Í stað þess að velta því hvort þetta eða hitt sveitarfélagið hafi hækkað gjald fyrir 8 tíma leikskóla, ættu fjölmiðlar að velta því fyrir sér hvers vegna það munar u.þ.b. 50% á því sem það kostar foreldra að kaupa þá þjónustu.
Ekki síður væri fróðlegt ef fjölmiðlar græfust fyrir um hver væri raunkostnaður sveitarfélaga við að veita þjónustuna?
Það liggur í hlutarins eðli að stærri sveitarfélög ættu að geta rekið slíka þjónustu með hagkvæmari hætti, og hafa jafnfram fleiri útsvarsgreiðendur til að jafna byrðina af henni.
En mér er sagt að kostnaðurinn við að hafa eitt barn á leikskóla sé að meðaltali u.þ.b. 300.000 krónur á mánuði.
Ef það er rétt eru foreldrar í Reykjavík t.d. að greiða rétt ríflega 8.5% af raunkostnaði. Enn minna ef tekið er mið af systkinaafslætti o.s.frv.
Ef 300.000 er rétt upphæð, eru foreldrar hvergi að greiða meira en u.þ.b. 13% af verðmæti þjónustunnar.
Á sama tíma eru mikil vandræði víða um land með að veita þjónustuna án vandræða, tímabundinna lokanna og mikil starfsmannavandræði.
Er ekki augljóst að þjónustan er of lágt verðlögð?
Það er engin ástæða til að hrósa þeim sem eru ódýrir en geta ekki veitt þjónustuna vandræðalaust.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að veruleg hækkun kemur sé illa fyrir þá sem hafa minna á milli handanna, en er ekki betra að þeim verði liðsinnt með öðrum hætti en að hafa þjónustuna svo ódýra, án tillits til efnahags?
Mikið væri fróðlegt ef gerð vær góð úttekt á því hvernig kostnaðurinn er og hvað stór hluti af tekjum mismunandi sveitarfélega fer í að niðurgreiða þessa þjónustu.
Ef leikskóli fyrir hvert barn er niðurgreitt fyrir u.þ.b. 3.000.000,00 á ári (miðað við 11. mánaða dagvist) er ljóst að upphæðirnar eru háar.
Ef til vill þarf að hugsa hvernig kerfið verður best byggt upp og hvernig Íslendingar vilja hafa slíkt kerfi.
Hvernig er samspil leikskóla og "dagmæðrakerfisins"? Er hægt að byggja þjónustuna upp með öðrum hætti?
Það vakna ótal spurningar, en líklega færri svör.
En eigi að síður hlýtur þetta málefni að vera umhugsunarvert.
Öll útgjöld hins opinbera af þessari stærðargráðu ættu að vera það.
Leikskólagjöld hækkuð þvert á tilmæli Sambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera útreiknanlegt.
Hvað eru margir krakkar um hverja fóstru? Hver er leigan/kostnaður við húsnæðið?
Ef við getum hugsað okkur mjög lítinn leikskóla þar sem húsnæði kostaði 250 á mánuði, og þar væru, gefum okkur 4 fóstrur sem væru á lágmarkslaunum - ~300 útborgað + 250 launatengd gjöld, eða 550K hver fóstra, á erum við að tala um það þær tæju aldrei að sér fleiri en 8 börn í einu. Þær ættu að ráða við amk 12.
Sem mér finnst lítið.
Erum við viss um að þessi 300K per krakki sé rétt?
Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2020 kl. 23:25
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ég ætla ekki að leggja höfuðið á mér undir hvað varðar 300.000, króna meðalkostnað, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef geta þær ekki verið langt frá lagi.
En það er einmitt æskilegt að allur slíkur kostnaður sé birtur, þannig að allar mögulegar upplýsingar séu i umræðunni. Ég er næsta viss um að margir hafa ekki hugmynd um heildarkostnaðinn.
Ég held að það sé bundið í lög eða reglugerðir að hver starfsmaður "dekki" aðeins 6 börn. En síða kemur til kostnaður við yfirstjórn, það þarf að kaupa mat, það þarf að ráða kokk, það er kostnaður við byggingu og viðhald á húsnæði (og húsnæði leikskóla á Íslandi er að mér skilst alla jafn ekki ódýrt og næstum alltaf sérbyggt).
Fóstrur eru auðvitað ekki að launum í kringum 300.000, og meira segja ófaglært starfsfólk hefur líklega heldur hærri laun (fyrir skatta).
En ég er ekki þeirrar skoðunar að starfsfólkið sé ofsælt af laununum sínum. Langt í frá.
En ég er þeirra skoðunar að Íslendingar þurfi að spyrja sig spurninga hvað varðar þetta kerfi. Ekki það að svörin blasi endilega við, en það koma engin svör og lítil framþróun verður án spurninga.
Nú er t.d. járn í járn á milli vinstrimeirihlutans í Reykjavík og "marxistanna" í Eflingu. Hvernig væri ástandið ef það væri hægri meirihluta? LOL
Það verður einnig að spyrja spurninga um hvort að kerfið sé að skila því sem Íslendingar vilja.
Eru börnin að koma betur undirbúin í grunnskóla? Eru leikfimikennarar þeirra skoðunar að hreyfiþroski barna við komu í grunnskóla sé góður eða í "sókn", eða þarfnast það skoðunar?
Hefur hegðun barna við komu í grunskóla verið í "framþróun" með aukinni þátttöku barna í leikskólum?
Allt hlutir sem þarft að hugsa um.
Eða eru foreldrar að "eyðileggja" gott starf leik- og grunnskóla þær fáu stundir sem þeir eyða með börnunum í "vökutíma"?
Alltaf gott að spyrja spurninga, svörin eru oft ekki augljós eða fáanleg, en eins og ég sagði áður eru spurningar og að velta þeim fyrir sér af hinu góða.
Ég held að það sé alltaf gott að ræða málin, svo lengi sem það er gert á uppbyggilega og kurteisan hátt.
Þannig má fræðast um margvíslega hluti.
G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2020 kl. 00:21
Þeir þurfa að birta kostnaðinn, sundurliðaðan. Ananrs vitum við ekkert um hvað er verið að rífast.
Annað mál er svo hvað börnin eru að gera í leikskólanum. Ég hef aldrei séð annað en þetta sé bara geymzla, svo foreldrar komist til vinnu.
Sem er svo birtingarmynd annars, dýpra vandamáls: af hverju er svona dýrt að lifa? Virðist vera eitthvert klúður sem enginn vill skoða nokkuð eða vinda ofanaf.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2020 kl. 16:20
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. "Þeir" þurfa ekki eitt né neitt, en sjálfsagt eru þessar upplýsingar til einhversstaðar.
Það væri hins vegar þarfa verk ef einhver fjölmiðlamaðurinn tæki að sér að fara ofan í saumana á leikskólakerfinu, uppbyggingu, kostnaði o.s.frv.
En ég veit ekki hvort að það teljist nógu "sexý".
En það snertir marga.
G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2020 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.