23.1.2020 | 00:57
Fallinn er frá snillingur
Þeir verða ekki yngri, frekar en við hin, en það er sjónarviptir að Terry Jones, og Monty Python meðlimanna allra, sumir á lífi, aðrir eins og Terry gengnir á vit feðranna.
En þeir eiga svo marga "sketsa", og svo margar góðar "línur" að það er engu líkt.
Horfið á síðustu klippuna í fréttinni sem þessi færsla er hengd við.
Slík snilld er ekki á hvers manns færi og því miður ekki algeng.
Enda hefur setningin: "He is not the Messiah, he is a very naughty boy", oft verið kosinn fyndnasta setning kvikmyndasögunnar. En vissulega er smekkurinn misjafn eins og mennirnir eru margir.
En kvikmyndin "Life Of Brian", sem Terry Jones leikstýrði, er að mínu mati ein af bestu kvikmyndum sögunnar. Líklega sú mynd sem ég hef oftast horft á.
Það var ekki tilviljun að myndin var meðal annars auglýst, sem "So funny, it was banned in Norway".
Það verður hlegið af verkum Terry Jones, svo lengi sem lönd eru í byggð.
Terry Jones látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Grín og glens | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Saga | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.