Ég vil byrja á því að segja að það er lofsvert af Írönum að stíga fram með þessum hætti og játa á sig verknaðinn.
Vissulega tók það óþarflega marga daga, en þeir játa, og því eru allar "samsæriskenningar" kveðnar niður og hægt er að halda áfram með málið.
Líklega sáu þeir sannanirnar hrannast up og sáu að ekki væri stætt á því að halda feluleiknum áfram.
Það er sjálfsögð krafa að Íran greiði Úkraínska flugfélaginu og aðstandendum þeirra sem fórust bætur.
Í sjálfu sér er erfitt að ímynda sér að málið hafi önnur áhrif á alþjóðavettvangi.
En áhrifin á ástandið innanlands í Íran gætu orðið umtalsverð.
Mótmæli hafa verið kæfð niður með hörku hingað til og hundruðir hafa verið skotnir af stjórn "múllanna".
Í daga hafa verið mótmæli til að mótmæla framgangi Íranskra stjórnvalda og líklegt að þau haldi áfram næstkomandi daga.
Það er fróðlegt að sjá hvort að "múllarnir" treysti sér til að viðhafa áfram sömu hörkuna þegar augu alheimsins hvíla á þeim. Sjálfsagt reyna mótmælendur að notfæra sér það.
Breski sendiherrann var svo handtekinn af Írönskum stjórnvöldum í dag. Hann hafði tekið þátt í minningarvöku um þá sem fórust í flugvélinni sem Írönsk yfirvöld skutu niður.
Síða hafði hann drifið sig í klippingu, og stuttu síðar var hann handtekinn.
Það er því ljóst að ókyrðin mun halda áfram í kringum Írönsk stjórnvöld.
Enn of aftur sýna Írönsk stjórnvöld að virðing þeirra fyrir alþjóðalögum, sendiráðum og erindrekum er njóta verndar alþjóðlegra samninga er ekki til staðar.
Segjast hafa skotið vélina óvart niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert lofsvert við þetta. Þeir gátu bara einfaldlega ekki annað. Íransstjórn er ekkert annað en glæpaklíka sem heldur einhverri merkustu þjóð heims í heljargreipum og hegðar sér eins og brjálæðingar gagnvart umheiminum. Þeir eru auðvitað vísir til að ganga í það að hengja manngreyið sem í einhverri panikk skaut þessa flugvél niður, og heimskulegt af Úkraínumönnm að vera að krefjast refsingar yfir honum. En á endanum munu Persar rísa upp gegn þessum sorglega klerkalýð og hrekja frá völdum. Gleymum því ekki að áður en keisarinn var hrakinn úr landi var Íran eitt þróaðasta ríki miðausturlanda.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 01:09
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Vissulega er það (að mínu mati) lofsvert að gangast við ódæðisverkinu þó að vissulega hefði það mátt gerast fyrr.
Það hefði allt að eins mátt búast við því að þeir þrættu fyrir það í "rauðan dauðan", rétt eins og Rússar og handbendi þeirra í Ukraínu hafa gert.
Við skulum hafa það í huga að Íran er hvorki fyrsta né líklega síðasta(þó að það megi vona) ríkið sem skýtur niður farþegaflugvél í misgáningi.
Því miður er ófriður og stríð ekki þau "heiðarlegu" eða "fyrirjáanlegu" atburðir sem margir virðast telja.
Það má eiginlega ganga út frá því sem vísu að þar sem er ófriður, svo ekki sé minnst á stríð, gangi eitt og annað úrskeiðis.
Ekki það sem við viljum, en staðreynd eigi að síður.
En einræðið í Íran er viðurstyggilegt, það er ekki spurning, en því miður gildir það sama, eða svipað, því miður um stóran hluta jarðarinnar.
Hvað viljum við gera í því?
Ég vona að Íranska þjóðin rísi upp gegn "múllunum"; en það verður líklega ekki án verulegra blóðsúthellinga.
Það má t.d. nefna það að í fréttum í Kanada, þar sem er talað við þarlenda af Írönskum uppruna, skiptast þeir nokkuð jafnt, þeir sem fagna því að Sulumani var ráðinn af dögum og þeir sem harma það.
Það kann auðvitað að vera vegna þess að fréttastofurnar vilja sýna það á þann veg, en það er alla vegna ljóst af því sem ég heyri hér, að hann var ekki elskaður af öllum, enda með blóð tugþúsunda á höndum sínum.
G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2020 kl. 01:40
1988 þa skutu USA nipur iranska farþega glugvel.og 289.mamms letust.
Hafa aldre beðist afsokunar.
Irabir h þo gert það.
Ysa rwyndi að hylma yfir gjorningin m aðatoð.Breta.
Google image
https://fighterjetsworld.com/historic-aircraft-and-incident/31-years-ago-today-iran-air-flight-655-was-shot-down-by-a-us-warship-killing-290-innocents/15192/
Lárus Ingi Guðmundsson, 12.1.2020 kl. 21:30
@Lárus, þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að Bandaríkjamenn skutu niður Íranska farþegaþotu árið 1988. Vissulega hræðilegur atburður. Ekki löngu áður hafði Írönsk herþota skotið á Bandarískt herskip (í misgripum) og drepið í kringum 15 sjóliða.
Bandarískt herskip hafði svo gott sem sokkið vegna þess að það sigldi á íranskt tundurdufl á alþjóðlegri siglingaleið.
Bandaríska herskipið hafði marg varað hina Írönsku farþegaþotu, en ekkert svar kom, líklega vegna þess að farþegaþotan var ekki að hlusta á þá rás. Því er oft haldið fram að hún hafi einfaldlega ekki verið vöruð við slíku, þrátt fyrir hættulegt ástand á svæðinu.
Bandríkin viðurkenndi innan fárra klukkustundna að þeir hefðu skotið niður þotuna, þó að í upphafi hafi Pentagon haldið því fram að þeir hefðu skotið niður Íranska F14 orrustuþotu.
Ég held að formleg afsökunarbeiðni hafi aldrei komið, en eins og kemur fram í greininni sem þú setur hlekk, á, er ssgt: the United States recognized the aerial incident of 3 July 1988 as a terrible human tragedy and expressed deep regret over the loss of lives caused by the incident…
Og Bandaríkin greiddu aðstandendum þeirra sem létu lífið bætur, líklega í kringum hálfa milljón dollara fyrir hvern einstakling að núvirði.
G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2020 kl. 00:26
Alltaf flott Lárus að koma með fortíð og halda það
að það gagnyst nútíð..???
Fullt til af þeim dæmum.
Í fjölda ára, hefur klerkastjórnin í Íran, drepið
þúsunda af fólki, sem reyndi með friðsömum hætti
að mótmæla því ástandi sem þar ríkir.
Seinast í Nóvember sá þessi heigull, Soleimani,
til þess að hátt í 1400 ungmennum var slátrað
vegna friðsamra mótmæla....!!
Ekket um það fjallað vegna þess að það
vantaði nafnið TRUMP svo þessi ömurlega
frétta elíta gæti hengt einhvern annan en sannleikann.
Aftökur og dráp, eru daglegur siður hjá þeim
og því ekki fréttnæmt.
En vegna trausts Íranskra stjórnvalda á fréttum
þaðan, þá vita þeir að Evrópskir fjölmiðlar,
þora ekki að gagngrýna múslimska trú og þeirra
hefðir og siði, og benda á Donald Trump sem ástæðu fyrir
öllu illu. Maðurinn sem þorði að taka út einn þann
mesta djöful sem arabaríkin hafa átt.
DT er fagnað í Íran, Írak fyrir að hafa þorað að
taka út þessa skepnu. Er það í fréttum..??
Vonandi líður þér betur að geta vitnað í fortíðina
heldur en nútíðina, vegna þess að það er fólk fætt
eftir 1988 sem er verið að fórna í nafni trúar í Íran.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.1.2020 kl. 01:04
USA sendi þetta myndband á fréttamiðla skömmu eftri atvikið. Ég man enn vel hvað mér fannst óþægilegt að horfa á þetta.
https://www.youtube.com/watch?v=oSSwt9YeDHY
Guðmundur Jónsson, 13.1.2020 kl. 11:24
@Sigurður, þakka þér fyrir þetta. Það er alltaf gott að hafa fortíðina í huga, enda skýrir hún margt af því sem gerist í núinu.
@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Lítið út á myndbandið að setja, sjóliðarnir telja sig vera að skjóta á F14 herþotu. Ekki so löngu áður höfðu 14 eða 15 félagar þeirra látið lífið þegar Írönsk þota réðist á skip þeirra, fyrir mistök.
G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2020 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.