Íranir lang líklegasti sökudólgurinn

Því miður er þessi ástæða fyrir þessu hræðilega flugslysi sú lang líklegasta og raunar sú fyrsta sem kom upp í hugann.

Að flugslys hafi orðið svo stuttu eftir að Íranir skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak er ólíklega tilviljun,  en eldflaugaárásirnar gera það að verkum að spennan á svæðinu er mikil.

Loftvarnir Írana hafa líklega verið á "hæsta viðbúnaðarstigi" og einmitt þá er hætta á að einstaklingar "sjái" það sem þeir eiga von á, eða óttast að sjá.

Atferli Írana er enda í takti við slíka atburðarás. Í byrjun á ekki að hleypa neinum erlendum aðilum að rannsókninni. 

"Svörtu kassarnir" finnast báðir, en "tilviljunin" er slík að minnið í báðum hefur orðið fyrir "hnjaski".  Enn meiri ástæða hefði því verið til að leita aðstoðar færustu sérfræðinga í málinu.  Ekki endilega Bandarísks fyrirtækis, en Franskt fyrirtæki er t.d. mjög framarlega í slíkri vinnu.

Það er ekki fyrr en æ fleiri vísbendingar hafa komið fram sem benda til sekt Írana að þeir ákveða að rétt sé að leyfa fleirum að koma að rannsókninni.

Þó ekki fyrr en þeir hafa valsað um vettanginn í nokkra daga. Allir gera sér þó grein fyrir því að það eru einmitt fyrstu dagarnir, ekki síst fyrstu klukkustundirnar, sem skipta mestu máli í slíkri rannsókn.

En þó að yfirgnæfandi líkur séu á því að Íranir hafi skotið niður vélina af misgáningi, verður niðurstaðan líklega aldrei sönnuð með afgerandi hætti, og án efa verða "samsæriskenningar" á sveimi um ókomna framtíð.

Að því leyti minnir málið á Hollensku farþegaþotuna, sem allar líkur eru á að uppreisnarmenn Rússa/A-Úkraínumanna hafi skotið niður yfir Úkraínu.

Hér má sjá flug vélarinnar á Flightradar24. Þar er ekki hægt að sjá að vélin hafi snúið við, eins og Íranir fullyrða, en það er vissulega ekki "últimeit" sönnun, en þó er "trackið" þeirra öllu jafnan mjög gott

FLR UKRAN

 


mbl.is Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Tómas,


Það er greinilegt að þú kaupir allar þessar opinberu samsæriskenningar frá vestrænum yfirvöldum, nú og það frá yfirvöldum er tróðu inn þeim ósannindum um að gjöreyðingarvopn væru í Írak, svo og þessum lygum um að borgarastríð væri í Líbýu osfrv.  

KV.

Image may contain: 3 people, meme, possible text that says 'IF YOU THINK THE SAME GOVERNMENT THAT 313 CONTINUES TO LIE AND COVER UP THE JFK ASSASSINATION ুC U WAGEL IS TELLING YOU THE TRUTH ABOUT IRAN THEN YOUR LEVEL OF INDOCTRINATION IS EXACTLY WHERE THEY WANT IT'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.1.2020 kl. 22:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Líklega skiptist heimurinn að stórum hluta í þá sem trúa "lyginni" og svo þá sem hafa "uppgötvað sannleikann" í gegnum "memes". ;-)

En það er vissulega oft ástæða til að taka því sem stjórnvöld segja með fyrirvara, en oft virðist mér að þú eigir eftir að læra að það gildir enn frekar um þau yfirvöld sem hafa enga virka stjórnarandstöðu og lítið eða ekkert aðhald frá t.d. fjölmiðlum.

Þannig var nú vinsælt að tala um "Moggalygina" í gamla daga.  Hún átti auðvitað að eiga uppruna sinn hjá Bandaríkjastjórn. 

En þegar "Potemkintjöldin" féllu kom í ljós að vissulega hafði "Moggalygin" ekki öll verið sönn, en það var aðallega vegna þess að hún dró úr vitleysunni og hryllingnum.

Það sama gilti um það sem var "lapið" upp eftir t.d. "áreiðanlegum" stjórnvöldum í "fyrirmyndarríkjum" s.s. Vietnam, Cambodiu og fleirum. 

Það sama er nú að gerast í Venezuela.

Það er þetta með "sjálfsheilaþvottinn".

P.S. Ég hef áður varað þig við að ég kæri mig ekki um "myndaspam" á þessa síðu.  Þeir sem beita slíku fyrir sig verða bannaðir.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2020 kl. 01:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurningin sem þarf að fá svarað er hver eða hverjir voru um borð í þessari flugvél sem einhverjum gæti þótt ástæða til að koma í veg fyrir að kæmust í burtu frá Íran yfir til Úkraínu. Geopólitíkin í kringum þetta er rosalega flókin og erfitt að slá neinu föstu.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2020 kl. 02:53

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta. Þó að ekki megi útiloka neitt í þá átt, finnst mér það ákaflega langsótt. Írönum hefði verið í lófa lagið að stöðva flugtakið.  Hugsanlega einnig senda vélar til að neyða hana til að lenda.

Mér þykir mannleg mistök mun líklegri.

En langflestir sem voru um borð eru annað hvort Íranir, eða af Írönskum uppruna, líklega lang stærsti hlutinn fæddur í Íran.

Sé ekki að þeir hafi verið svo "hættulegir" klerkaveldinu að gripið yrði til slíkra örþrifaráða.

Það er líka erfitt að sjá að slíkur einstaklingur geti valdið Íran meira tjóni, en þessi gjörð, sérstaklega ef kæmi í ljós að hún hefði verið vísvitandi.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2020 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband